Mun 55 ára æskulýðsstarf enda í dag? Steinar Þór Ólafsson skrifar 6. desember 2022 08:00 Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan. Verkefnið heppnaðist svo vel að hingað hafa þjóðir og borgir heimsins komið síðastliðna tvo áratugi til að læra af okkur um það sem kallað hefur verið "íslenska forvarnarmódelið". Nú eru aftur ákveðnar blikur á lofti. Þó áfengis- og vímuefnaneysla sé ekki rót vandans að þessu sinni er hann annarskonar og á nýlegu heilbrigðisþingi tileinkað lýðheilsu mátti heyra þvert á línur heilbrigðiskerfisins hvurslags þjóðarátak væri nauðsynlegt í lýðheilsumálum. Rannsóknir á vegum Embætti landlæknis hafa sömuleiðis sýnt okkur að fyrir hverja krónu sem sett er í forvarnir sparast tvær kerfislega á seinni stigum t.a.m. í félagslegri þjónustu og innan heilbrigðiskerfisins. Í sársaukafullum en þó skiljanlegum hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru í síðustu viku stendur nú til að loka Siglunesi í Nauthólsvík og færa starfsemina “í framtíðinni” í hendur íþróttafélags. Starfsemi Siglunes er einstök, fyrst og fremst fyrir þær sakir að þar er ekki rekið hefðbundið íþróttastarf. Iðkendur stunda ekki æfingar, keppa ekki og þar er engin afreksstefna. Þar fá hinsvegar öll börn, og sér í lagi þau sem ekki finna sig í hefðbundnu afreksstarfi íþróttafélaganna, að finna kröftum sínum viðnám til að eflast og þroskast á jafningja grundvelli. Mikilvægur fjölbreytileiki í íslenska forvarnarmódelinu. Þetta þekkja fyrrum starfsmenn vel og síðustu daga hefur vakna hreyfing um sjötíu fyrrum starfsmanna Siglunes sem reynt hafa með samtakamætti að senda frá sér neyðarkall svo tryggja megi að börn framtíðarinnar njóti þeirrar útimenntunar og heilsueflingar sem starfsemin hefur falið í sér hjá um þúsund einstaklingum hvert einasta sumar. Þessi hópur, sem á það eitt sameiginlegt að hafa starfað í Siglunesi einhvern tímann á síðustu þremur áratugum, mun standa fyrir táknrænum mótmælum í hádeginu í dag. Fyrir fund borgarstjórnar verður blásið í neyðarflautu þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Okkar síðasta neyðarkall um að taka mál Siglunes til skoðunar áður en ákveðið verður að loka 55 ára farsælli starfseminni endanlega enda sannað að fjölbreytt æskulýðsstarf er forsenda heilbrigðra samfélaga. Höfundur er íþrótta- og heilsufræðingur, iðkandi í Siglunesi 1997-2001 og sumarstarfsmaður í Siglunesi 2008-2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Siglingaíþróttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan. Verkefnið heppnaðist svo vel að hingað hafa þjóðir og borgir heimsins komið síðastliðna tvo áratugi til að læra af okkur um það sem kallað hefur verið "íslenska forvarnarmódelið". Nú eru aftur ákveðnar blikur á lofti. Þó áfengis- og vímuefnaneysla sé ekki rót vandans að þessu sinni er hann annarskonar og á nýlegu heilbrigðisþingi tileinkað lýðheilsu mátti heyra þvert á línur heilbrigðiskerfisins hvurslags þjóðarátak væri nauðsynlegt í lýðheilsumálum. Rannsóknir á vegum Embætti landlæknis hafa sömuleiðis sýnt okkur að fyrir hverja krónu sem sett er í forvarnir sparast tvær kerfislega á seinni stigum t.a.m. í félagslegri þjónustu og innan heilbrigðiskerfisins. Í sársaukafullum en þó skiljanlegum hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru í síðustu viku stendur nú til að loka Siglunesi í Nauthólsvík og færa starfsemina “í framtíðinni” í hendur íþróttafélags. Starfsemi Siglunes er einstök, fyrst og fremst fyrir þær sakir að þar er ekki rekið hefðbundið íþróttastarf. Iðkendur stunda ekki æfingar, keppa ekki og þar er engin afreksstefna. Þar fá hinsvegar öll börn, og sér í lagi þau sem ekki finna sig í hefðbundnu afreksstarfi íþróttafélaganna, að finna kröftum sínum viðnám til að eflast og þroskast á jafningja grundvelli. Mikilvægur fjölbreytileiki í íslenska forvarnarmódelinu. Þetta þekkja fyrrum starfsmenn vel og síðustu daga hefur vakna hreyfing um sjötíu fyrrum starfsmanna Siglunes sem reynt hafa með samtakamætti að senda frá sér neyðarkall svo tryggja megi að börn framtíðarinnar njóti þeirrar útimenntunar og heilsueflingar sem starfsemin hefur falið í sér hjá um þúsund einstaklingum hvert einasta sumar. Þessi hópur, sem á það eitt sameiginlegt að hafa starfað í Siglunesi einhvern tímann á síðustu þremur áratugum, mun standa fyrir táknrænum mótmælum í hádeginu í dag. Fyrir fund borgarstjórnar verður blásið í neyðarflautu þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Okkar síðasta neyðarkall um að taka mál Siglunes til skoðunar áður en ákveðið verður að loka 55 ára farsælli starfseminni endanlega enda sannað að fjölbreytt æskulýðsstarf er forsenda heilbrigðra samfélaga. Höfundur er íþrótta- og heilsufræðingur, iðkandi í Siglunesi 1997-2001 og sumarstarfsmaður í Siglunesi 2008-2011.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun