107 ára gömul og dansar eins og unglamb Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2024 20:06 Þórhildur var kát og hress í dag eins og alltaf en hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, eða 107 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa. Það þykir ekki tiltökumál ef fólk nær því að vera 100 ára í dag en um 900 Íslendingar hafa náð þeim aldri en aðeins fimmtán hafa náð því að verða 107 ára og er Þórhildur sextándi Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hún er alltaf kát og hress en hún býr á Sléttuveginum í Reykjavík í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu. Þórhildur er fædd 22. desember 1917 í Biskupstungum í Miðhúsum en fjölskyldan flutti fljótlega þaðan að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1923 þar sem Þórhildur hefur búið síðan. Eiginmaður Þórhildar var Gústaf Adólf Lárusson húsasmíðameistara frá Efri – Vaðli á Barðaströnd en hann dó 2013. Þórhildur og Gústaf eignuðust sex dætur en fimm þeirra eru á lífi á aldrinum 74 til 82 ára. En hvernig er að verða orðin 107 ára? "Það er bara gott þegar heilsan er í lagi og þá er allt fínt, bara ljómandi gott,” segir Þórhildur. Hverju þakkar þú fyrir hvað þú ert hraust og hress? „Að fara þokkalega með sig og hafa nóg að gera,” segir hún brosandi. Þórhildur hefur alltaf haft gaman af því að dansa og hún var fljót að bjóða fréttamanni upp í dans í dag. Henni hlakkar til jólanna en þar sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan komi saman. Jólagjafirnar skipti engu máli þegar maður er orðinn 107 ára. „Já, leggja meira upp úr því að koma saman og eiga góða samveru.” En hvað stefnir Þórhildur á að verða gömul? „110 ára, þannig að ég er að seilast í áttina,“ segir hún hlæjandi. Þórhildur ætlar að njóta jólanna með fjölskyldunni því hún segir að samveran sé það mikilvægast um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessum skilaboðum vildi Þórhildur koma á framfæri til landsmanna á 107 ára afmælisdeginum. „Vera trúar sjálfum sér og vita hvað er rétt og hvað er rangt, það er bara svoleiðis.” Og hvað haldið þið, jólasveinn mætti óvænt í afmælið og söng að sjálfsögðu afmælissönginn með Þórhildi og gestum hennar. Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tímamót Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Það þykir ekki tiltökumál ef fólk nær því að vera 100 ára í dag en um 900 Íslendingar hafa náð þeim aldri en aðeins fimmtán hafa náð því að verða 107 ára og er Þórhildur sextándi Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hún er alltaf kát og hress en hún býr á Sléttuveginum í Reykjavík í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu. Þórhildur er fædd 22. desember 1917 í Biskupstungum í Miðhúsum en fjölskyldan flutti fljótlega þaðan að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1923 þar sem Þórhildur hefur búið síðan. Eiginmaður Þórhildar var Gústaf Adólf Lárusson húsasmíðameistara frá Efri – Vaðli á Barðaströnd en hann dó 2013. Þórhildur og Gústaf eignuðust sex dætur en fimm þeirra eru á lífi á aldrinum 74 til 82 ára. En hvernig er að verða orðin 107 ára? "Það er bara gott þegar heilsan er í lagi og þá er allt fínt, bara ljómandi gott,” segir Þórhildur. Hverju þakkar þú fyrir hvað þú ert hraust og hress? „Að fara þokkalega með sig og hafa nóg að gera,” segir hún brosandi. Þórhildur hefur alltaf haft gaman af því að dansa og hún var fljót að bjóða fréttamanni upp í dans í dag. Henni hlakkar til jólanna en þar sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan komi saman. Jólagjafirnar skipti engu máli þegar maður er orðinn 107 ára. „Já, leggja meira upp úr því að koma saman og eiga góða samveru.” En hvað stefnir Þórhildur á að verða gömul? „110 ára, þannig að ég er að seilast í áttina,“ segir hún hlæjandi. Þórhildur ætlar að njóta jólanna með fjölskyldunni því hún segir að samveran sé það mikilvægast um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessum skilaboðum vildi Þórhildur koma á framfæri til landsmanna á 107 ára afmælisdeginum. „Vera trúar sjálfum sér og vita hvað er rétt og hvað er rangt, það er bara svoleiðis.” Og hvað haldið þið, jólasveinn mætti óvænt í afmælið og söng að sjálfsögðu afmælissönginn með Þórhildi og gestum hennar.
Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tímamót Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira