Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 13:24 Hans Guttormur Þormar. HA Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Í tilkynningu segir að Hans sé með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hafi unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafi rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. „Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hans að hann sjái mikla möguleika felast í því að sameinaður háskóli gæti aukið gæði og fjölbreytni námsframboðs, eflingu rannsóknaumhverfis, grunnrannsókna og nýsköpunar auk þeirra samfélagslegu áhrifa sem myndu berast út í nærsamfélög háskólanna. „Meiri samvinna um rannsóknir, styrkumsóknir, kennslu og stjórnun held ég að sé alltaf af hinu góða. Við verðum að byggja á því sem við erum góð í og byggja það upp saman.“ Hann er þó meðvitaður um að slíkri vinnu fylgja áskoranir og meðal annars í að finna þá sameiginlegu fleti þar sem eru tækifæri til samlegðaráhrifa. „Það þarf að finna þá fleti þar sem starfsfólk, nemendur og háskólarnir fá tækifæri til að blómstra enn frekar og stækka háskólana á sviðum kennslu, rannsókna, nýsköpunar og stjórnunar. Hér á ekki að nota tækifærið til að skera niður, heldur stækka og verða sterkari saman.“ Þá segir að Hans Guttormur hafi reynslu úr akademíska umhverfinu en að sama skapi hafi hann mikið verið í verkefnum beintengdum atvinnulífi og nýsköpun. „Hann er frumkvöðull sem hefur byggt upp verkefni frá grunni, er handhafi fjölda styrkja úr innlendum og erlendum sjóðum ásamt því að sitja í dag í fagráði Tækniþróunarsjóðs og sem leiðbeinandi frumkvöðla og sprotafyrirtækja í gegnum KLAK. Þá hefur hann sinnt bæði kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Næstu skref í sameiningarviðræðunum er að ræða við hagaðila innan háskólanna og teikna upp vinnuáætlun fyrir skipulegar samræður starfsfólks, nemenda við Háskólann á Bifröst og stúdenta við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Háskólar Skóla- og menntamál Vistaskipti Akureyri Borgarbyggð Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Í tilkynningu segir að Hans sé með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hafi unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafi rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. „Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hans að hann sjái mikla möguleika felast í því að sameinaður háskóli gæti aukið gæði og fjölbreytni námsframboðs, eflingu rannsóknaumhverfis, grunnrannsókna og nýsköpunar auk þeirra samfélagslegu áhrifa sem myndu berast út í nærsamfélög háskólanna. „Meiri samvinna um rannsóknir, styrkumsóknir, kennslu og stjórnun held ég að sé alltaf af hinu góða. Við verðum að byggja á því sem við erum góð í og byggja það upp saman.“ Hann er þó meðvitaður um að slíkri vinnu fylgja áskoranir og meðal annars í að finna þá sameiginlegu fleti þar sem eru tækifæri til samlegðaráhrifa. „Það þarf að finna þá fleti þar sem starfsfólk, nemendur og háskólarnir fá tækifæri til að blómstra enn frekar og stækka háskólana á sviðum kennslu, rannsókna, nýsköpunar og stjórnunar. Hér á ekki að nota tækifærið til að skera niður, heldur stækka og verða sterkari saman.“ Þá segir að Hans Guttormur hafi reynslu úr akademíska umhverfinu en að sama skapi hafi hann mikið verið í verkefnum beintengdum atvinnulífi og nýsköpun. „Hann er frumkvöðull sem hefur byggt upp verkefni frá grunni, er handhafi fjölda styrkja úr innlendum og erlendum sjóðum ásamt því að sitja í dag í fagráði Tækniþróunarsjóðs og sem leiðbeinandi frumkvöðla og sprotafyrirtækja í gegnum KLAK. Þá hefur hann sinnt bæði kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Næstu skref í sameiningarviðræðunum er að ræða við hagaðila innan háskólanna og teikna upp vinnuáætlun fyrir skipulegar samræður starfsfólks, nemenda við Háskólann á Bifröst og stúdenta við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.
Háskólar Skóla- og menntamál Vistaskipti Akureyri Borgarbyggð Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira