Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2025 09:45 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, bendir á að tæknifyrirtæki séu enn minna sýnileg í íslensku kauphöllinni en í evrópskum kauphöllum. Það var á meðal mælikvarða í skýrslu ESB um hnignandi samkeppnishæfni í tækni og nýsköpun. Vísir Veikleikar í samkeppnishæfni Evrópu sem lýst var í umfangsmiklli skýrslu fyrrverandi Seðlabankastjóra Evrópu í fyrra eru enn meira áberandi á Íslandi. Þingmaður Viðreisnar segir tækni- og nýsköpunarfyrirtæki minna sýnileg á markaði hér en í Evrópu. Dregin var upp dökk mynd af efnahagslegum horfum í Evrópu í skýrslu sem Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, vann um samkeppnishæfni álfunnar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í fyrra. Framleiðni ykist minna í Evrópu en í Bandaríkjunum og í Kína og ráðstöfnunartekjur almennings sömuleiðis. Varaði Draghi við að lífsgæði Evrópubúa ættu eftir að skerðast ef ekki yrði gripið í taumana með meiriháttar innspýtingu, afregluvæðingu og einfaldara ákvarðanatökuferli. Á meðal þess sem Draghi benti á í skýrslunni var að Evrópa hefði orðið undir í samkeppni við Bandaríkin varðandi tækni og nýsköpun. Evrópsk sprotafyrirtæki flýðu jafnvel vestur um haf vegna hamlandi reglna í Evrópu. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segir í aðsendri grein á Vísi í gær að sumir hafi notað Draghi-skýrsluna hér á landi til þess að draga upp þá mynd af ESB að það sé rjúkandi rúst og ekkert sé þangað að sækja fyrir Íslendinga. Spyr þingmaðurinn hvernig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs kæmi út ef sömu mælistikur væru notaðar og gert var í Draghi-skýrslunni. Tæknifyrirtæki enn minna sýnileg en í Evrópu Til stuðnings þess að Evrópa hafi orðið undir í tækni og nýsköpun var bent á í Draghi-skýrslunni að verðmætustu fyrirtækin í banarískum kauphöllum væru öll nýleg tæknifyrirtæki. Í Evrópu væri mun meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem stæðu á gömlum merg. Í þessu samhengi bendir Pawel á að í íslensku kauphöllinni séu það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróni á toppnum. Vísar hann til þeirra fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi og eru aðeins skráð í íslensku kauphöllinni. „Allt er þetta starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB,“ skrifar þingmaðurinn sem tekur þó fram að tæknifyrirtækin Alvotech og Embla Medical hafi höfuðstöðvar á Íslandi þótt þau séu skráð í kauphallir annarra landa. Ætli Íslendingar að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þurfi þeir að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það hafi ESB gert, fyrst með skýrslu Draghi og svo með margvísilegum viðbrögðum ríkja sambandsins við henni. „Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk,“ skrifar Pawel. Evrópusambandið Nýsköpun Samkeppnismál Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Dregin var upp dökk mynd af efnahagslegum horfum í Evrópu í skýrslu sem Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, vann um samkeppnishæfni álfunnar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í fyrra. Framleiðni ykist minna í Evrópu en í Bandaríkjunum og í Kína og ráðstöfnunartekjur almennings sömuleiðis. Varaði Draghi við að lífsgæði Evrópubúa ættu eftir að skerðast ef ekki yrði gripið í taumana með meiriháttar innspýtingu, afregluvæðingu og einfaldara ákvarðanatökuferli. Á meðal þess sem Draghi benti á í skýrslunni var að Evrópa hefði orðið undir í samkeppni við Bandaríkin varðandi tækni og nýsköpun. Evrópsk sprotafyrirtæki flýðu jafnvel vestur um haf vegna hamlandi reglna í Evrópu. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segir í aðsendri grein á Vísi í gær að sumir hafi notað Draghi-skýrsluna hér á landi til þess að draga upp þá mynd af ESB að það sé rjúkandi rúst og ekkert sé þangað að sækja fyrir Íslendinga. Spyr þingmaðurinn hvernig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs kæmi út ef sömu mælistikur væru notaðar og gert var í Draghi-skýrslunni. Tæknifyrirtæki enn minna sýnileg en í Evrópu Til stuðnings þess að Evrópa hafi orðið undir í tækni og nýsköpun var bent á í Draghi-skýrslunni að verðmætustu fyrirtækin í banarískum kauphöllum væru öll nýleg tæknifyrirtæki. Í Evrópu væri mun meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem stæðu á gömlum merg. Í þessu samhengi bendir Pawel á að í íslensku kauphöllinni séu það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróni á toppnum. Vísar hann til þeirra fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi og eru aðeins skráð í íslensku kauphöllinni. „Allt er þetta starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB,“ skrifar þingmaðurinn sem tekur þó fram að tæknifyrirtækin Alvotech og Embla Medical hafi höfuðstöðvar á Íslandi þótt þau séu skráð í kauphallir annarra landa. Ætli Íslendingar að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þurfi þeir að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það hafi ESB gert, fyrst með skýrslu Draghi og svo með margvísilegum viðbrögðum ríkja sambandsins við henni. „Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk,“ skrifar Pawel.
Evrópusambandið Nýsköpun Samkeppnismál Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira