Innlent

Skjálftar við Grjótár­vatn og Bárðar­bungu

Atli Ísleifsson skrifar
Síðasta eldgos í Ljósufjallakerfinu er talið hafa verið í Rauðhálsum í Hnappadal í kringum árið 950.
Síðasta eldgos í Ljósufjallakerfinu er talið hafa verið í Rauðhálsum í Hnappadal í kringum árið 950. Vísir/Arnar Halldórsson

Skjálfti 2,9 að stærð varð við Grjótárvatn, norður af Borgarnesi, klukkan 5:13 í nótt. Þá varð skjálfti 4,1 að stærð við Bárðarbungu upp úr hálf fjögur í nótt.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Skjálftinn við Grjótárvatn varð á um sautján kílómetra dýpi.

Töluvert hefur verið um skjálfta á svæðinu við Grjótárvatn síðustu vikurnar, en þann 18. desember síðastliðinn varð skjálfti 3,2 að stærð og var það um að ræða stærsta skjálftann í Ljósufjallakerfinu frá upphafi mælinga.

Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 19. desember þar sem Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi um eldstöðvakerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×