Innlent

Ás­laug Arna bjargaði kafnandi konu á veitinga­stað

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Áslaug Arna er fráfarandi háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna er fráfarandi háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm

Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir, fráfarandi háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, beitti Heimlich aðferðinni og bjargaði lífi konu á veitingastaðnum Kastrup í gær.

Frá þessu greinir Jón Mýrdal eigandi Kastrup á Facebook.

Gekk beint til verks

„Ég keyrði þakklátur heim úr vinnunni á Kastrup í kvöld. Mannslífi var bjargað á staðnum þökk sé Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur,“ segir Jón.

Matur hafi staðið í einum gesti sem lippaðist niður og náði ekki andanum.

„Margir voru á staðnum og mikið fát myndaðist og enginn vissi hvað ætti að gera en Áslaug gekk beint til verks og beitti Heimlich aðferðinni og bjargaði lífi þessarar manneskju ... Húrra fyrir þér Áslaug og takk fyrir þetta,“ segir Jón.

Sjúkrabíll hafi svo komið á staðinn og sjúkraflutningamenn sammála því að Áslaug hafi bjargað konunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×