Vill sameina ASÍ að baki sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2022 15:24 Ragnar segist ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins næsta fimmtudag. vísir/samsett/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess. Framtíð Alþýðusambandsins er óljós um þessar mundir eftir gríðarlega stormasamt tímabil sem endaði með afsögn forsetans Drífu Snædal. Stærsta aðildarfélag sambandsins er VR - sem íhugar nú hvort ASÍ sé barn síns tíma, eins og formaðurinn hefur oft velt upp. „Það sem að við höfum verið að ræða í sjálfu sér innan stjórnar VR er bara fyrst og fremst hver aðkoma okkar að Alþýðusambandinu á að vera,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Skorað hefur verið á Ragnar að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Því stendur VR frammi fyrir tveimur meginvalkostum - draga sig út úr sambandinu eða sækjast forystu innan þess. Stjórnin kemur saman til fundar á morgun en Ragnar segist einnig eiga í virku samtali við forystumenn og félaga annarra aðildarfélaga um framtíðina. „Um það hvort að við eigum að rífa þetta eitthvað upp og gera þetta að því afli sem að því var upprunalega ætlað að vera. Hverju það skilar kemur í ljós mjög fljótlega,“ segir Ragnar Þór. Hann segir þetta lykilspurningu. Ef félögin séu tilbúin að fara í alvöru umbótastarf innan ASÍ og gera það að sterku sameinuðu afli geti hann hugsað sér að gefa kost á sér í embættið. „Ef að það er ekki til staðar, hugarfarið í að gera þetta, þá hef ég ekki mikinn áhuga á að eyða miklum tíma í Alþýðusambandið,“ segir Ragnar Þór. „En ef það er vilji til þess, raunverulegur vilji til að rífa þetta upp og gera eitthvað úr þessu, þá get ég alveg hugsað mér að leiða það verkefni en það kemur í ljós mjög fljótlega.“ Hann hefur raunar sett sér tímamörk. Á fimmtudaginn verður hann búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort hann ætli fram til forseta eða hvort VR fari aðrar leiðir að sínum markmiðum. Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Framtíð Alþýðusambandsins er óljós um þessar mundir eftir gríðarlega stormasamt tímabil sem endaði með afsögn forsetans Drífu Snædal. Stærsta aðildarfélag sambandsins er VR - sem íhugar nú hvort ASÍ sé barn síns tíma, eins og formaðurinn hefur oft velt upp. „Það sem að við höfum verið að ræða í sjálfu sér innan stjórnar VR er bara fyrst og fremst hver aðkoma okkar að Alþýðusambandinu á að vera,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Skorað hefur verið á Ragnar að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Því stendur VR frammi fyrir tveimur meginvalkostum - draga sig út úr sambandinu eða sækjast forystu innan þess. Stjórnin kemur saman til fundar á morgun en Ragnar segist einnig eiga í virku samtali við forystumenn og félaga annarra aðildarfélaga um framtíðina. „Um það hvort að við eigum að rífa þetta eitthvað upp og gera þetta að því afli sem að því var upprunalega ætlað að vera. Hverju það skilar kemur í ljós mjög fljótlega,“ segir Ragnar Þór. Hann segir þetta lykilspurningu. Ef félögin séu tilbúin að fara í alvöru umbótastarf innan ASÍ og gera það að sterku sameinuðu afli geti hann hugsað sér að gefa kost á sér í embættið. „Ef að það er ekki til staðar, hugarfarið í að gera þetta, þá hef ég ekki mikinn áhuga á að eyða miklum tíma í Alþýðusambandið,“ segir Ragnar Þór. „En ef það er vilji til þess, raunverulegur vilji til að rífa þetta upp og gera eitthvað úr þessu, þá get ég alveg hugsað mér að leiða það verkefni en það kemur í ljós mjög fljótlega.“ Hann hefur raunar sett sér tímamörk. Á fimmtudaginn verður hann búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort hann ætli fram til forseta eða hvort VR fari aðrar leiðir að sínum markmiðum.
Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent