Fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2022 18:40 Bendir Guðríður á að staða barna fari versnandi og á slíkum tímum þurfi að efla þjónustu við börn sem sé brýnt samfélagslegt hagsmunamál Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna. Fram hefur komið að ráðast eigi í umfangsmikinn niðurskurð hjá Reykjavíkurborg á næsta ári samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Í opnu bréfi til borgarstjóra segir Guðríður Bolladóttir umboðsmaður barna að ljóst sé að fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna í Reykjavíkurborg og eigi það ekki síst við um þau börn sem þegar búa við fátækt og erfiðar félagslegar aðstæður og eiga nú á hættu frekari skerðingu lífsgæða og tækifæra. Nauðsynlegt að undirbúa börn fyrir framtíðarþátttöku á vinnumarkaði Bendir Guðríður á að staða barna fari versnandi og á slíkum tímum þurfi að efla þjónustu við börn sem sé brýnt samfélagslegt hagsmunamál, en hlutverk sveitarfélaga sé að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna og mæta þörfum þeirra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt umleið og þörf krefur. Guðríður gagnrýnir meðal annars niðurskurðartillögu sem felur í sér breytingar á rekstri Vinnuskóla Reykjavíkur, en þar kemur fram að auka eigi vinnu barna í Vinnuskólanum við umhirðu og garðyrkju en minnka á fræðslu og námskeið á móti. Hvetur hún Reykjavíkurborg til að veita þannig börnum nauðsynlegan undirbúning fyrir framtíðarþátttöku þeirra á vinnumarkaði. „Þó svo að vinnuskólinn sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga er ljóst að í starfsemi hans ber að uppfylla þau meginmarkmið vinnuskólans um að gefa börnum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Það viðmið Reykjavíkurborgar í sparnaðarskyni að fræðsla í vinnuskólanum eigi að taka mið af því sem gildir á almennum vinnumarkaði er algjörlega ótækt, enda er meirihluti þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði fullorðið fólk, sem býr yfir þekkingu, lífsreynslu, þroska og menntun sem börn búa ekki yfir.“ Á meðal niðurskurðartillagna Reykjavíkurborgar eru breytingar á innkaupum á matvælum í leikskólum en lækka á fjárheimildir Skóla- og frístundasviðs um 100.000 þ. kr. af því tilefni. Bendir Guðríður á að alfarið sé um niðurskurð að ræða. „Ekkert hefur komið fram um það hvernig tryggja eigi börnum á mikilvægu vaxtar- og þroskaskeiði, máltíðir í leikskólum með góðri og hollri næringu, fyrir minna fjármagn.“ Kröfur Barnasáttmálans ekki uppfylltar Þá gagnrýnir Guðríður tillögur borgarstjórnar um að loka Siglunesi, og bendir á að um sé að ræða rótgróna starfsemi sem um langt skeið hefur gert fjölda barna kleift að njóta útiveru og læra siglingar, og tekur umboðsmaður barna undir þá gagnrýni. „Fram hefur komið að tillagan verði tekin til frekari skoðunar og jafnvel endurskoðunar og ljóst er að sú tillaga ásamt framangreindum tillögum sem og öðrum niðurskurðartillögum sem varða börn með beinum hætti, uppfylla ekki kröfur Barnasáttmálans, um skýrleika, gagnsæi, jafnræði, vandaðan undirbúning og samráð við börn og aðila sem vinna með og fyrir börn.“ Þá tekur Guðríður fram að Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að vera barnvænt sveitarfélag, sem feli það í sér að borgaryfirvöldum ber að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að réttindi þau sem viðurkennd eru í Barnasáttmálanum komi til framkvæmda. „Meðal þess sem Barnasáttmálinn gerir kröfu um er að allar ákvarðanir sem varða börn séu teknar út frá því sem þeim er fyrir bestu, að börn fái að taka þátt í ákvarðanatöku sem varðar þau, og að mat sé lagt á allar tillögur og breytingar sem geta haft áhrif á börn, út frá hagsmunum þeirra, réttindum og þörfum.“ Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Sjá meira
Fram hefur komið að ráðast eigi í umfangsmikinn niðurskurð hjá Reykjavíkurborg á næsta ári samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Í opnu bréfi til borgarstjóra segir Guðríður Bolladóttir umboðsmaður barna að ljóst sé að fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna í Reykjavíkurborg og eigi það ekki síst við um þau börn sem þegar búa við fátækt og erfiðar félagslegar aðstæður og eiga nú á hættu frekari skerðingu lífsgæða og tækifæra. Nauðsynlegt að undirbúa börn fyrir framtíðarþátttöku á vinnumarkaði Bendir Guðríður á að staða barna fari versnandi og á slíkum tímum þurfi að efla þjónustu við börn sem sé brýnt samfélagslegt hagsmunamál, en hlutverk sveitarfélaga sé að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna og mæta þörfum þeirra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt umleið og þörf krefur. Guðríður gagnrýnir meðal annars niðurskurðartillögu sem felur í sér breytingar á rekstri Vinnuskóla Reykjavíkur, en þar kemur fram að auka eigi vinnu barna í Vinnuskólanum við umhirðu og garðyrkju en minnka á fræðslu og námskeið á móti. Hvetur hún Reykjavíkurborg til að veita þannig börnum nauðsynlegan undirbúning fyrir framtíðarþátttöku þeirra á vinnumarkaði. „Þó svo að vinnuskólinn sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga er ljóst að í starfsemi hans ber að uppfylla þau meginmarkmið vinnuskólans um að gefa börnum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Það viðmið Reykjavíkurborgar í sparnaðarskyni að fræðsla í vinnuskólanum eigi að taka mið af því sem gildir á almennum vinnumarkaði er algjörlega ótækt, enda er meirihluti þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði fullorðið fólk, sem býr yfir þekkingu, lífsreynslu, þroska og menntun sem börn búa ekki yfir.“ Á meðal niðurskurðartillagna Reykjavíkurborgar eru breytingar á innkaupum á matvælum í leikskólum en lækka á fjárheimildir Skóla- og frístundasviðs um 100.000 þ. kr. af því tilefni. Bendir Guðríður á að alfarið sé um niðurskurð að ræða. „Ekkert hefur komið fram um það hvernig tryggja eigi börnum á mikilvægu vaxtar- og þroskaskeiði, máltíðir í leikskólum með góðri og hollri næringu, fyrir minna fjármagn.“ Kröfur Barnasáttmálans ekki uppfylltar Þá gagnrýnir Guðríður tillögur borgarstjórnar um að loka Siglunesi, og bendir á að um sé að ræða rótgróna starfsemi sem um langt skeið hefur gert fjölda barna kleift að njóta útiveru og læra siglingar, og tekur umboðsmaður barna undir þá gagnrýni. „Fram hefur komið að tillagan verði tekin til frekari skoðunar og jafnvel endurskoðunar og ljóst er að sú tillaga ásamt framangreindum tillögum sem og öðrum niðurskurðartillögum sem varða börn með beinum hætti, uppfylla ekki kröfur Barnasáttmálans, um skýrleika, gagnsæi, jafnræði, vandaðan undirbúning og samráð við börn og aðila sem vinna með og fyrir börn.“ Þá tekur Guðríður fram að Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að vera barnvænt sveitarfélag, sem feli það í sér að borgaryfirvöldum ber að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að réttindi þau sem viðurkennd eru í Barnasáttmálanum komi til framkvæmda. „Meðal þess sem Barnasáttmálinn gerir kröfu um er að allar ákvarðanir sem varða börn séu teknar út frá því sem þeim er fyrir bestu, að börn fái að taka þátt í ákvarðanatöku sem varðar þau, og að mat sé lagt á allar tillögur og breytingar sem geta haft áhrif á börn, út frá hagsmunum þeirra, réttindum og þörfum.“
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Sjá meira