Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn af lögreglu á vettvangi og hafi sérsveitin verið kölluð til aðstoðar. Alls hafi þrír verið vistaðir í fangaklefa vegna málsins og segir að árásarþolar hafi verið þrír.
Ennfremur segir að árásarþolar hafi verið fluttir á sjúkrahús til frekari aðhlynningar, en mikill viðbúnaður var hjá lögreglu vegna málsins og margir á vettvangi.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst útkallið vegna málsins um klukkan eitt í nótt.
Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.