Borgarbyggð

Fréttamynd

Dæmdur í fangelsi en finnst ekki

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og rán, með því að kýla mann á sextugsaldri í andlitið og ræna af honum síma og bíllyklum í félagi við annan mann. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands segir að óvíst sé um dvalarstað mannsins og ekki hafi tekist að birta honum fyrirkall.

Innlent
Fréttamynd

Fimm tíma raf­magns­leysi í Borgar­firði

Stór hluti Borgarfjarðar hefur verið rafmagnslaus frá því klukkan fimm síðdegis. Rafmagnsleysið nær yfir Mýrar, Húsafell, Lundarreykjadal og Reykholtsdal. Fjöldi starfsmanna vinnur við að koma rafmagni á að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Ný stefna, nýtt nafn og nýtt merki: „Við erum afl­vaki sjálf­bærrar fram­tíðar“

Síðustu vikur og mánuði hefur farið fram mikil vinna við nýja stefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Meðfram nýrri stefnu hefur ásýnd fyrirtækisins verið endurmörkuð. Héðan af verður það kallað Orkuveitan í daglegu tali, nýtt merki hefur verið hannað og einkennislitnum breytt úr bláum í grænan. Þá hefur setningin „Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar“ verið gerð að eins konar einkunnarorðum Orkuveitunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heil­mikið byggt í Borgar­nesi

Heilmikil uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi enda mikið byggt af nýju húsnæði á staðnum. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag með sína 4.300 íbúa en íbúafjölgunin hefur verið um sex prósent á ári síðustu árin, sem þykir mjög gott, enda sveitarstjórinn ánægður með stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgar­nesi

Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærðir fyrir að kýla mann og ræna hann

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og rán, með því að kýla mann á sextugsaldri í andlitið og ræna af honum síma og bíllyklum í félagi við annan mann.

Innlent
Fréttamynd

Enn tveimur skrefum frá sam­einingu skólanna

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri segir að enn eigi eftir að klára samtalið um samruna áður en verði af honum. Tilkynnt var í dag Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður.

Innlent
Fréttamynd

Næst­stærsti há­skóli landsins í pípunum

Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi.

Innlent
Fréttamynd

„Hver ber á­byrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauða­gildra?“

Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku  hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega.  

Innlent
Fréttamynd

Varð valdur að banaslysi vegna þreytu

Karlmaður hefur verið dæmdur til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa valdið banaslysi við Hítará í sumar af stórfelldu gáleysi. Slysið var talið mega rekja til þess að maðurinn hafi verið ófær um að stjórna bifreið vegna þreytu.

Innlent
Fréttamynd

Kötturinn Prins var týndur í tólf ár

Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi.

Innlent
Fréttamynd

„ADHD er ofurkraftur“

Thelma Dögg Harðardóttir samfélagsmiðlastýra og sveitastjórnarfulltrúi VG í Borgarbyggð var greind með ADHD fyrir níu árum. Eftir stutta reynslu af Concerta einsetti hún sér að lifa með greiningunni lyfjalaus og lagðist í mikla og djúpa sjálfsvinnu. Í dag talar hún um ekki um ADHD-ið ekki sem röskun. Hún kallar það ofurkraft.

Lífið
Fréttamynd

Viður­kenndi að hafa átt hnefa­högg skilið

Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vesturlands. Honum var þó ekki gerð refsing, en sjálfur hafði hann haldið því fram að hann hafi framið árásina til að verja vinkonu sína. Þá viðurkenndi brotaþolinn að hann hafi átt árásina skilið.

Innlent