Íslenskt vinnuumhverfi er ekki jafnréttisparadís Dagný Aradóttir Pind skrifar 9. september 2022 08:01 Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet. Rannsóknin er hluti af Áfallasögu kvenna sem er tímamótarannsókn. Þar fengu allar konur á Íslandi sem skilja íslensku tækifæri til að taka þátt í rannsókn þar sem þær voru spurðar út í margs konar reynslu sína á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á vinnustað eru sláandi en stærsta rannsóknin sem áður hafði verið gerð á Íslandi sýndi að 4% kvenna hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað. Þolendur yfirgefa vinnustaði eftir brot BSRB tekur þessar niðurstöður alvarlega og telur að nú þurfi bæði stjórnvöld og vinnustaðir að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu. Rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu. Það skýrir þennan mikla mun á fjölda þeirra sem segjast verða fyrir áreitni/ofbeldi á núverandi vinnustað og þeirra sem fyrir því verða einhvern tímann á lífsleiðinni. Ábyrgð vinnustaða - vinnustaðamenning Samkvæmt lögum bera vinnustaðir ábyrgð á vinnuumhverfi. Birtingarmyndir áreitni og ofbeldis geta verið með orðum, hegðun eða táknrænum hætti og samkvæmt jafnréttis- og vinnuverndarlögum skiptir ekki máli hver birtingarmyndin er, öll kynferðisleg áreitni og ofbeldi er bannað. Upplifun fólks getur verið mismunandi en lögin eru skýr: upplifun þess sem fyrir hegðuninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi sé að ræða. Það er ekki annarra en manneskjunnar sem verður fyrir áreitni/ofbeldi að skilgreina það. BSRB leggur ríka áherslu á að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að jafnrétti með því að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð fólks á vinnumarkaði. Vinnustaðir hafa ýmsar skyldur sem er nokkuð auðvelt að uppfylla. Ein þeirra er að setja verkferla og hafa úrræði ef mál koma upp. Áhersla hefur verið lögð á slíkar aðgerðir síðustu ár og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa vissulega tekið sig á í þessum efnum. En það er ekki nóg og atvinnurekendur verða að leggja meira á sig. Vinnustaðamenningin er afgerandi þáttur í því hvernig konum líður á vinnustað og hvort þær treysta sér til að leita þeirra úrræða sem eru í boði innan vinnustaðarins. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að áreitni og ofbeldi líðist ekki í vinnuumhverfinu. Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við. Það er hluti af því að búa til öruggt vinnuumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Ef konur skynja að ekki sé tekið hart á málum, til dæmis ef gert er lítið úr upplifun einnar konu í einu máli og henni ekki trúað, smitast það út í vinnustaðamenninguna. BSRB hefur einnig gert þá kröfu að þolendur eigi rétt á að sækja sér á vinnutíma þau úrræði sem þau kjósa til að vinna úr afleiðingum ofbeldis, til dæmis sálfræðiþjónustu. Fræðsla um birtingarmyndir áreitni og ofbeldis og úrræði sem vinnustaðurinn býður upp á er einnig lykilatriði. Við vitum að aðgerðir og skýr skilaboð skila árangri í öryggi á vinnustöðum. Hér má nefna aðgerðir gegn líkamstjóni og dauðaslysum vegna vinnu. Mörg fyrirtæki hafa með góðum árangri rekið svokallað núll-slysastefnu sem hefur haft sjáanleg áhrif á fjölda alvarlegra slysa. Hvers vegna grípa atvinnurekendur ekki til sambærilegra aðgerða til að vernda þolendur áreitni og ofbeldis? Nú er tækifærið og BSRB mun halda áfram að berjast fyrir heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir okkur öll. Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagný Aradóttir Pind Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet. Rannsóknin er hluti af Áfallasögu kvenna sem er tímamótarannsókn. Þar fengu allar konur á Íslandi sem skilja íslensku tækifæri til að taka þátt í rannsókn þar sem þær voru spurðar út í margs konar reynslu sína á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á vinnustað eru sláandi en stærsta rannsóknin sem áður hafði verið gerð á Íslandi sýndi að 4% kvenna hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað. Þolendur yfirgefa vinnustaði eftir brot BSRB tekur þessar niðurstöður alvarlega og telur að nú þurfi bæði stjórnvöld og vinnustaðir að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu. Rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu. Það skýrir þennan mikla mun á fjölda þeirra sem segjast verða fyrir áreitni/ofbeldi á núverandi vinnustað og þeirra sem fyrir því verða einhvern tímann á lífsleiðinni. Ábyrgð vinnustaða - vinnustaðamenning Samkvæmt lögum bera vinnustaðir ábyrgð á vinnuumhverfi. Birtingarmyndir áreitni og ofbeldis geta verið með orðum, hegðun eða táknrænum hætti og samkvæmt jafnréttis- og vinnuverndarlögum skiptir ekki máli hver birtingarmyndin er, öll kynferðisleg áreitni og ofbeldi er bannað. Upplifun fólks getur verið mismunandi en lögin eru skýr: upplifun þess sem fyrir hegðuninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi sé að ræða. Það er ekki annarra en manneskjunnar sem verður fyrir áreitni/ofbeldi að skilgreina það. BSRB leggur ríka áherslu á að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að jafnrétti með því að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð fólks á vinnumarkaði. Vinnustaðir hafa ýmsar skyldur sem er nokkuð auðvelt að uppfylla. Ein þeirra er að setja verkferla og hafa úrræði ef mál koma upp. Áhersla hefur verið lögð á slíkar aðgerðir síðustu ár og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa vissulega tekið sig á í þessum efnum. En það er ekki nóg og atvinnurekendur verða að leggja meira á sig. Vinnustaðamenningin er afgerandi þáttur í því hvernig konum líður á vinnustað og hvort þær treysta sér til að leita þeirra úrræða sem eru í boði innan vinnustaðarins. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að áreitni og ofbeldi líðist ekki í vinnuumhverfinu. Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við. Það er hluti af því að búa til öruggt vinnuumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Ef konur skynja að ekki sé tekið hart á málum, til dæmis ef gert er lítið úr upplifun einnar konu í einu máli og henni ekki trúað, smitast það út í vinnustaðamenninguna. BSRB hefur einnig gert þá kröfu að þolendur eigi rétt á að sækja sér á vinnutíma þau úrræði sem þau kjósa til að vinna úr afleiðingum ofbeldis, til dæmis sálfræðiþjónustu. Fræðsla um birtingarmyndir áreitni og ofbeldis og úrræði sem vinnustaðurinn býður upp á er einnig lykilatriði. Við vitum að aðgerðir og skýr skilaboð skila árangri í öryggi á vinnustöðum. Hér má nefna aðgerðir gegn líkamstjóni og dauðaslysum vegna vinnu. Mörg fyrirtæki hafa með góðum árangri rekið svokallað núll-slysastefnu sem hefur haft sjáanleg áhrif á fjölda alvarlegra slysa. Hvers vegna grípa atvinnurekendur ekki til sambærilegra aðgerða til að vernda þolendur áreitni og ofbeldis? Nú er tækifærið og BSRB mun halda áfram að berjast fyrir heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir okkur öll. Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun