Harmar að loka eigi starfsemi sem sé lífsbjörg fyrir brothætt börn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2022 14:01 Belinda Karlsdóttir segir að þjónustan sé lífsbjörg fyrir mörg börn. Því megi ekki loka starfseminni. aðsend/vísir Áform um að loka ungmennasmiðju Reykjavíkurborgar í núverandi mynd hefur gríðarleg áhrif á viðkvæman hóp barna sem mega síst við hagræðingu á þeirra kostnað. Þetta segir forstöðumaður smiðjunnar. Hún vill að áformin verði endurskoðuð enda sé ungmennasmiðjan lífsbjörg fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka unglingasmiðjum Stígs og Traðar er hluti af hagræðingaaðgerðum borgarinnar. Smiðjurnar veita stuðning til ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára sem eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun og hafa margir þeirra orðið fyrir einelti eða búa við erfiðar aðstæður heima fyrir. Markmið starfsins er að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd barna og stuðla að vellíðan. Brothættur hópur Reykjavíkurborg hefur ákveðið að markhópnum verði meðal annars sinnt í félagsmiðstöðvum borgarinnar. Belinda Karlsdóttir, forstöðumaður smiðjunnar segir að ungmennin sem komi til hennar séu falinn og brothættur hópur sem treysti sér oft ekki til að sækja sínar félagsmiðstöðvar sökum vinaleysis. Smiðjurnar séu hlutlaus griðarstaður barna sem byggja þurfi upp svo þau treysti sér til að taka þátt í félagsstarfi. „Það að þau fái ekki tækifæri til að koma inn á hlutlausan stað til að byggja sig upp og ætla svo að reyna að veita þeim þjónustuna í hverfunum. Við erum að tala um börn sem stundum sækja unglingasmiðjuna sem er fjær hverfinu sínu því þau geta ekki tekið skrefið inn þangað á þessum tímapunkti þegar kemur að félagslegum samskiptum við jafnaldra og slíkt.“ Rætt var við Belindu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrá ekkert heitar en að eignast vini Börnin séu í áhættuhóp, áhrifagjörn og þrá ekkert heitar en að eignast vini. Belinda segir starfið hafa verið lífsbjörg fyrir mörg börn. „Og heyra það frá ungmennum og foreldrum í gegnum tíðna hvað þetta getur verið mikil lífsbjörg á þessum tímapunkti í þeirra lífi. Það eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri. Það er ástæðan fyrir því að það má ekki loka þessu.“ Vill að ákvörðunin verði endurskoðuð Gríðarlegt forvarnargildi sé falið í starfinu sem hafi skilað miklum árangri. „Á endanum verður hagræðingin á kostnað velferðar þessara barna sem er engin hagræðing. Ég óska einlægt og hjartanlega eftir því að þessi tillaga, sem hefur verið samþykkt, verði tekin til endurskoðunar. Af því að ég held að með því að samþykkja þessa tillögu sé fólk engan vegin að átta sig á því hversu mikið tapast og hvaða áhrif þetta hefur á mjög viðkvæman hóp ungmenna sem mega síst við því að verið sé að hagræða á þeirra kostnað.“ Belinda skrifaði um starfsemina í skoðanagein sem birtist hér á vísi. Þar kemur fram reynsla þeirra sem nýtt hafa þjónustuna. „Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“ Fleiri dæmi má finna í skoðanagrein Belindu hér að ofan. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Hversu mikils virði er það? Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 6. desember 2022 10:01 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Sjá meira
Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka unglingasmiðjum Stígs og Traðar er hluti af hagræðingaaðgerðum borgarinnar. Smiðjurnar veita stuðning til ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára sem eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun og hafa margir þeirra orðið fyrir einelti eða búa við erfiðar aðstæður heima fyrir. Markmið starfsins er að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd barna og stuðla að vellíðan. Brothættur hópur Reykjavíkurborg hefur ákveðið að markhópnum verði meðal annars sinnt í félagsmiðstöðvum borgarinnar. Belinda Karlsdóttir, forstöðumaður smiðjunnar segir að ungmennin sem komi til hennar séu falinn og brothættur hópur sem treysti sér oft ekki til að sækja sínar félagsmiðstöðvar sökum vinaleysis. Smiðjurnar séu hlutlaus griðarstaður barna sem byggja þurfi upp svo þau treysti sér til að taka þátt í félagsstarfi. „Það að þau fái ekki tækifæri til að koma inn á hlutlausan stað til að byggja sig upp og ætla svo að reyna að veita þeim þjónustuna í hverfunum. Við erum að tala um börn sem stundum sækja unglingasmiðjuna sem er fjær hverfinu sínu því þau geta ekki tekið skrefið inn þangað á þessum tímapunkti þegar kemur að félagslegum samskiptum við jafnaldra og slíkt.“ Rætt var við Belindu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrá ekkert heitar en að eignast vini Börnin séu í áhættuhóp, áhrifagjörn og þrá ekkert heitar en að eignast vini. Belinda segir starfið hafa verið lífsbjörg fyrir mörg börn. „Og heyra það frá ungmennum og foreldrum í gegnum tíðna hvað þetta getur verið mikil lífsbjörg á þessum tímapunkti í þeirra lífi. Það eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri. Það er ástæðan fyrir því að það má ekki loka þessu.“ Vill að ákvörðunin verði endurskoðuð Gríðarlegt forvarnargildi sé falið í starfinu sem hafi skilað miklum árangri. „Á endanum verður hagræðingin á kostnað velferðar þessara barna sem er engin hagræðing. Ég óska einlægt og hjartanlega eftir því að þessi tillaga, sem hefur verið samþykkt, verði tekin til endurskoðunar. Af því að ég held að með því að samþykkja þessa tillögu sé fólk engan vegin að átta sig á því hversu mikið tapast og hvaða áhrif þetta hefur á mjög viðkvæman hóp ungmenna sem mega síst við því að verið sé að hagræða á þeirra kostnað.“ Belinda skrifaði um starfsemina í skoðanagein sem birtist hér á vísi. Þar kemur fram reynsla þeirra sem nýtt hafa þjónustuna. „Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“ Fleiri dæmi má finna í skoðanagrein Belindu hér að ofan.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Hversu mikils virði er það? Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 6. desember 2022 10:01 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Sjá meira
Hversu mikils virði er það? Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 6. desember 2022 10:01