Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 21:08 Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap. Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Miklar hagræðingaraðgerðir felast í áætluninni og stendur til dæmis til að leggja niður tuttugu hjúkrunarrými í Seljahlíð, leggja niður unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, að selja sumarbústað borgarstjórnar, fella niður afslætti langtímanotenda bílastæðahúsa, draga úr fjárframlögum til kirkjugarða og svo mætti lengi telja. „Þetta er manns annað heimili“ Eitt af því sem var samþykkt er að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Borgin tók við rekstrinum af Rauða krossinum fyrir aðeins rétt rúmu ári. Hvernig líður þér með að það eigi að leggja starfsemina hérna niður? „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ segir Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins en hann hefur sótt Vin síðan 2012. Hörður Jónasson er forseti Vinaskákfélagsins og hefur sótt Vin síðan 2012.Vísir/Ívar Fannar „Þetta er mitt aðaláhugamál. Þar sem ég er öryrki er ég auðvitað ekkert að vinna annað. Vin er félagsheimili fyrir svo marga sem eru búnir að koma hérna daglega kannski í tíu, fimmtán ár. Þetta er manns annað heimili. Í stað þess að fólk sé heima í þunglyndi eða kvíða þá er þetta alveg perfekt dæmi hérna.“ Hræðast félagslega einangrun Helgi Júlíusson og Kristín Bjarnadóttir hafa bæði sótt Vin í um fimmtán ár. Þau segjast hvorugt geta hugsað sér hvernig það verður þegar starfsemin verður lögð niður enda stóla þau bæði á starfið fyrir félagsskap. „Ég á enga vini nema hérna,“ segir Helgi og Kristín tekur undir. „Ég tala yfirleitt aldrei við neinn annan nema hér eða hef samband við son minn og tala við hann,“ segir Kristín. „Það er ekki fokking kúl“ Í tilkynningu frá borginni um niðurskurðinn kom fram að tryggja þyrfti sanngjarna fjármögnun í málum fatlaðs fólks og standa vörð um grunnþjónustu. Rekstur Rekstur Vinjar kostar borgina innan við fimmtíu milljónir árlega og telja fastagestir þetta skjóta skökku við. „Hann Hrafn Jökulsson okkar, eða Hrafnakóngurinn eins og við kölluðum hann hér, honum myndi ekki lítast á blikuna. Borgin, eða þjónar borgarinnar, státa sig af því að hafa ekki skorið neitt niður í Covid-19. Flott hjá þeim. En nú er Covid-19 á enda og nú er niðurskurðarhnífurinn að fara að lenda, hjá þeim sem minnst mega sín. Og það er ekki kúl guys, það er ekki fokking kúl,“ segir Ólafur Thorsson, fastagestur, skáksjúklingur og meðlimur í Vinaskákfélaginu. „Þetta er svo lítill hluti af heildardæminu að það hlýtur að vera hægt að skera einhvers staðar en hér,“ segir Hörður. „Það er heimskulegt að leggja þetta niður, því það yrði dýrara fyrir kerfið,“ bætir Helgi við. „Ef þessum hryllilegu áformum borgarinnar verður ekki snúið við munum við í Vinaskákfélaginu gera allt brjálað. Og trúið mér, af því ég er maður orða minna,“ segir Ólafur. Gat varla haldið haus þegar hún kom fyrst í Vin Fyrir utan það að halda úti góðu félagsstarfi sækja margir fastagestir Vinjar þangað í hádeginu til að fá þar hádegismat. Kristín telur margir myndu annars sleppa því að borða í hádeginu og líklega fáir sem eldi heima á kvöldin. Heilsufar margra muni líklega versna ef Vin verður lokað. „Það myndi bara koma niður á það að fólk færi að ráfa hérna um göturnar í reiðuleysi og veikjast. Ég var mjög veik þegar ég kom hingað,“ segir Kristín. Hún hafi til dæmis, þegar hún fór að sækja Vin, varla haldið haus. „Ég kom hérna fyrst fyrir fjórtán árum síðan og þá talaði ég ekki við eina einustu manneskju. Ef það var pikkað í öxlina á mér og ég var spurð hvernig ég hefði það þá rétt leit ég upp. Af því ég bara hékk með hausinn ofan í bringu,“ segir hún. „Ferðalögin sem við höfum farið í gefa manni mikið, bæði utanlandsferðir og innanlandsferðir. Allt mögulegt. Maður færi ekki til útlanda einn, það kæmi ekki til greina.“ „Hrafn Jökulsson hefði ekki diggað þetta“ Ferðafélag Vinjar, Víðsýn, skipuleggur ársfjórðungslegar ferðir og er farið í Aðventuferð Víðsýnar á morgun til dæmis. Þá verður farið á Akranes en farið hefur verið til Ísafjarðar á árinu, í nokkra daga, til Egilsstaða og áður en Covid skall á var farið í utanlandsferð. „Þetta er hópur sem kemst kannski ekki í neinar aðrar ferðir af því að margt af þessu fólki er með einhvers konar geðraskanir. Þá er upplagt fyrir það fólk að vera með fararstjóra og passað sé vel upp á fólkið,“ segir Hörður. Áðurnefnd skákfélag, Vinaskákfélagið, er sérstaklega öflugur félagsskapur. Félagið var stofnað árið 2003 af þeim Hrafni Jökulssyni heitnum og Róbert Lagerman og á félagið því tuttugu ára afmæli á næsta ári. „Við höldum úti kröftugu skákfélagi og erum með skákmót mánaðarlega yfirleitt hérna í Vin. Svo erum við að fara að halda skákmót á Kleppi næsta mánudag og erum með skák reglulega í Samfélagshúsinu á Aflagranda,“ segir Hörður. Framtíð skákfélagsins standi nú á völtum fótum. „Vinaskákfélagið á 20 ára afmæli á næsta ári. Þá var áætlað að halda veglega afmælishátíð á næsta ári,“ segir Hörður. „Hrafn Jökulsson hefði ekki diggað þetta,“ segir Hjálmar Rafn Sigurvaldason, ritari félagsins. Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega. 7. desember 2022 11:39 „Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi fyrstu fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Miklar hagræðingaraðgerðir felast í áætluninni og stendur til dæmis til að leggja niður tuttugu hjúkrunarrými í Seljahlíð, leggja niður unglingasmiðjurnar Stíg og Tröð, að selja sumarbústað borgarstjórnar, fella niður afslætti langtímanotenda bílastæðahúsa, draga úr fjárframlögum til kirkjugarða og svo mætti lengi telja. „Þetta er manns annað heimili“ Eitt af því sem var samþykkt er að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Borgin tók við rekstrinum af Rauða krossinum fyrir aðeins rétt rúmu ári. Hvernig líður þér með að það eigi að leggja starfsemina hérna niður? „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ segir Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins en hann hefur sótt Vin síðan 2012. Hörður Jónasson er forseti Vinaskákfélagsins og hefur sótt Vin síðan 2012.Vísir/Ívar Fannar „Þetta er mitt aðaláhugamál. Þar sem ég er öryrki er ég auðvitað ekkert að vinna annað. Vin er félagsheimili fyrir svo marga sem eru búnir að koma hérna daglega kannski í tíu, fimmtán ár. Þetta er manns annað heimili. Í stað þess að fólk sé heima í þunglyndi eða kvíða þá er þetta alveg perfekt dæmi hérna.“ Hræðast félagslega einangrun Helgi Júlíusson og Kristín Bjarnadóttir hafa bæði sótt Vin í um fimmtán ár. Þau segjast hvorugt geta hugsað sér hvernig það verður þegar starfsemin verður lögð niður enda stóla þau bæði á starfið fyrir félagsskap. „Ég á enga vini nema hérna,“ segir Helgi og Kristín tekur undir. „Ég tala yfirleitt aldrei við neinn annan nema hér eða hef samband við son minn og tala við hann,“ segir Kristín. „Það er ekki fokking kúl“ Í tilkynningu frá borginni um niðurskurðinn kom fram að tryggja þyrfti sanngjarna fjármögnun í málum fatlaðs fólks og standa vörð um grunnþjónustu. Rekstur Rekstur Vinjar kostar borgina innan við fimmtíu milljónir árlega og telja fastagestir þetta skjóta skökku við. „Hann Hrafn Jökulsson okkar, eða Hrafnakóngurinn eins og við kölluðum hann hér, honum myndi ekki lítast á blikuna. Borgin, eða þjónar borgarinnar, státa sig af því að hafa ekki skorið neitt niður í Covid-19. Flott hjá þeim. En nú er Covid-19 á enda og nú er niðurskurðarhnífurinn að fara að lenda, hjá þeim sem minnst mega sín. Og það er ekki kúl guys, það er ekki fokking kúl,“ segir Ólafur Thorsson, fastagestur, skáksjúklingur og meðlimur í Vinaskákfélaginu. „Þetta er svo lítill hluti af heildardæminu að það hlýtur að vera hægt að skera einhvers staðar en hér,“ segir Hörður. „Það er heimskulegt að leggja þetta niður, því það yrði dýrara fyrir kerfið,“ bætir Helgi við. „Ef þessum hryllilegu áformum borgarinnar verður ekki snúið við munum við í Vinaskákfélaginu gera allt brjálað. Og trúið mér, af því ég er maður orða minna,“ segir Ólafur. Gat varla haldið haus þegar hún kom fyrst í Vin Fyrir utan það að halda úti góðu félagsstarfi sækja margir fastagestir Vinjar þangað í hádeginu til að fá þar hádegismat. Kristín telur margir myndu annars sleppa því að borða í hádeginu og líklega fáir sem eldi heima á kvöldin. Heilsufar margra muni líklega versna ef Vin verður lokað. „Það myndi bara koma niður á það að fólk færi að ráfa hérna um göturnar í reiðuleysi og veikjast. Ég var mjög veik þegar ég kom hingað,“ segir Kristín. Hún hafi til dæmis, þegar hún fór að sækja Vin, varla haldið haus. „Ég kom hérna fyrst fyrir fjórtán árum síðan og þá talaði ég ekki við eina einustu manneskju. Ef það var pikkað í öxlina á mér og ég var spurð hvernig ég hefði það þá rétt leit ég upp. Af því ég bara hékk með hausinn ofan í bringu,“ segir hún. „Ferðalögin sem við höfum farið í gefa manni mikið, bæði utanlandsferðir og innanlandsferðir. Allt mögulegt. Maður færi ekki til útlanda einn, það kæmi ekki til greina.“ „Hrafn Jökulsson hefði ekki diggað þetta“ Ferðafélag Vinjar, Víðsýn, skipuleggur ársfjórðungslegar ferðir og er farið í Aðventuferð Víðsýnar á morgun til dæmis. Þá verður farið á Akranes en farið hefur verið til Ísafjarðar á árinu, í nokkra daga, til Egilsstaða og áður en Covid skall á var farið í utanlandsferð. „Þetta er hópur sem kemst kannski ekki í neinar aðrar ferðir af því að margt af þessu fólki er með einhvers konar geðraskanir. Þá er upplagt fyrir það fólk að vera með fararstjóra og passað sé vel upp á fólkið,“ segir Hörður. Áðurnefnd skákfélag, Vinaskákfélagið, er sérstaklega öflugur félagsskapur. Félagið var stofnað árið 2003 af þeim Hrafni Jökulssyni heitnum og Róbert Lagerman og á félagið því tuttugu ára afmæli á næsta ári. „Við höldum úti kröftugu skákfélagi og erum með skákmót mánaðarlega yfirleitt hérna í Vin. Svo erum við að fara að halda skákmót á Kleppi næsta mánudag og erum með skák reglulega í Samfélagshúsinu á Aflagranda,“ segir Hörður. Framtíð skákfélagsins standi nú á völtum fótum. „Vinaskákfélagið á 20 ára afmæli á næsta ári. Þá var áætlað að halda veglega afmælishátíð á næsta ári,“ segir Hörður. „Hrafn Jökulsson hefði ekki diggað þetta,“ segir Hjálmar Rafn Sigurvaldason, ritari félagsins.
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega. 7. desember 2022 11:39 „Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega. 7. desember 2022 11:39
„Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00