Telja lítils að vænta frá stjórnvöldum vegna komandi kjarasamninga Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 15:25 Ragnar Þór og Halldór Benjamín voru sammála um að þeir ættu sameiginlegan óvin sem er verðbólgan. Þeir ræddu komandi kjarasamninga og voru báðir bjartsýnir á að samningsaðilum tækist að semja. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddu komandi kjaraviðræður í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 nú síðdegis. Ef einhver hafði búist við hörðum átökum milli þeirra tveggja, sem ekki eru þekktir fyrir loðmullu í skoðunum eða framsetningu þeirra, hefur sá orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir væru bjartsýnir á komandi viðræður og að í stórum dráttum þá væru þeir sammála um hvað gera þyrfti. Og þar skiptir máli, líkt og Halldór Benjamín sagði, að til staðar er sameiginlegur óvinur: Verðbólgan. Og hún bítur fast, bæði atvinnurekendur og launþega. Húsnæðismálin eru efst á blaði. Klippa: Pallborðið - Halldór Benjamín og Ragnar Þór Gefa ekki mikið fyrir aðkomu stjórnvalda Ragnar Þór gagnrýndi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans harðlega, sem Halldór Benjamín sagðist styðja, en verkalýðsleiðtoginn benti á að þær væru ekki í nokkru einasta samhengi við það sem þekkist meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórnvöld hafi undirbúið sig vel fyrir komandi kjarasamninga þá með vísan til funda þjóðhagsráðs. Halldór Benjamín sagðist hafa setið hvern einasta fund á þeim vattvangi og hann taldi liggja fyrir að stjórnvöld ættu að skipta sér sem minnst af samningaviðræðum. Pallborðið kjarasamningar Ragnar Þór gaf ekki mikið fyrir þjóðhagsráð, sagðist aðeins hafa setið einn slíkan fund en hann gerði ráð fyrir því að Katrín væri að vísa til þess vettvangs þegar hún segir stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga. Hann sagði að upplýsingagjöf inn í verkalýðsfélögin af þeim vettvangi hafi verið af skornum skammti. „Stóra vandamálið í þessu er að stjórnvöld komu inn í lífskjarasamninginn síðasta með lista af loforðum sem áttu að styðja við okkar samning, sum stór og lykilatriði sem áttu að styðja við samninginn. Stór hluti þess loforðalista hefur ekki verið efndur,“ sagði Ragnar. Svikin loforð ríkisstjórnarinnar Formaður VR var ómyrkur í máli hvað varðaði aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum einfaldlega vegna þess að ekki stæði steinn yfir steini hvað varðaði efndir í tengslum við síðustu samningsgerð. Þau gætu því ekki talist trúverðugur og traustur aðili til að setjast við borðið og tala í lausnum. Báðir voru þeir Halldór Benjamín og Ragnar Þór sammála um að það væri einkum og sérílagi húsnæðiskortur sem væri drifkraftur verðbólgu og þar yrðu opinberir aðilar að koma inn í með auknu lóðaframboði. Þeir voru þó ekki bjartsýnir á að hið opinbera kæmi sem lausnari í þeim efnum: Þeir væru að tala saman sem ábyrgir aðilar, fullorðið fólk og líklega þyrftu þeir sjálfir að bretta upp ermar, taka sér skóflu í hönd og grafa fyrir húsgrunni. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Ef einhver hafði búist við hörðum átökum milli þeirra tveggja, sem ekki eru þekktir fyrir loðmullu í skoðunum eða framsetningu þeirra, hefur sá orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir væru bjartsýnir á komandi viðræður og að í stórum dráttum þá væru þeir sammála um hvað gera þyrfti. Og þar skiptir máli, líkt og Halldór Benjamín sagði, að til staðar er sameiginlegur óvinur: Verðbólgan. Og hún bítur fast, bæði atvinnurekendur og launþega. Húsnæðismálin eru efst á blaði. Klippa: Pallborðið - Halldór Benjamín og Ragnar Þór Gefa ekki mikið fyrir aðkomu stjórnvalda Ragnar Þór gagnrýndi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans harðlega, sem Halldór Benjamín sagðist styðja, en verkalýðsleiðtoginn benti á að þær væru ekki í nokkru einasta samhengi við það sem þekkist meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórnvöld hafi undirbúið sig vel fyrir komandi kjarasamninga þá með vísan til funda þjóðhagsráðs. Halldór Benjamín sagðist hafa setið hvern einasta fund á þeim vattvangi og hann taldi liggja fyrir að stjórnvöld ættu að skipta sér sem minnst af samningaviðræðum. Pallborðið kjarasamningar Ragnar Þór gaf ekki mikið fyrir þjóðhagsráð, sagðist aðeins hafa setið einn slíkan fund en hann gerði ráð fyrir því að Katrín væri að vísa til þess vettvangs þegar hún segir stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga. Hann sagði að upplýsingagjöf inn í verkalýðsfélögin af þeim vettvangi hafi verið af skornum skammti. „Stóra vandamálið í þessu er að stjórnvöld komu inn í lífskjarasamninginn síðasta með lista af loforðum sem áttu að styðja við okkar samning, sum stór og lykilatriði sem áttu að styðja við samninginn. Stór hluti þess loforðalista hefur ekki verið efndur,“ sagði Ragnar. Svikin loforð ríkisstjórnarinnar Formaður VR var ómyrkur í máli hvað varðaði aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum einfaldlega vegna þess að ekki stæði steinn yfir steini hvað varðaði efndir í tengslum við síðustu samningsgerð. Þau gætu því ekki talist trúverðugur og traustur aðili til að setjast við borðið og tala í lausnum. Báðir voru þeir Halldór Benjamín og Ragnar Þór sammála um að það væri einkum og sérílagi húsnæðiskortur sem væri drifkraftur verðbólgu og þar yrðu opinberir aðilar að koma inn í með auknu lóðaframboði. Þeir voru þó ekki bjartsýnir á að hið opinbera kæmi sem lausnari í þeim efnum: Þeir væru að tala saman sem ábyrgir aðilar, fullorðið fólk og líklega þyrftu þeir sjálfir að bretta upp ermar, taka sér skóflu í hönd og grafa fyrir húsgrunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira