Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Smári Jökull Jónsson skrifar 24. október 2025 20:02 Grunur um meint samráð snýr að útboðum vegna sorphirðu sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Samkomulag um þátttöku í útboðum og skipting á landssvæðum er á meðal þess sem samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari eru með til rannsóknar í samráðsmáli Terra og Kubbs. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir mikið undir en Vestmannaeyjabær bauð út sorphirðumál sveitarfélagsins á síðasta ári. Terra er á meðal umfangsmestu fyrirtækja í úrgangsþjónustu hér á landi. Terra rekur starfsstöðvar og endurvinnsluþjónustu víðsvegar um land og sinnir sorphirðu heimila og fyrirtækja. Þá hefur Kubbur haslað sér völl á síðustu árum en það var stofnað á Ísafirði árið 2006. Fyrirtækin eru með starfsmi víða um land, bæði stærri starfsstöðvar sem og minni endurvinnslustöðvar.Vísir Samkeppniseftirlitið tilkynnti um aðgerðir sínar í gær og voru sex manns handteknir en öllum var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Terra gaf út yfirlýsingu þar sem greint var frá húsleit í húsakynnum fyrirtækisins og í morgun staðfesti Kubbur hið sama og að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins beinist að útboðum sveitarfélaga á sorphirðu og hefur fréttastofa fengið ábendingar um útboð sem gætu verið til skoðunar. Í Hrunamannahreppi fór fram útboð árið 2021 þar sem Kubbur átti lægsta tilboðið. Fyrirtækið sagði sig hins vegar frá tilboðinu og í kjölfarið var samið við Terra. Svipað var uppi í Vestmannaeyjum á síðasta ári þar sem Terra, Kubbur og Íslenska gámafélagið tóku þátt í útboði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti Kubbur lægsta tilboðið en tilboð þeirra var dæmt ógilt og því var tilboði Terra tekið en það var næstlægst. Samkvæmt heimildum fréttastofu vantaði grundvallarupplýsingar í tilboð Kubbs og heimildamenn fréttastofu segja það sérstakt að reynslumikið fyrirtæki hafi gert slík mistök og oft sé hægt að leiðrétta slíkt eftirá svo tilboð teljist gilt. Svo var hins vegar ekki gert. „Það er mikið undir“ Formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum segir Eyjamenn bíða spaka eftir því hvað gerist í framhaldinu. „Auðvitað hugsar maður eftir á kannski þegar maður sá þessi tíðindi þa´kemur þetta spánskt fyrir sjónir og er svolítið sérstakt þegar það vantar sovna lykilatriði inn í þegar fyrirtæki er að skila svona tilboði,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við fréttastofu Sýnar. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé víðtæk og mikil rannsókn sem núna fer í gang. Svo kemur það bara í ljós hvað kemur út úr því, það er mikið undir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál sem orka tvímælis þar sem Terra og Kubbur koma við sögu. Þau snúa meðal annars að félögin hafi skipst á landssvæðum og meintu samráði um þátttöku í útboðum. Héraðssaksóknari vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og þá vildu hvorki forráðamenn Terra né Kubbs tjá sig þegar falast var eftir viðbrögðum. Sorphirða Samkeppnismál Grunur um samráð í sorphirðu Lögreglumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Terra er á meðal umfangsmestu fyrirtækja í úrgangsþjónustu hér á landi. Terra rekur starfsstöðvar og endurvinnsluþjónustu víðsvegar um land og sinnir sorphirðu heimila og fyrirtækja. Þá hefur Kubbur haslað sér völl á síðustu árum en það var stofnað á Ísafirði árið 2006. Fyrirtækin eru með starfsmi víða um land, bæði stærri starfsstöðvar sem og minni endurvinnslustöðvar.Vísir Samkeppniseftirlitið tilkynnti um aðgerðir sínar í gær og voru sex manns handteknir en öllum var þeim sleppt eftir skýrslutöku. Terra gaf út yfirlýsingu þar sem greint var frá húsleit í húsakynnum fyrirtækisins og í morgun staðfesti Kubbur hið sama og að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins beinist að útboðum sveitarfélaga á sorphirðu og hefur fréttastofa fengið ábendingar um útboð sem gætu verið til skoðunar. Í Hrunamannahreppi fór fram útboð árið 2021 þar sem Kubbur átti lægsta tilboðið. Fyrirtækið sagði sig hins vegar frá tilboðinu og í kjölfarið var samið við Terra. Svipað var uppi í Vestmannaeyjum á síðasta ári þar sem Terra, Kubbur og Íslenska gámafélagið tóku þátt í útboði. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti Kubbur lægsta tilboðið en tilboð þeirra var dæmt ógilt og því var tilboði Terra tekið en það var næstlægst. Samkvæmt heimildum fréttastofu vantaði grundvallarupplýsingar í tilboð Kubbs og heimildamenn fréttastofu segja það sérstakt að reynslumikið fyrirtæki hafi gert slík mistök og oft sé hægt að leiðrétta slíkt eftirá svo tilboð teljist gilt. Svo var hins vegar ekki gert. „Það er mikið undir“ Formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum segir Eyjamenn bíða spaka eftir því hvað gerist í framhaldinu. „Auðvitað hugsar maður eftir á kannski þegar maður sá þessi tíðindi þa´kemur þetta spánskt fyrir sjónir og er svolítið sérstakt þegar það vantar sovna lykilatriði inn í þegar fyrirtæki er að skila svona tilboði,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við fréttastofu Sýnar. „Ég geri ráð fyrir að þetta sé víðtæk og mikil rannsókn sem núna fer í gang. Svo kemur það bara í ljós hvað kemur út úr því, það er mikið undir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál sem orka tvímælis þar sem Terra og Kubbur koma við sögu. Þau snúa meðal annars að félögin hafi skipst á landssvæðum og meintu samráði um þátttöku í útboðum. Héraðssaksóknari vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og þá vildu hvorki forráðamenn Terra né Kubbs tjá sig þegar falast var eftir viðbrögðum.
Sorphirða Samkeppnismál Grunur um samráð í sorphirðu Lögreglumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira