Óttast dreifingu ösku á útivistarsvæðum og í almenningsgörðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 09:37 Frumvarpið er þverpólitískt samstarf nokkurra þingmanna. Reykjavíkurborg segir útivistarsvæði sveitarfélaga mögulega geta orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu, ef öskudreifing verður gefin frjáls. Lagt er til að afla verði heimildar landeigenda eða umráðamanna lands áður en ösku er dreift. Þetta kemur fram í umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps um dreifingu ösku eftir líkbrennslu. Í frumvarpinu er lagt til að dreifing ösku verði gefin frjáls og að óskir hins látna um hvar og hvernig öskunni er dreift séu virtar. Reykjavíkurborg segir að svo virðist sem flutningsmenn frumvarpsins reikni ekki með neinum takmörkunum á dreifingu ösku og segja þá stöðu geta komið upp að eigandi eða umráðamaður lands sé ósáttur við dreifingu öskunnar á landinu, þrátt fyrir vilja hins látna. „Útivistarsvæði sveitarfélaga gætu mögulega orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu,“ segir í umsögn borgarinnar. „Eðlilegt er að sveitarfélagið hefði eitthvað um það að segja hvort ösku yrði dreift á útivistarsvæði en auðvitað mætti hugsa sér að sveitarfélag skilgreindi ákveðið svæði þar sem heimilt væri að dreifa ösku.“ Telja ónauðsynlegt að rýmka heimildir til dreifingar ösku Kirkjugarðaráð hefur einnig skilað inn umsögn vegna frumvarpsins og gerir meðal annars athugasemd við það að frjáls dreifing ösku gæti stangast á við önnur lög, til að mynda um hollustuhætti. Þá er gerð athugasemd við málsgrein sem hljóðar þannig: „Virða ber ósk hins látna um hvar og hvernig ösku er dreift eða hún varðveitt sé ósk hins látna sú að askan sé ekki jarðsett.“ „Með ofangreindri tillögu verður ekki annað séð en að hægt verði að geyma ösku látinna og/eða dreifa henni hvar sem er án takmarkana. Þetta vekur spurningar um hvort framvegis verði jafnvel hægt að dreifa ösku innan skipulagðra svæða í þéttbýli til dæmis í íbúðahúsa- eða í almenningsgörðum,“ segir í umsögn Kirkjugarðaráðs. Ráðið segir að sér hafi ekki borist kvartanir vegna þess hvernig málum er háttað nú, þar sem sækja þarf um leyfi hjá sýslumanni til að dreifa ösku á öræfum eða sjó. Því telji ráðið ekki brýna nauðsyn á að rýmka heimildir til dreifingar ösku að svo stöddu. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps um dreifingu ösku eftir líkbrennslu. Í frumvarpinu er lagt til að dreifing ösku verði gefin frjáls og að óskir hins látna um hvar og hvernig öskunni er dreift séu virtar. Reykjavíkurborg segir að svo virðist sem flutningsmenn frumvarpsins reikni ekki með neinum takmörkunum á dreifingu ösku og segja þá stöðu geta komið upp að eigandi eða umráðamaður lands sé ósáttur við dreifingu öskunnar á landinu, þrátt fyrir vilja hins látna. „Útivistarsvæði sveitarfélaga gætu mögulega orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu,“ segir í umsögn borgarinnar. „Eðlilegt er að sveitarfélagið hefði eitthvað um það að segja hvort ösku yrði dreift á útivistarsvæði en auðvitað mætti hugsa sér að sveitarfélag skilgreindi ákveðið svæði þar sem heimilt væri að dreifa ösku.“ Telja ónauðsynlegt að rýmka heimildir til dreifingar ösku Kirkjugarðaráð hefur einnig skilað inn umsögn vegna frumvarpsins og gerir meðal annars athugasemd við það að frjáls dreifing ösku gæti stangast á við önnur lög, til að mynda um hollustuhætti. Þá er gerð athugasemd við málsgrein sem hljóðar þannig: „Virða ber ósk hins látna um hvar og hvernig ösku er dreift eða hún varðveitt sé ósk hins látna sú að askan sé ekki jarðsett.“ „Með ofangreindri tillögu verður ekki annað séð en að hægt verði að geyma ösku látinna og/eða dreifa henni hvar sem er án takmarkana. Þetta vekur spurningar um hvort framvegis verði jafnvel hægt að dreifa ösku innan skipulagðra svæða í þéttbýli til dæmis í íbúðahúsa- eða í almenningsgörðum,“ segir í umsögn Kirkjugarðaráðs. Ráðið segir að sér hafi ekki borist kvartanir vegna þess hvernig málum er háttað nú, þar sem sækja þarf um leyfi hjá sýslumanni til að dreifa ösku á öræfum eða sjó. Því telji ráðið ekki brýna nauðsyn á að rýmka heimildir til dreifingar ösku að svo stöddu.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira