Reykjavík

Fréttamynd

„Það er í lagi að vera for­vitinn, en komiði samt kurteisis­lega fram“

David Telusnord, íbúi í Kópavogi, biðlar til fólks að koma fram af virðingu eftir að hafa lent í leiðinlegu atviki í sturtuklefanum í Breiðholtslaug í dag sem lyktaði af kynþáttafordómum. Eiginkona hans og barnsmóðir segir atvikið ekki eitthvað sem hún vilji bjóða börnum þeirra, sem einnig eru dökk á hörund, upp á.

Innlent
Fréttamynd

Urmull af ís­lenskum myndum á hvíta tjaldinu um helgina

Kvikmyndahátíðin RIFF stendur nú yfir og mun gera næstkomandi viku. Nú um helgina verða íslenskar kvikmyndir í hávegum hafðar og þónokkrar íslenskar myndir sem ekki hafa verið sýndar áður á Íslandi verða á hvíta tjaldinu um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Í­huga að birta mynd­efni af á­rásar­mönnunum

Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs.

Innlent
Fréttamynd

Laugin tóm í tvær vikur

Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera.

Innlent
Fréttamynd

Drifu sig í vel heppnað leg­göngu­boð

Konur fjölmenntu á sérstakt leggönguboð í Ásmundarsal í gær. Tilefnið var undirbúningur og styrktarkvöld fyrir góðgerðargönguna Leggangan sem útivistarhópurinn Snjódrífurnar standa fyrir til stuðnings konum sem þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar.

Lífið
Fréttamynd

Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu

Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins.

Innlent
Fréttamynd

Sektunum fjölgar á sunnu­daginn

Tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum P1 og P2 hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur gjaldskyldutími verið lengdur á bæði virkum dögum og sunnudögum. 

Innlent
Fréttamynd

Þrír í haldi vegna tveggja stungu­á­rása

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við tvær stunguárásir sem gerðar voru í Reykjavík síðdegis í gær. Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Vildi spila við­tal við brota­þola

Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana.

Innlent
Fréttamynd

Sýndi skjá­skot af milli­færslum sem höfðu aldrei farið í gegn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri and­vígir Borgar­línu

Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni.

Innlent
Fréttamynd

Sér­sveit að störfum í Grafar­vogi

Sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra var að störfum við Móa­veg í Grafar­vogs­hverfi í Reykja­vík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upp­lýsingar um að­gerðirnar frá lög­reglu en tölu­verður við­búnaður var á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Frændi sótti rangt barn á leik­skólann í gær

Reglur á leikskólanum Mánagarði hafa verið skerptar í kjölfar atviks þar sem frændi sótti rangt barn í skólann í gær. Í tölvupósti sem leikskólastjóri sendi foreldrum í morgun kemur fram að barninu hafi fljótlega verið „skilað til baka og rétt barn tekið.“ 

Innlent