Tímamót

Fréttamynd

„Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“

Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Hróbjartur Örn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ragn­heiður Guð­finna og Hjörtur að hittast

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrum ungfrú Ísland, og Hjörtur Bergstað, formaður hestamannafélagsins Fáks og stjórnarformaður Málningar, hafa verið að hittast undanfarna mánuði. 

Lífið
Fréttamynd

„Get ekki hætt að hlusta og gráta“

Þrátt fyrir fjarlægðina lét tónlistarkonan Elín Ey ekki standa í vegi fyrir því að gleðja unnustu sína, listakonuna Írisi Tönju Flygenring, sem fagnaði 36 ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins deildi Elín hjartnæmu myndskeiði á Instagram þar sem hún flytur lagið Tiny Dancer eftir Elton John.

Lífið
Fréttamynd

Ein besta knattspyrnukona landsins frá­tekin

Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur fundið ástina í örmum Ísaks Arnar Valdimarssonar. Þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingi­björgu

Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins eru nýtt par. Þau hafa sést saman undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra.

Lífið
Fréttamynd

„Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“

Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner fagnaði sjötíu ára afmæli sínu í gær. Í tilefni dagsins birtu þrjár elstu dætur hennar, Kourtney, Kim og Khloé, einlægar færslur á samfélagsmiðlum þar sem þær heiðruðu móður sína. Allar virðast þær líta mikið upp til móður sinnar, sem þær lýsa sem mikilli fyrirmynd.

Lífið
Fréttamynd

Hálft ár af hári

Einar Bárðarson þúsundþjalasmiður með meiru er búinn að vera með hár á höfðinu í hálft ár, upp á dag. Sex mánuðir eru síðan hann fór til Tyrklands ásamt félaga sínum Baldri Rafn Gylfasyni hárgreiðslumeistara og undirgekkst hárígræðslu.

Lífið
Fréttamynd

„Hann var bara draumur“

„Þetta var fyrsti vetrardagurinn og fyrsti snjórinn féll akkúrat um kvöldið sem var eitthvað svo töfrandi,“ segir Helga Karólína Karlsdóttir, mannauðsstjóri á Landspítalanum sem var giftast ástinni sinni Eini Tyrfingssyni í annað sinn.

Lífið
Fréttamynd

Ólöf mætti með Magnús upp á arminn

Ólöf Skaftadóttir, annar stjórnanda Komið gott, mætti með Magnús Ragnarsson, leikara og fyrrverandi sjónvarpsstjóra Símans, upp á arminn í brúðkaup í lok síðasta mánaðar.

Lífið
Fréttamynd

Atli Steinn fann ástina á ný

Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson hefur fundið ástina í örmum Unnar Jóhannsdóttir og eru þau flutt saman suður á bóginn eftir að hafa búið bæði í „fjölmörg ár“ í Noregi. Tíu mánuðir eru síðan Atli giftist hinni norsku Anítu Sjøstrøm við Miklagljúfur á gamlársdag en athygli vakti að kærasta þeirra hjóna gaf þau saman.

Lífið
Fréttamynd

Már Gunnars genginn út

Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson er kominn með kærasta. Svo virðist sem hinn heppni heiti Harrison Humby, en í hringrásarfærslu á samfélagsmiðlum í dag birti hann mynd af þeim saman og sagðist stoltur af Má, kærasta sínum.

Lífið
Fréttamynd

Lang­þráður draumur verður að veru­leika

Hjónin Sólbjört Sigurðardóttir, leikkona, dansari og flugfreyja, og Einar Stefánsson, markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Reon og tónlistarmaður, eiga von á sínu öðru barni næsta vor. Þau tilkynntu gleðitíðindin í sameiginlegri færslu á Instagram

Lífið
Fréttamynd

Einar og Milla skírðu drenginn

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfir­framleiðandi hjá ACT4, hafa gefið ungum drengi þeirra nafnið Þorsteinn.

Lífið
Fréttamynd

„Svo gaman að ég stein­gleymdi að ég væri með annan kjól“

„Maður ímyndar sér svona dag fyrir fram en ekkert býr mann undir hversu gaman þetta raunverulega er svo. Öll hamingjan, gleðin og ástin sem við fundum fyrir frá okkar nánustu vinum og fjölskyldu er ómetanleg,“ segir Hildur María Haarde, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Baldur Kára Eyjólfsson á fallegum og sólríkum degi í lok september í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Ása og Leo héldu tvö­falda skírnar­veislu

Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, Leo Sebastian Alsved, héldu tvöfalda skírnarveislu fyrir syni sína í Fantasíusalnum á Kjarval síðastliðinn sunnudag. Ása deilir gleðitíðindunum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Þórunn seld og tuttugu sagt upp

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur selt skipið Þórunni Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Tuttugu manna áhöfn þess verður í kjölfarið sagt upp. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir söluna lið í lækkun skulda eftir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpaði áformum félagsins með hækkun veiðigjalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár

Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið.

Lífið
Fréttamynd

Vig­dís Häsler flutt til Sveins Andra

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur flutt lögheimili sitt til Sveins Andra Sveinssonar, í miðborg Reykjavíkur.

Lífið