Fjöldi tilkynninga um launaþjófnað á Suðurlandi: „Þetta blasir við okkur sem grafalvarleg staða“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. september 2022 14:50 Í sumar hefur 31 félagsmaður Verkalýðsfélags Suðurlands leitað til félagsins vegna gruns um launaþjófnað. Vísir/Arnar Á fjórða tug mála eru á borði Verkalýðsfélags Suðurlands þar sem grunur er um launaþjófnað en fjárhæðirnar sem um ræðir eru allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í milljónir. Eftirlitsfulltrúi félagsins segir grafalvarlega stöðu blasa við og kallar eftir því að stjórnvöld komi með alvöru viðurlög. Að því er kemur fram í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Suðurlands hefur 31 félagsmaður óskað eftir aðstoð vegna gruns um launaþjófnað í sumar. Í grófustu tilfellunum nemi meintur þjófnaður allt að 900 þúsund króna, auk þess sem dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið vinna allt að 400 stundir á mánuði. „Við höfum ekki þurft að fara fyrir dóm með neitt af þessu en ég get sagt að af þessu 31 máli þá eru 19 enn í vinnslu. Það hefur svona gengið þokkalega en hvergi nærri því nógu vel,“ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Um sé að ræða gríðarlegan fjölda þegar litið er til stærðar félagsins en mest megnis séu þetta starfsfólk úr ferðaþjónustu. „Þetta blasir við okkur sem grafalvarleg staða og kannski svolítið sorglegt fyrir ferðaþjónustuna, sem er ítrekað talað um sem er talað um sem gjaldeyrisskapandi gullegg okkar Íslendinga, en þetta er ekkert gullegg fyrir þá sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir Ástþór. Engin viðurlög við launaþjófnaði Mikil umræða hefur skapast um launaþjófnað undanfarið, ekki síst eftir að eigendur Flame og Bambus voru sakaðir um að svíkja þrjá starfsmenn um vaktaálag, yfirvinnu og orlof. Eigendurnir segja ásakanirnar rangar en Fagfélögin hafa krafið eigendurna um 13 milljónir króna í ógreidd laun. Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ greindi þá frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að málum sem tengjast launaþjófnaði fari fjölgandi. Þörf væri þörf á frekari úrræðum og viðurlögum. „Launaþjófnaður er ekkert annað en þjófnaður og eðli málsins samkvæmt þá ætti það náttúrulega bara að vera brot á hegningarlögum eins og hver annar þjófnaður,“ segir Ástþór en mál tengd launaþjófnaði séu hins vegar þess eðlis að það sé erfiðara að fara með þau í þann farveg. Hann segir því nauðsynlegt að stjórnvöld og viðkomandi aðilar komi með alvöru viðurlög. „Það eru þannig lagað engin viðurlög sem að atvinnurekendur fá á sig fyrir að brjóta á réttindum fólks,“ segir hann og bindur sömuleiðis vonir við kjaraviðræður í haust. „Ég vona bara að allir komi til kjarasamninga, að samninganefndir verði hörð á þessu,“ segir hann enn fremur. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. 2. september 2022 17:36 Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Suðurlands hefur 31 félagsmaður óskað eftir aðstoð vegna gruns um launaþjófnað í sumar. Í grófustu tilfellunum nemi meintur þjófnaður allt að 900 þúsund króna, auk þess sem dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið vinna allt að 400 stundir á mánuði. „Við höfum ekki þurft að fara fyrir dóm með neitt af þessu en ég get sagt að af þessu 31 máli þá eru 19 enn í vinnslu. Það hefur svona gengið þokkalega en hvergi nærri því nógu vel,“ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Um sé að ræða gríðarlegan fjölda þegar litið er til stærðar félagsins en mest megnis séu þetta starfsfólk úr ferðaþjónustu. „Þetta blasir við okkur sem grafalvarleg staða og kannski svolítið sorglegt fyrir ferðaþjónustuna, sem er ítrekað talað um sem er talað um sem gjaldeyrisskapandi gullegg okkar Íslendinga, en þetta er ekkert gullegg fyrir þá sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir Ástþór. Engin viðurlög við launaþjófnaði Mikil umræða hefur skapast um launaþjófnað undanfarið, ekki síst eftir að eigendur Flame og Bambus voru sakaðir um að svíkja þrjá starfsmenn um vaktaálag, yfirvinnu og orlof. Eigendurnir segja ásakanirnar rangar en Fagfélögin hafa krafið eigendurna um 13 milljónir króna í ógreidd laun. Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ greindi þá frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að málum sem tengjast launaþjófnaði fari fjölgandi. Þörf væri þörf á frekari úrræðum og viðurlögum. „Launaþjófnaður er ekkert annað en þjófnaður og eðli málsins samkvæmt þá ætti það náttúrulega bara að vera brot á hegningarlögum eins og hver annar þjófnaður,“ segir Ástþór en mál tengd launaþjófnaði séu hins vegar þess eðlis að það sé erfiðara að fara með þau í þann farveg. Hann segir því nauðsynlegt að stjórnvöld og viðkomandi aðilar komi með alvöru viðurlög. „Það eru þannig lagað engin viðurlög sem að atvinnurekendur fá á sig fyrir að brjóta á réttindum fólks,“ segir hann og bindur sömuleiðis vonir við kjaraviðræður í haust. „Ég vona bara að allir komi til kjarasamninga, að samninganefndir verði hörð á þessu,“ segir hann enn fremur.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. 2. september 2022 17:36 Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. 2. september 2022 17:36
Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31