Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2025 12:11 Eldstöðvakerfi Ljósufjalla Veðurstofan Veðurstofan hefur hækkað vöktunarstig á Ljósufjöllum. GPS og gervitunglagögn sýna enga mælanlega aflögun og eru engar sérstakar vísbendingar um að kvikuhreyfingar séu nærri yfirborði. Skjálfar hafa mælst á svæðinu en þeir eru á „óvenjulegri dýpt“ samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar um málið. „Til viðbótar við óvenjulega dýpt jarðskjálftanna og b-gildi þeirra gefa tímalengd virkninnar, nýlegar óróahviður og samanburður við sögulega virkni í öðrum eldstöðvarkerfum til kynna að líklegasta skýringin á þessari skjálftavirkni sé kvikuinnskot á dýpi frekar en jarðskorpuhreyfingar. Núverandi vöktunargögn sýna þó engar vísbendingar um að kvika sé á leið upp til yfirborðs,“ segir í tilkynningunni Veðurstofunnar um málið. Þá segir að á meðan skjálftavirknin haldi áfram á svipuðu dýpi megi búast við fleiri skjálftum af stærð um 3 en ólíklegt sé að skjálftar stærri en 4 geti myndast á þessu dýpi. Fjallað er um málið nokkuð ítarlega í nýrri tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að jarðskjálftamælir hafi verið settur upp í Hítardal í september og í byrjun nóvember hafi GPS-stöð verið bætt við á sama stað. Í tilkynningunni segir að nýi jarðskjálftamælirinn hafi aukið getu vöktunarkerfisins til þess að nema smáskjálfta samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að áður en mælirinn var settur upp hafi fáir skjálftar undir M1.0 að stærð mælst vegna þess að næsta jarðskjálftastöð var í um 30 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftanna. „Sé eingöngu horft til jarðskjálfta yfir 1,0 að stærð, til þess að útiloka áhrif af fjölgun mæla, er samt sem áður ljóst að jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðan í ágúst 2024,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar og að með mælinum fáist líka betra mat á dýpt þeirra. Samkævmt tilkynningunni mælast flestir jarðskjálftar á svæðinu í kringum 15 til 20 km dýpi. Frá því að GPS-stöðin var sett upp í Hítardal hefur þó ekki mælst aflögun á yfirborði þar. Greiningar á gervitunglagögnum frá tímabilinu 2019 til sumarsins 2024 hafa heldur ekki sýnt mælanlega aflögun á yfirborði. Enn hafa sérfræðingar ekki staðfesta hvað veldur jarðskjálftavirkninni en í tilkynningu segir að tvennt geti komið til greina, það er innflekavirkni eða kvikusöfnun á miklu dýpi. „Sumt gæti þó bent til að um kvikuinnskot á miklu dýpi sé að ræða, eins og stuttar jarðskjálftahviður sem hafa mælst undanfarið og dýpi virkninnar. Þörf er á frekari greiningu til að meta með vissu hvaða ferli er í gangi við Grjótarvatn og frekari rannsóknir verða gerðar. Núverandi vöktunargögn sýna þó engar vísbendingar um að kvika sé á ferðinni grunnt í jarðskorpunni. Veðurstofa Íslands mun skipuleggja aukna vöktun á svæðinu með jarðskjálfta- og GPS-stöðvum til að skilja og vakta betur þróun virkni á svæðinu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ef kvika færist nær yfirborði sé líklegast að auknir fyrirboðar myndu mælast eins og hröð aukning í jarðskjálftavirkni sem myndi færast grynnra og/eða aflögun á yfirborði. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir jafnframt að fyrir viku síðan, 2. Janúar, hafi mælst samfelld óróahviða á milli klukkan 17 og 18 við Grjótárvatn. Óróahviðan sem varði í um 40 mínútur er mynduð af samfelldum smáskjálftum, sem flestir eru of smáir til að hægt sé að staðsetja þá, en einungis tveir skjálftar innan hviðunnar eru staðsettir. Þeir eru á rúmlega 15 km dýpi og af stærð M1,5 og 1,8. Alls voru um 20 jarðskjálftar þennan dag, allir á 15-20 km dýpi og af stærð M0,1-2,0. Þá segir að venjulega mælist skjálftar hér á landi á svo miklu dýpi, en þó séu nokkur dæmi um slíkt í eldstöðvum eins og Eyjafjallajökli árið 1996 og við Upptyppinga árið 2007 í tengslum við kvikuinnskot og einnig nokkuð reglulega austan við Bárðarbungu. Í tilkynningunni segir að í þessum eldstöðvarkerfum sé talið að ferlin sem valdi djúpum jarðskjálftum og smáskjálftavirkni sé aukinn þrýstingur í jarðskorpunni vegna kvikuinnskots sem veldur því að hún brotnar. Þá segir einnig að greiningar á gervitunglagögnum frá tímabilinu 2019 til sumarsins 2024 sýni ekki mælanlega aflögun á yfirborði. InSAR-mælingar nýtist þó illa á þessum árstíma vegna þess að svæðið er snjóþungt sem hamli því að InSAR geti nýst. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira
„Til viðbótar við óvenjulega dýpt jarðskjálftanna og b-gildi þeirra gefa tímalengd virkninnar, nýlegar óróahviður og samanburður við sögulega virkni í öðrum eldstöðvarkerfum til kynna að líklegasta skýringin á þessari skjálftavirkni sé kvikuinnskot á dýpi frekar en jarðskorpuhreyfingar. Núverandi vöktunargögn sýna þó engar vísbendingar um að kvika sé á leið upp til yfirborðs,“ segir í tilkynningunni Veðurstofunnar um málið. Þá segir að á meðan skjálftavirknin haldi áfram á svipuðu dýpi megi búast við fleiri skjálftum af stærð um 3 en ólíklegt sé að skjálftar stærri en 4 geti myndast á þessu dýpi. Fjallað er um málið nokkuð ítarlega í nýrri tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að jarðskjálftamælir hafi verið settur upp í Hítardal í september og í byrjun nóvember hafi GPS-stöð verið bætt við á sama stað. Í tilkynningunni segir að nýi jarðskjálftamælirinn hafi aukið getu vöktunarkerfisins til þess að nema smáskjálfta samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að áður en mælirinn var settur upp hafi fáir skjálftar undir M1.0 að stærð mælst vegna þess að næsta jarðskjálftastöð var í um 30 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftanna. „Sé eingöngu horft til jarðskjálfta yfir 1,0 að stærð, til þess að útiloka áhrif af fjölgun mæla, er samt sem áður ljóst að jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðan í ágúst 2024,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar og að með mælinum fáist líka betra mat á dýpt þeirra. Samkævmt tilkynningunni mælast flestir jarðskjálftar á svæðinu í kringum 15 til 20 km dýpi. Frá því að GPS-stöðin var sett upp í Hítardal hefur þó ekki mælst aflögun á yfirborði þar. Greiningar á gervitunglagögnum frá tímabilinu 2019 til sumarsins 2024 hafa heldur ekki sýnt mælanlega aflögun á yfirborði. Enn hafa sérfræðingar ekki staðfesta hvað veldur jarðskjálftavirkninni en í tilkynningu segir að tvennt geti komið til greina, það er innflekavirkni eða kvikusöfnun á miklu dýpi. „Sumt gæti þó bent til að um kvikuinnskot á miklu dýpi sé að ræða, eins og stuttar jarðskjálftahviður sem hafa mælst undanfarið og dýpi virkninnar. Þörf er á frekari greiningu til að meta með vissu hvaða ferli er í gangi við Grjótarvatn og frekari rannsóknir verða gerðar. Núverandi vöktunargögn sýna þó engar vísbendingar um að kvika sé á ferðinni grunnt í jarðskorpunni. Veðurstofa Íslands mun skipuleggja aukna vöktun á svæðinu með jarðskjálfta- og GPS-stöðvum til að skilja og vakta betur þróun virkni á svæðinu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ef kvika færist nær yfirborði sé líklegast að auknir fyrirboðar myndu mælast eins og hröð aukning í jarðskjálftavirkni sem myndi færast grynnra og/eða aflögun á yfirborði. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir jafnframt að fyrir viku síðan, 2. Janúar, hafi mælst samfelld óróahviða á milli klukkan 17 og 18 við Grjótárvatn. Óróahviðan sem varði í um 40 mínútur er mynduð af samfelldum smáskjálftum, sem flestir eru of smáir til að hægt sé að staðsetja þá, en einungis tveir skjálftar innan hviðunnar eru staðsettir. Þeir eru á rúmlega 15 km dýpi og af stærð M1,5 og 1,8. Alls voru um 20 jarðskjálftar þennan dag, allir á 15-20 km dýpi og af stærð M0,1-2,0. Þá segir að venjulega mælist skjálftar hér á landi á svo miklu dýpi, en þó séu nokkur dæmi um slíkt í eldstöðvum eins og Eyjafjallajökli árið 1996 og við Upptyppinga árið 2007 í tengslum við kvikuinnskot og einnig nokkuð reglulega austan við Bárðarbungu. Í tilkynningunni segir að í þessum eldstöðvarkerfum sé talið að ferlin sem valdi djúpum jarðskjálftum og smáskjálftavirkni sé aukinn þrýstingur í jarðskorpunni vegna kvikuinnskots sem veldur því að hún brotnar. Þá segir einnig að greiningar á gervitunglagögnum frá tímabilinu 2019 til sumarsins 2024 sýni ekki mælanlega aflögun á yfirborði. InSAR-mælingar nýtist þó illa á þessum árstíma vegna þess að svæðið er snjóþungt sem hamli því að InSAR geti nýst.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira