Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 31. desember 2024 13:03 Hér má sjá kort yfir áramótabrennurnar sem verða haldnar í kvöld. Grafík/Sara Fjórtán áramótabrennur verða tendraðar á höfuðborgarsvæðinu í dag, fjórum fleiri en útlit var fyrir í haust. Þá gæti stórkostleg norðurljósasýning veitt flugeldum samkeppni á himni í kvöld. Hér fyrir ofan má sjá staðsetningarnar á Reykjavíkurbrennunum sem tendraðar verða í kvöld; átta eru flokkaðar sem „litlar“ en tvær stórar, sem staðsettar eru á Geirsnefi og í Gufunesi. Engar áramótabrennur verða í Hafnarfirði og Kópavogi en Seltirningar fá sína brennu á Valhúsahæð. Í Garðabæ verða svo tendraðar tvær brennur í kvöld og í Mosfellsbæ verður brenna við Leirvoginn venju samkvæmt - hún verður þó tendruð öllu fyrr en hefðin býður, eða klukkan hálf fimm síðdegis. Þá verða einnig áramótabrennur í helstu þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, sem finna má upplýsingar um á síðum sveitarfélaganna. Norðurljósaveisla í vændum? En það verða ekki bara áramótabrennur og flugeldar sem lýsa upp síðasta kvöld ársins. Náttúran gæti líka boðið upp á rosalega sýningu. „Það gæti orðið mjög falleg norðurljósasýning á himni um svipað leyti. Það er ákveðin óvissa í því, þessa stundina er ský á leiðinni til okkar á ógnarhraða og spurningin er bara hvenær það skellur á okkur. Er það seinnipart þessa dags eða í kvöld, eða hugsanlega eftir miðnætti. Og mögulega líka geigar það. Þannig að það er smá spenningur og óvissa í því,“ segir Stjörnu-Sævar. Sævar Helgi segir óvissu ríkja með hvort ský muni hylja norðurljósin eða ekki í kvöld.Stöð 2 Ef bestu spár gangi eftir ætti að sjást jafnvel til norðurljósanna á öllu landinu. En ef þau birtast á sama tíma og flugeldasýningin stendur sem hæst í kringum miðnætti - er þá nokkur von að glitti í þau? Það fer eftir því hvar maður er staðsettur, segir Sævar. „Ef maður er inni í mesta gosmekkinum eða sprengjuregninu þá eflaust mun mökkurinn birgja sýn að einhverju leyti. En ég vona bara að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr og haldi pínu aftur af sér, líka bara fyrir lungun okkar, og njóti þess líka sem himininn hefur upp á að bjóða og sprengi kannski aðeins minna,“ segir hann. Áramót Flugeldar Veður Reykjavík Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Hér fyrir ofan má sjá staðsetningarnar á Reykjavíkurbrennunum sem tendraðar verða í kvöld; átta eru flokkaðar sem „litlar“ en tvær stórar, sem staðsettar eru á Geirsnefi og í Gufunesi. Engar áramótabrennur verða í Hafnarfirði og Kópavogi en Seltirningar fá sína brennu á Valhúsahæð. Í Garðabæ verða svo tendraðar tvær brennur í kvöld og í Mosfellsbæ verður brenna við Leirvoginn venju samkvæmt - hún verður þó tendruð öllu fyrr en hefðin býður, eða klukkan hálf fimm síðdegis. Þá verða einnig áramótabrennur í helstu þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, sem finna má upplýsingar um á síðum sveitarfélaganna. Norðurljósaveisla í vændum? En það verða ekki bara áramótabrennur og flugeldar sem lýsa upp síðasta kvöld ársins. Náttúran gæti líka boðið upp á rosalega sýningu. „Það gæti orðið mjög falleg norðurljósasýning á himni um svipað leyti. Það er ákveðin óvissa í því, þessa stundina er ský á leiðinni til okkar á ógnarhraða og spurningin er bara hvenær það skellur á okkur. Er það seinnipart þessa dags eða í kvöld, eða hugsanlega eftir miðnætti. Og mögulega líka geigar það. Þannig að það er smá spenningur og óvissa í því,“ segir Stjörnu-Sævar. Sævar Helgi segir óvissu ríkja með hvort ský muni hylja norðurljósin eða ekki í kvöld.Stöð 2 Ef bestu spár gangi eftir ætti að sjást jafnvel til norðurljósanna á öllu landinu. En ef þau birtast á sama tíma og flugeldasýningin stendur sem hæst í kringum miðnætti - er þá nokkur von að glitti í þau? Það fer eftir því hvar maður er staðsettur, segir Sævar. „Ef maður er inni í mesta gosmekkinum eða sprengjuregninu þá eflaust mun mökkurinn birgja sýn að einhverju leyti. En ég vona bara að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr og haldi pínu aftur af sér, líka bara fyrir lungun okkar, og njóti þess líka sem himininn hefur upp á að bjóða og sprengi kannski aðeins minna,“ segir hann.
Áramót Flugeldar Veður Reykjavík Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira