Vinnumarkaður Stjórnendur og „aftur úr fjarvinnu“ skrefin Eitt af því frábæra sem Covid skapaði var fjarvinna og sá veruleiki að margir vinnustaðir stefna nú að, eða hafa nú þegar innleitt hið svo kallaða blandaða vinnufyrirkomulag. Þar er að hluta til unnið heiman frá en að hluta til á staðnum. Þetta hljómar allt svo einfalt, en er það svo? Atvinnulíf 12.11.2021 07:00 Hafnar því að stéttarfélagið hafi boðið sér sátt Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem kvartaði undan einelti yfirmanna hafnar því alfarið að félagið hafi boðið honum sátt, þvert á yfirlýsingar lögmanns þess í gær. Innlent 11.11.2021 15:18 Þungt hljóð í sjómönnum sem horfa til óhefðbundinna aðgerða „Það er mjög að þyngjast hljóðið í mönnum, enda búnir að vera samningslausir í tvö ár,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu mála í kjaraviðræðum sjómanna. Innlent 11.11.2021 10:02 Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. Innlent 11.11.2021 08:01 Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. Innlent 10.11.2021 23:20 Segjast hafa reynt að ná sáttum en án árangurs Lögmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir að samtökin hafi reynt að ná sáttum við starfsmann sem lagði fram kvörtun á hendur yfirmönnum sínum vegna eineltis - en án árangurs. Félagið telji sig hafa gert upp við starfsmanninn með sanngirni og réttum hætti. Starfsmaðurinn krefst þess að félagið greiði honum sjötíu og fimm milljónir króna. Innlent 10.11.2021 15:20 „Sjálfnærandi peningamaskína“ Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Skoðun 10.11.2021 13:31 Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði úr 5,0% í september. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 428 sem nemur um 4,4% fækkun atvinnulausra frá septembermánuði. Atvinnuleysi mældist 5,0% í febrúar 2020 og er svipað nú og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 10.11.2021 12:03 Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Innlent 10.11.2021 12:02 Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. Viðskipti innlent 10.11.2021 11:18 Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? Skoðun 10.11.2021 07:31 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. Innlent 10.11.2021 07:05 Fjórði til fimmti hver hættir í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift Á Landspítalanum starfa nærri 1.600 hjúkrunarfræðingar í 1.340 stöðugildum en spítalann vantar 200 til viðbótar til að vel megi við una. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Innlent 10.11.2021 06:48 Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi. Viðskipti innlent 9.11.2021 21:01 Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna Starfsmanni stéttarfélags var nýverið vikið frá störfum eftir að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Hann segist stundum hafa verið lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða þeirra og er í dag óvinnufær. Innlent 9.11.2021 19:27 Helsta baráttumálið að standa við bakið á kennurum Nýr formaður Kennarasambands Íslands var kjörinn í dag en skólastjórinn Magnús Þór Jónsson tekur við embættinu á næsta ári. Helsta baráttumál hans er að hlúa að kennurum og segir mörg spennandi verkefni framundan. Innlent 9.11.2021 19:06 Segir Play stórhættulegt launafólki Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Play vera „stórhættulegt íslensku launafólki“. Hún hvetur launafólk og fjárfesta að sniðganga flugfélagið. Innlent 9.11.2021 13:15 Starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra störfum „Starfsfólk hreyfingarinnar um land allt, hvort sem það er hjá aðildarfélögum SGS eða öðrum stéttarfélögum eiga ekki skilið að gert sé lítið úr þeirra mikilvægu og góðu störfum, nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf.“ Innlent 8.11.2021 16:06 Íslenska flugstéttafélaginu neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið Forsvarsmenn Norræna flutningamannasambandsins (NTF) hafa neitað Íslenska flugstéttafélaginu (ÍFF) um inngöngu í sambandið á nýjan leik. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að það sé vegna „augljósra galla“ á kjarasamningi félagins við umbjóðendur sína sem starfa hjá Play. Viðskipti innlent 8.11.2021 10:30 „Mátti segja hvað sem er um mig“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. Innlent 7.11.2021 14:37 Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ Innlent 6.11.2021 22:33 Afsögn Sólveigar Önnu kom Drífu í opna skjöldu Drífa Snædal forseti ASÍ hefur ekki viljað tjáð sig um væringar innan Eflingar þar til nú. Hún segir í pistli að trúnaðarmönnum beri að tala fyrir máli starfsfólks. Innlent 5.11.2021 14:29 Vinnan heldur áfram Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. Skoðun 5.11.2021 13:00 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. Innlent 5.11.2021 12:55 Stöndum þriðju vaktina saman! VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? Skoðun 5.11.2021 09:30 Færri atvinnulausir og styttri vinnutími en í fyrra Um 8.500 manns voru að meðaltali án atvinnu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Það jafngildir um 4% af heildarvinnuafli 16 til 74 ára. Á sama tíma í fyrra voru um 12.000 einstaklingar atvinnulausir, eða um 5,8%. Innlent 4.11.2021 20:30 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. Innlent 3.11.2021 12:49 Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. Innlent 2.11.2021 21:01 Engar hópuppsagnir í október Annan mánuðinn í röð barst Vinnumálastofnun engin tilkynning um hópuppsögn í október. Viðskipti innlent 2.11.2021 12:46 Á von á því að Sólveig Anna segi af sér sem varaforseti ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ, reiknar með að Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segi af sér sem annar varaforseti ASÍ í dag. Drífa segir að afsögn Sólveigar Önnu sem formaður Eflingar hafi komið sér á óvart. Þá reiknar hún með að varaformaður félagsins taki við sem formaður. Innlent 2.11.2021 10:53 « ‹ 47 48 49 50 51 52 53 54 55 … 99 ›
Stjórnendur og „aftur úr fjarvinnu“ skrefin Eitt af því frábæra sem Covid skapaði var fjarvinna og sá veruleiki að margir vinnustaðir stefna nú að, eða hafa nú þegar innleitt hið svo kallaða blandaða vinnufyrirkomulag. Þar er að hluta til unnið heiman frá en að hluta til á staðnum. Þetta hljómar allt svo einfalt, en er það svo? Atvinnulíf 12.11.2021 07:00
Hafnar því að stéttarfélagið hafi boðið sér sátt Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem kvartaði undan einelti yfirmanna hafnar því alfarið að félagið hafi boðið honum sátt, þvert á yfirlýsingar lögmanns þess í gær. Innlent 11.11.2021 15:18
Þungt hljóð í sjómönnum sem horfa til óhefðbundinna aðgerða „Það er mjög að þyngjast hljóðið í mönnum, enda búnir að vera samningslausir í tvö ár,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu mála í kjaraviðræðum sjómanna. Innlent 11.11.2021 10:02
Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. Innlent 11.11.2021 08:01
Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. Innlent 10.11.2021 23:20
Segjast hafa reynt að ná sáttum en án árangurs Lögmaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir að samtökin hafi reynt að ná sáttum við starfsmann sem lagði fram kvörtun á hendur yfirmönnum sínum vegna eineltis - en án árangurs. Félagið telji sig hafa gert upp við starfsmanninn með sanngirni og réttum hætti. Starfsmaðurinn krefst þess að félagið greiði honum sjötíu og fimm milljónir króna. Innlent 10.11.2021 15:20
„Sjálfnærandi peningamaskína“ Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Skoðun 10.11.2021 13:31
Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði úr 5,0% í september. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 428 sem nemur um 4,4% fækkun atvinnulausra frá septembermánuði. Atvinnuleysi mældist 5,0% í febrúar 2020 og er svipað nú og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 10.11.2021 12:03
Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Innlent 10.11.2021 12:02
Hafni kröfum um endurskoðun á veikindarétti og vaktaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins furðar sig á tillögum nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem kalla meðal annars eftir því að misræmi milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu verði jafnað út. Formaður hagsmunasamtakanna segir að fyrirtækin græði á því að bæta hag launþega. Viðskipti innlent 10.11.2021 11:18
Er samstaða á „þriðju vaktinni“ lykillinn að jafnrétti á vinnumarkaði? Mikil umræða hefur skapast um herferð VR sem ber heitið þriðja vaktin og var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Það er frábært því orð eru til alls fyrst. En hvað er þriðja vaktin, af hverju skiptir hún máli og hvers vegna kemur þriðja vaktin stéttarfélagi við? Skoðun 10.11.2021 07:31
Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. Innlent 10.11.2021 07:05
Fjórði til fimmti hver hættir í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift Á Landspítalanum starfa nærri 1.600 hjúkrunarfræðingar í 1.340 stöðugildum en spítalann vantar 200 til viðbótar til að vel megi við una. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Innlent 10.11.2021 06:48
Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi. Viðskipti innlent 9.11.2021 21:01
Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna Starfsmanni stéttarfélags var nýverið vikið frá störfum eftir að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Hann segist stundum hafa verið lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða þeirra og er í dag óvinnufær. Innlent 9.11.2021 19:27
Helsta baráttumálið að standa við bakið á kennurum Nýr formaður Kennarasambands Íslands var kjörinn í dag en skólastjórinn Magnús Þór Jónsson tekur við embættinu á næsta ári. Helsta baráttumál hans er að hlúa að kennurum og segir mörg spennandi verkefni framundan. Innlent 9.11.2021 19:06
Segir Play stórhættulegt launafólki Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Play vera „stórhættulegt íslensku launafólki“. Hún hvetur launafólk og fjárfesta að sniðganga flugfélagið. Innlent 9.11.2021 13:15
Starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra störfum „Starfsfólk hreyfingarinnar um land allt, hvort sem það er hjá aðildarfélögum SGS eða öðrum stéttarfélögum eiga ekki skilið að gert sé lítið úr þeirra mikilvægu og góðu störfum, nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf.“ Innlent 8.11.2021 16:06
Íslenska flugstéttafélaginu neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið Forsvarsmenn Norræna flutningamannasambandsins (NTF) hafa neitað Íslenska flugstéttafélaginu (ÍFF) um inngöngu í sambandið á nýjan leik. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að það sé vegna „augljósra galla“ á kjarasamningi félagins við umbjóðendur sína sem starfa hjá Play. Viðskipti innlent 8.11.2021 10:30
„Mátti segja hvað sem er um mig“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. Innlent 7.11.2021 14:37
Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ Innlent 6.11.2021 22:33
Afsögn Sólveigar Önnu kom Drífu í opna skjöldu Drífa Snædal forseti ASÍ hefur ekki viljað tjáð sig um væringar innan Eflingar þar til nú. Hún segir í pistli að trúnaðarmönnum beri að tala fyrir máli starfsfólks. Innlent 5.11.2021 14:29
Vinnan heldur áfram Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. Skoðun 5.11.2021 13:00
Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. Innlent 5.11.2021 12:55
Stöndum þriðju vaktina saman! VR er þessa dagana að fara í gang með herferð um hugtakið þriðju vaktina og það andlega álag sem fylgir henni. En hvað er þriðja vaktin og af hverju er VR að vekja athygli á þessu? Skoðun 5.11.2021 09:30
Færri atvinnulausir og styttri vinnutími en í fyrra Um 8.500 manns voru að meðaltali án atvinnu á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Það jafngildir um 4% af heildarvinnuafli 16 til 74 ára. Á sama tíma í fyrra voru um 12.000 einstaklingar atvinnulausir, eða um 5,8%. Innlent 4.11.2021 20:30
Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. Innlent 3.11.2021 12:49
Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. Innlent 2.11.2021 21:01
Engar hópuppsagnir í október Annan mánuðinn í röð barst Vinnumálastofnun engin tilkynning um hópuppsögn í október. Viðskipti innlent 2.11.2021 12:46
Á von á því að Sólveig Anna segi af sér sem varaforseti ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ, reiknar með að Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segi af sér sem annar varaforseti ASÍ í dag. Drífa segir að afsögn Sólveigar Önnu sem formaður Eflingar hafi komið sér á óvart. Þá reiknar hún með að varaformaður félagsins taki við sem formaður. Innlent 2.11.2021 10:53