Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 13:24 Hans Guttormur Þormar. HA Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Í tilkynningu segir að Hans sé með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hafi unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafi rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. „Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hans að hann sjái mikla möguleika felast í því að sameinaður háskóli gæti aukið gæði og fjölbreytni námsframboðs, eflingu rannsóknaumhverfis, grunnrannsókna og nýsköpunar auk þeirra samfélagslegu áhrifa sem myndu berast út í nærsamfélög háskólanna. „Meiri samvinna um rannsóknir, styrkumsóknir, kennslu og stjórnun held ég að sé alltaf af hinu góða. Við verðum að byggja á því sem við erum góð í og byggja það upp saman.“ Hann er þó meðvitaður um að slíkri vinnu fylgja áskoranir og meðal annars í að finna þá sameiginlegu fleti þar sem eru tækifæri til samlegðaráhrifa. „Það þarf að finna þá fleti þar sem starfsfólk, nemendur og háskólarnir fá tækifæri til að blómstra enn frekar og stækka háskólana á sviðum kennslu, rannsókna, nýsköpunar og stjórnunar. Hér á ekki að nota tækifærið til að skera niður, heldur stækka og verða sterkari saman.“ Þá segir að Hans Guttormur hafi reynslu úr akademíska umhverfinu en að sama skapi hafi hann mikið verið í verkefnum beintengdum atvinnulífi og nýsköpun. „Hann er frumkvöðull sem hefur byggt upp verkefni frá grunni, er handhafi fjölda styrkja úr innlendum og erlendum sjóðum ásamt því að sitja í dag í fagráði Tækniþróunarsjóðs og sem leiðbeinandi frumkvöðla og sprotafyrirtækja í gegnum KLAK. Þá hefur hann sinnt bæði kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Næstu skref í sameiningarviðræðunum er að ræða við hagaðila innan háskólanna og teikna upp vinnuáætlun fyrir skipulegar samræður starfsfólks, nemenda við Háskólann á Bifröst og stúdenta við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Háskólar Skóla- og menntamál Vistaskipti Akureyri Borgarbyggð Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Í tilkynningu segir að Hans sé með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hafi unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafi rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. „Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hans að hann sjái mikla möguleika felast í því að sameinaður háskóli gæti aukið gæði og fjölbreytni námsframboðs, eflingu rannsóknaumhverfis, grunnrannsókna og nýsköpunar auk þeirra samfélagslegu áhrifa sem myndu berast út í nærsamfélög háskólanna. „Meiri samvinna um rannsóknir, styrkumsóknir, kennslu og stjórnun held ég að sé alltaf af hinu góða. Við verðum að byggja á því sem við erum góð í og byggja það upp saman.“ Hann er þó meðvitaður um að slíkri vinnu fylgja áskoranir og meðal annars í að finna þá sameiginlegu fleti þar sem eru tækifæri til samlegðaráhrifa. „Það þarf að finna þá fleti þar sem starfsfólk, nemendur og háskólarnir fá tækifæri til að blómstra enn frekar og stækka háskólana á sviðum kennslu, rannsókna, nýsköpunar og stjórnunar. Hér á ekki að nota tækifærið til að skera niður, heldur stækka og verða sterkari saman.“ Þá segir að Hans Guttormur hafi reynslu úr akademíska umhverfinu en að sama skapi hafi hann mikið verið í verkefnum beintengdum atvinnulífi og nýsköpun. „Hann er frumkvöðull sem hefur byggt upp verkefni frá grunni, er handhafi fjölda styrkja úr innlendum og erlendum sjóðum ásamt því að sitja í dag í fagráði Tækniþróunarsjóðs og sem leiðbeinandi frumkvöðla og sprotafyrirtækja í gegnum KLAK. Þá hefur hann sinnt bæði kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Næstu skref í sameiningarviðræðunum er að ræða við hagaðila innan háskólanna og teikna upp vinnuáætlun fyrir skipulegar samræður starfsfólks, nemenda við Háskólann á Bifröst og stúdenta við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.
Háskólar Skóla- og menntamál Vistaskipti Akureyri Borgarbyggð Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira