Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Snorri Másson skrifar 3. september 2022 20:30 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að erlendu starfsfólki muni halda áfram að fjölga verulega á Íslandi á næstu áratugum. Vísir/Steingrímur Dúi Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum búsettum hér hefur fjölgað um 160%. Árið 2005 voru innflytjendur sjö prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði á Íslandi. Þeim fjölgaði lítillega fram að hruni, þeim hætti þá að fjölga, en frá 2011 hefur þeim fjölgað nær stöðugt. Nú er talið að innflytjendur séu tæpur fjórðungur vinnuaflsins. „Til að byggja undir lífsgæði hér á næstu áratugum þarf auðvitað fleiri hendur hingað til lands. Þannig að við sjáum fyrir okkur að tugir prósenta hér á vinnumarkaðnum verði af erlendu bergi brotnir. Þeir komi að utan, sem gætu verið jafnvel 40-50 prósent ef við horfum nokkra áratugi fram í tímann,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Náttúruleg fólksfjölgun á Íslandi heldur engan veginn í við vöxt hagkerfisins. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem bætast við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund að utan. „Það er auðvitað sama þróun hér og annars staðar í hinum vestrænum heimi. Þjóðin eldist sem þýðir að það verða færri á vinnumarkaði fyrir hvern sem er kominn af vinnumarkaði og orðinn 70 ára eða eldri. Þess vegna þurfum við auðvitað fleiri hendur og þær koma þá að utan,“ segir Sigurður. Samtök atvinnulífsins/Hagstofa Íslands Jafnvel þótt Íslendingar gerðu átak í barneignum, hrykki það skammt. Þetta verður þróunin. En auk almenns vinnuafls er þörf á þúsundum erlendra sérfræðinga til viðbótar til landsins; en þá þarf að sögn Sigurðar að greiða götu þeirra og endurskoða regluverkið. „Það er bara mjög brýnt að gera það og ég veit að ráðherra iðnaðar hefur mikinn áhuga á því og það er vinna í gangi. Ég vonast til að sjá stórstígar framfarir þar núna á næstu mánuðum,“ segir Sigurður. Innflytjendamál Byggingariðnaður Vinnumarkaður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum búsettum hér hefur fjölgað um 160%. Árið 2005 voru innflytjendur sjö prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði á Íslandi. Þeim fjölgaði lítillega fram að hruni, þeim hætti þá að fjölga, en frá 2011 hefur þeim fjölgað nær stöðugt. Nú er talið að innflytjendur séu tæpur fjórðungur vinnuaflsins. „Til að byggja undir lífsgæði hér á næstu áratugum þarf auðvitað fleiri hendur hingað til lands. Þannig að við sjáum fyrir okkur að tugir prósenta hér á vinnumarkaðnum verði af erlendu bergi brotnir. Þeir komi að utan, sem gætu verið jafnvel 40-50 prósent ef við horfum nokkra áratugi fram í tímann,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Náttúruleg fólksfjölgun á Íslandi heldur engan veginn í við vöxt hagkerfisins. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem bætast við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund að utan. „Það er auðvitað sama þróun hér og annars staðar í hinum vestrænum heimi. Þjóðin eldist sem þýðir að það verða færri á vinnumarkaði fyrir hvern sem er kominn af vinnumarkaði og orðinn 70 ára eða eldri. Þess vegna þurfum við auðvitað fleiri hendur og þær koma þá að utan,“ segir Sigurður. Samtök atvinnulífsins/Hagstofa Íslands Jafnvel þótt Íslendingar gerðu átak í barneignum, hrykki það skammt. Þetta verður þróunin. En auk almenns vinnuafls er þörf á þúsundum erlendra sérfræðinga til viðbótar til landsins; en þá þarf að sögn Sigurðar að greiða götu þeirra og endurskoða regluverkið. „Það er bara mjög brýnt að gera það og ég veit að ráðherra iðnaðar hefur mikinn áhuga á því og það er vinna í gangi. Ég vonast til að sjá stórstígar framfarir þar núna á næstu mánuðum,“ segir Sigurður.
Innflytjendamál Byggingariðnaður Vinnumarkaður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira