Reykjavík

Fréttamynd

Katrín hitti McManaman

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er yfirlýstur stuðningsmaður knattspyrnuliðsins Liverpool. Hún birti í kvöld mynd af sér á Instagram með goðsögninni Steve McManaman sem staddur er hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu

Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

„Nagladekk eru bara úrelt“

Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg.

Innlent
Fréttamynd

Raf­­­magn komið á og upp­­tök bruna­­lyktar fundin

Raf­magn er komið aftur á í Vestur­bænum og víðast hvar í mið­bæ Reykja­víkur. Slökkvi­liðið telur að mikil bruna­lykt sem lagði yfir nokkuð stórt svæði við Póst­hús­stræti hafi komið frá gamalli vara­afls­stöð sem fór í gang þegar raf­magnið sló út.

Innlent
Fréttamynd

Leggjast gegn smá­hýsum fyrir heimilis­lausa í Laugar­dal

Borgar­full­trúum Sjálf­stæðis­flokksins líst ekkert á á­form meiri­hlutans um að koma upp smá­hýsum fyrir heimilis­laust fólk í Laugar­dalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir í­búða­á­formum“. Meiri­hlutinn vill koma þeim fyrir í Laugar­dalnum þar sem ekki hefur reynst auð­velt að ná sátt um slík úr­ræði fyrir heimilis­lausa í í­búða­byggð.

Innlent
Fréttamynd

Veittist að leigubílstjóra með úðavopni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 2.30 í nótt vegna einstaklings sem veittist að bílstjóra leigubifreiðar með úðavopni. Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

„Er mis­skilningur lygi?“

Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum

Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Áhugi á Sig­valda­húsinu við Ægi­síðu

Nokkur áhugi var á Sigvaldahúsi á Ægisíðu. Um er að ræða glæsilegt einbýlishúsi sem teiknað var af Sigvalda Thordarson við Ægisíðu 80 í Vesturbæ Reykjavíkur. Eignin hefur nú verið tekin út af sölusíðum en hefur ekki verið seld að sögn fasteignasala.

Lífið
Fréttamynd

Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka

Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Hélt að hún væri að deyja þegar hún missti allt hárið

Allt í einu byrjaði hún að fá skallablett og svo fór allt hárið á örskömmum tíma. „Ég hélt ég væri að deyja úr einhverjum hræðilegum sjúkdómi. Sem betur fer var það ekki svo en það breytti því þó ekki að mér leið hræðilega með að missa fallega hárið mitt,“ segir Vilborg Friðriksdóttir sem segir sögu sína í Íslandi í dag.

Lífið
Fréttamynd

Málið strandi á skriffinsku, ekki vilja

Borgaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að starfsemi Skotfélags Reykjavíkur geti haldið áfram í Álfsnesi. Starfsleyfið var óvænt fellt úr gildi í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hreyfi­hamlaðir megi leggja í al­menn stæði á göngu­götum

Handhafi stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir ákvörðun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur um að leggja á hann stöðubrotsgjald. Handhafinn hafði lagt bíl sínum í almennt stæði á göngugötu en Bílastæðasjóður taldi honum aðeins heimilt að leggja í sérmerkt bifreiðastæði fyrir hreyfihamlaða á göngugötu.

Innlent