Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2022 10:13 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. Kristján Þórður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en hann tók við forsetaembættinu í síðasta mánuði eftir að Drífa Snædal tilkynnti um afsögn sína þann 10. ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður segir hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa fengið forsetaembættið óvænt í fangið, en að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í forsetann að svo stöddu heldur einbeita sér að verkefnum RSÍ. „Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna,“ segir Kristján Þórður. Lesa má færslu Kristjáns Þórðar í heild sinni að neðan: Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við. Enn hefur enginn tilkynnt um framboð til forseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið orðaður við embættið og hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagt að hann vilji sjá Ragnar Þór í embættinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram í embættið. ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Kristján Þórður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en hann tók við forsetaembættinu í síðasta mánuði eftir að Drífa Snædal tilkynnti um afsögn sína þann 10. ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður segir hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa fengið forsetaembættið óvænt í fangið, en að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í forsetann að svo stöddu heldur einbeita sér að verkefnum RSÍ. „Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna,“ segir Kristján Þórður. Lesa má færslu Kristjáns Þórðar í heild sinni að neðan: Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við. Enn hefur enginn tilkynnt um framboð til forseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið orðaður við embættið og hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagt að hann vilji sjá Ragnar Þór í embættinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram í embættið.
Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira