„Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 14:00 Kjartan segir meirihlutann ekki hafa gengið nógu langt í hagræðingaraðgerðum. Vísir Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Áætlunin tekur mið af nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar og gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára, 2023 til 2027. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga vel, umræðurnar málefnalegar. Það reyndist vera miklu breiðari stuðningur við fjölmargar af þeim hagræðingartillögum sem við höfum lagt fram en umræðan gaf til kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Útfæra og innleiða þurfi hagræðingaraðgerðir af virðingu við borgarana. Meðal þeirra hagræðinga sem hafa verið gagnrýndar er lokun Vinjar, dagseturs fyrir fólk með geðraskanir en borgin tók við rekstrinum af Rauða Krossinum í júlí síðastliðnum. „Hugmyndin er að þjóna [þessum hópi] með öðrum hætti í samhengi við aðra þjónustu borgarinnar. Næsta skref í því er að setjast niður með geðhjálp og öðrum sem koma að málaflokknum til að finna góða lendingu varðandi það,“ segir Dagur. Minnihlutinn segir aðgerðirnar ekki nógu drastískar. „Þessi fjárhagsáætlun sýnir að það á að halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn. Það eru mjög slæm tíðindi fyrir borgarbúa að það skuli að eiga að bæta enn við skuldirnar,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til á dögunum sjö milljarða króna sparnaðaraðgerðir, sem voru ekki samþykktar. „Hagræðingin er samt ekki svo mikil. Það sér varla högg á vatni og ástandið er þannig að það hefði þurft að ráðast í miklu víðtækari og stærri hagræðingaraðgerðir.“ Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Sjá meira
Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Áætlunin tekur mið af nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar og gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára, 2023 til 2027. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga vel, umræðurnar málefnalegar. Það reyndist vera miklu breiðari stuðningur við fjölmargar af þeim hagræðingartillögum sem við höfum lagt fram en umræðan gaf til kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Útfæra og innleiða þurfi hagræðingaraðgerðir af virðingu við borgarana. Meðal þeirra hagræðinga sem hafa verið gagnrýndar er lokun Vinjar, dagseturs fyrir fólk með geðraskanir en borgin tók við rekstrinum af Rauða Krossinum í júlí síðastliðnum. „Hugmyndin er að þjóna [þessum hópi] með öðrum hætti í samhengi við aðra þjónustu borgarinnar. Næsta skref í því er að setjast niður með geðhjálp og öðrum sem koma að málaflokknum til að finna góða lendingu varðandi það,“ segir Dagur. Minnihlutinn segir aðgerðirnar ekki nógu drastískar. „Þessi fjárhagsáætlun sýnir að það á að halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn. Það eru mjög slæm tíðindi fyrir borgarbúa að það skuli að eiga að bæta enn við skuldirnar,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til á dögunum sjö milljarða króna sparnaðaraðgerðir, sem voru ekki samþykktar. „Hagræðingin er samt ekki svo mikil. Það sér varla högg á vatni og ástandið er þannig að það hefði þurft að ráðast í miklu víðtækari og stærri hagræðingaraðgerðir.“
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Sjá meira
Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær. 7. desember 2022 11:11
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45