Þetta er haft eftir Stefáni Kristinssyni vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Uppfært klukkan 14:10: Stefán segir kafara slökkviliðsins hafa sótt mann upp úr bíl sem hafði farið í höfnina og var viðkomandi fluttur á sjúkrahús.
Fleiri var ekki að finna inni í bílnum en að sögn Stefáns eru kafarar enn að leita af sér allan grun í kring um bílinn.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynningin hafi borist á öðrum tímanum eftir hádegi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi strax verið kallað á vettvang. Rannsókn málsins sé á frumstigi og fleiri upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.
Fréttin hefur verið uppfærð.