Þá var tilkynnt um eld í heimahúsi en þegar viðbragðsaðilar komur á vettvang kom svo í ljós að pottur á eldavél var að brenna yfir. Í dagbók lögreglu kemur fram að ekkert tjón hafi orðið og því málið leyst vel. Ekki kemur fram nákvæmlega hvar þetta átti sér stað en málið er skráð hjá stöð 1 í miðbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnesi.
Þá var tilkynnt um innbrot í verslun en ekki vitað hvað var tekið. Í dagbók lögreglu kemur fram að innbrotsþjófurinn þekkist á upptöku og að málið sé í rannsókn.
Þá virðist samkvæmt dagbók hafa verið nokkuð um ölvun í gær og í nótt. Einhverjir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og svo var tilkynnt um „víðáttuölvaðan“ mann í blómabeði. Hann var vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum.
Hnífur dreginn upp
Tilkynnt var um ógnandi mann í miðbænum sem kastaði skó í annan einstakling og var grunaður um að vera með hníf. Eftir handtöku kom í ljós að svo var ekki. Maðurinn var einnig vistaður í fangaklefa.
Þá var lögregla kölluð til þegar maður tók upp hníf í rifrildi á það sem lögregla kallar samkomustað. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvar rifrildið átti sér stað en málið er skráð hjá stöð 4 í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ. Starfsfólk kallaði til lögreglu en þegar hún kom á staðinn var fólk orðið rólegt samkvæmt dagbók lögreglu. Maðurinn sem var með hnífinn verður samkvæmt dagbókinni kærður fyrir brot á vopnalagalögum.