Fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. desember 2022 18:40 Bendir Guðríður á að staða barna fari versnandi og á slíkum tímum þurfi að efla þjónustu við börn sem sé brýnt samfélagslegt hagsmunamál Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna. Fram hefur komið að ráðast eigi í umfangsmikinn niðurskurð hjá Reykjavíkurborg á næsta ári samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Í opnu bréfi til borgarstjóra segir Guðríður Bolladóttir umboðsmaður barna að ljóst sé að fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna í Reykjavíkurborg og eigi það ekki síst við um þau börn sem þegar búa við fátækt og erfiðar félagslegar aðstæður og eiga nú á hættu frekari skerðingu lífsgæða og tækifæra. Nauðsynlegt að undirbúa börn fyrir framtíðarþátttöku á vinnumarkaði Bendir Guðríður á að staða barna fari versnandi og á slíkum tímum þurfi að efla þjónustu við börn sem sé brýnt samfélagslegt hagsmunamál, en hlutverk sveitarfélaga sé að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna og mæta þörfum þeirra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt umleið og þörf krefur. Guðríður gagnrýnir meðal annars niðurskurðartillögu sem felur í sér breytingar á rekstri Vinnuskóla Reykjavíkur, en þar kemur fram að auka eigi vinnu barna í Vinnuskólanum við umhirðu og garðyrkju en minnka á fræðslu og námskeið á móti. Hvetur hún Reykjavíkurborg til að veita þannig börnum nauðsynlegan undirbúning fyrir framtíðarþátttöku þeirra á vinnumarkaði. „Þó svo að vinnuskólinn sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga er ljóst að í starfsemi hans ber að uppfylla þau meginmarkmið vinnuskólans um að gefa börnum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Það viðmið Reykjavíkurborgar í sparnaðarskyni að fræðsla í vinnuskólanum eigi að taka mið af því sem gildir á almennum vinnumarkaði er algjörlega ótækt, enda er meirihluti þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði fullorðið fólk, sem býr yfir þekkingu, lífsreynslu, þroska og menntun sem börn búa ekki yfir.“ Á meðal niðurskurðartillagna Reykjavíkurborgar eru breytingar á innkaupum á matvælum í leikskólum en lækka á fjárheimildir Skóla- og frístundasviðs um 100.000 þ. kr. af því tilefni. Bendir Guðríður á að alfarið sé um niðurskurð að ræða. „Ekkert hefur komið fram um það hvernig tryggja eigi börnum á mikilvægu vaxtar- og þroskaskeiði, máltíðir í leikskólum með góðri og hollri næringu, fyrir minna fjármagn.“ Kröfur Barnasáttmálans ekki uppfylltar Þá gagnrýnir Guðríður tillögur borgarstjórnar um að loka Siglunesi, og bendir á að um sé að ræða rótgróna starfsemi sem um langt skeið hefur gert fjölda barna kleift að njóta útiveru og læra siglingar, og tekur umboðsmaður barna undir þá gagnrýni. „Fram hefur komið að tillagan verði tekin til frekari skoðunar og jafnvel endurskoðunar og ljóst er að sú tillaga ásamt framangreindum tillögum sem og öðrum niðurskurðartillögum sem varða börn með beinum hætti, uppfylla ekki kröfur Barnasáttmálans, um skýrleika, gagnsæi, jafnræði, vandaðan undirbúning og samráð við börn og aðila sem vinna með og fyrir börn.“ Þá tekur Guðríður fram að Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að vera barnvænt sveitarfélag, sem feli það í sér að borgaryfirvöldum ber að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að réttindi þau sem viðurkennd eru í Barnasáttmálanum komi til framkvæmda. „Meðal þess sem Barnasáttmálinn gerir kröfu um er að allar ákvarðanir sem varða börn séu teknar út frá því sem þeim er fyrir bestu, að börn fái að taka þátt í ákvarðanatöku sem varðar þau, og að mat sé lagt á allar tillögur og breytingar sem geta haft áhrif á börn, út frá hagsmunum þeirra, réttindum og þörfum.“ Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira
Fram hefur komið að ráðast eigi í umfangsmikinn niðurskurð hjá Reykjavíkurborg á næsta ári samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Í opnu bréfi til borgarstjóra segir Guðríður Bolladóttir umboðsmaður barna að ljóst sé að fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna í Reykjavíkurborg og eigi það ekki síst við um þau börn sem þegar búa við fátækt og erfiðar félagslegar aðstæður og eiga nú á hættu frekari skerðingu lífsgæða og tækifæra. Nauðsynlegt að undirbúa börn fyrir framtíðarþátttöku á vinnumarkaði Bendir Guðríður á að staða barna fari versnandi og á slíkum tímum þurfi að efla þjónustu við börn sem sé brýnt samfélagslegt hagsmunamál, en hlutverk sveitarfélaga sé að tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna og mæta þörfum þeirra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt umleið og þörf krefur. Guðríður gagnrýnir meðal annars niðurskurðartillögu sem felur í sér breytingar á rekstri Vinnuskóla Reykjavíkur, en þar kemur fram að auka eigi vinnu barna í Vinnuskólanum við umhirðu og garðyrkju en minnka á fræðslu og námskeið á móti. Hvetur hún Reykjavíkurborg til að veita þannig börnum nauðsynlegan undirbúning fyrir framtíðarþátttöku þeirra á vinnumarkaði. „Þó svo að vinnuskólinn sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga er ljóst að í starfsemi hans ber að uppfylla þau meginmarkmið vinnuskólans um að gefa börnum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Það viðmið Reykjavíkurborgar í sparnaðarskyni að fræðsla í vinnuskólanum eigi að taka mið af því sem gildir á almennum vinnumarkaði er algjörlega ótækt, enda er meirihluti þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði fullorðið fólk, sem býr yfir þekkingu, lífsreynslu, þroska og menntun sem börn búa ekki yfir.“ Á meðal niðurskurðartillagna Reykjavíkurborgar eru breytingar á innkaupum á matvælum í leikskólum en lækka á fjárheimildir Skóla- og frístundasviðs um 100.000 þ. kr. af því tilefni. Bendir Guðríður á að alfarið sé um niðurskurð að ræða. „Ekkert hefur komið fram um það hvernig tryggja eigi börnum á mikilvægu vaxtar- og þroskaskeiði, máltíðir í leikskólum með góðri og hollri næringu, fyrir minna fjármagn.“ Kröfur Barnasáttmálans ekki uppfylltar Þá gagnrýnir Guðríður tillögur borgarstjórnar um að loka Siglunesi, og bendir á að um sé að ræða rótgróna starfsemi sem um langt skeið hefur gert fjölda barna kleift að njóta útiveru og læra siglingar, og tekur umboðsmaður barna undir þá gagnrýni. „Fram hefur komið að tillagan verði tekin til frekari skoðunar og jafnvel endurskoðunar og ljóst er að sú tillaga ásamt framangreindum tillögum sem og öðrum niðurskurðartillögum sem varða börn með beinum hætti, uppfylla ekki kröfur Barnasáttmálans, um skýrleika, gagnsæi, jafnræði, vandaðan undirbúning og samráð við börn og aðila sem vinna með og fyrir börn.“ Þá tekur Guðríður fram að Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að vera barnvænt sveitarfélag, sem feli það í sér að borgaryfirvöldum ber að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að réttindi þau sem viðurkennd eru í Barnasáttmálanum komi til framkvæmda. „Meðal þess sem Barnasáttmálinn gerir kröfu um er að allar ákvarðanir sem varða börn séu teknar út frá því sem þeim er fyrir bestu, að börn fái að taka þátt í ákvarðanatöku sem varðar þau, og að mat sé lagt á allar tillögur og breytingar sem geta haft áhrif á börn, út frá hagsmunum þeirra, réttindum og þörfum.“
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Sjá meira