Myndlist

Fréttamynd

Boðar endur­fæðingu og nýjan ó­hefð­bundinn tón

Sigurður Sæ­var Magnús­son er 26 ára en hefur starfað sem mynd­listar­maður í sex­tán ár. Hann út­skrifaðist í júní frá Konung­legu lista­akademíunni í Haag og var hluti af úr­vals­sýningu út­skriftar­nema frá hollenskum lista­há­skólum. Sigurður boðar enda­lok á sinni vin­sælustu seríu og nýjan ó­venju­legan tón.

Lífið
Fréttamynd

Flugu saman fram af hárugri bjarg­brún

„Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 

Menning
Fréttamynd

„Mikil­vægt að mynd­list geti líka verið ó­geðs­leg“

„Mér finnst gaman að kveikja á alls konar tilfinningum hjá áhorfendum. Mér finnst líka gaman að taka eitthvað sem mér finnst ógeðslegt eins og köngulær og ég reyni alltaf að gera þær girnilegri en þær eru í raun,“ segir myndlistarkonan Helena Margrét Jónsdóttir opnar einkasýningu í D sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Menning
Fréttamynd

„Af því verður maður ríkastur“

Þýskur listmálari og íslenskur æðarbóndi sem skilja ekki tungumál hvors annars láta það ekki setja stein í götu vinskaparins. Síðan þeir kynntust hefur æðarbóndinn orðið að aðalgagnrýnanda listmálarans sem lætur nú ekkert frá sér nema bóndinn sé búinn að sjá það.

Lífið
Fréttamynd

Ariana Katrín nýr verk­efna­stjóri miðlunar

Ariana Katrín Katrínardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra miðlunar Listasafns Reykjavíkur. Katrín mun annast samstarf við skóla, móttöku skólahópa og aðra miðlun til barna, ungmenna og fjölskyldna.

Menning
Fréttamynd

„Hérna er allt þægi­legt og kósí og mjúk teppi“

Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina.

Menning
Fréttamynd

Geirfuglinn kominn á sinn stað

Listaverkið Geirfugl eftir Ólöfu Nordal er aftur komið á sinn stall eftir að hafa fallið niður við högg í mikilli ísingu í vetur.

Menning
Fréttamynd

„Við hættum að sjá hvers virði mannleg hæfni er“

Advania og Myndlistaskólann í Reykjavík fóru í samstarf þar sem nemendur skólans endurgerðu auglýsingar fyrirtækisins sem gervigreind hafði skapað. Halldór Baldursson, kennari við MíR, horfir óttablöndnum augum til gervigreindarframtíðar en nemendur hans eru bjartsýnni.

Lífið
Fréttamynd

Ráð­gátan um dýra mál­verkið leyst

Málverk eftir óþekktan listamann, sem metið var á þrjátíu þúsund krónur, seldist flestum að óvörum á tæpar fjögur hundruð þúsund krónur á uppboði í gær.  Ástæðan er talin vera tilfinningalegt gildi efnistaka óþekkta listamannsins.

Menning
Fréttamynd

Segja mynd­listar­á­huga al­mennings hafa aukist til muna

Listval Gallery hefur fært sig um set og opnar í nýju húsnæði næsta laugardag að Hverfisgötu 4. Samhliða því verður Listval með opnun á einkasýningu Huldu Vilhjálmsdóttur sem ber heitið „Ég er gegnsæ“. Blaðamaður tók púlsinn á Elísabetu Ölmu Svendsen og Helgu Björg Kjerúlf, eigendum Listvals.

Menning
Fréttamynd

Leitað að teikningu Kjarvals vegna smíði brúar yfir Skaftá

Leit stendur yfir að blýantsteikningu eftir Jóhannes Kjarval af brú sem listmálarann dreymdi um að yrði lögð yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Menn vonast til að hugmynd Kjarvals geti orðið fyrirmynd að göngubrú sem myndi tengja nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Klaustur.

Innlent
Fréttamynd

Mynda­sagna­goð­sögn látin

Bandaríski myndasagnateiknarinn John Romita Sr., er látinn, 93 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir að hafa blásið lífi í myndasagnapersónur á borð við Wolverine, Punisher og Luke Cage.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenskar mynd­listar­stjörnur sam­tímans á veg­legri sýningu

Listasafn Reykjavíkur opnar veglega yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu næstkomandi laugardag þar sem íslenskar myndlistarstjörnur samtímans leika lykilhlutverk. Sýningin ber heitið Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld og verður þar til sýnis úrval af þeim verkum sem Listasafnið hefur eignast síðustu tvo áratugi.

Menning
Fréttamynd

Stoltastur af því að hafa brugðist rétt við upp­á­tæki sonarins

„Myndin var nánast tilbúin og ég var að fara að setja hana á sýningu. Þegar ég kem út þá situr Elli á þessum háa stól, svona tveggja ára gamall, með rauðu krítina, ofboðslega ánægður, búinn að krassa yfir alla myndina,“ segir myndlistarmaðurinn Egill Eðvarðsson. Hann og sonur hans, Elli, eru viðmælendur í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Seldi fyrstu nektar­myndina sína til The We­eknd

Elli Egilsson er heillaður að kvenlíkamanum sem viðfangsefni í myndlistinni en fyrsta slíka málverkið sem hann seldi fór til ofurstjörnunnar The Weeknd. Elli er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, en þeir stóðu saman fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Port.

Menning
Fréttamynd

„Munar um hvern einasta hval“

Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Hristir upp í hefð­bundnum heimilis­stíl

„Mér finnst alltaf áhugavert að sjá hvað við setjum inn til okkar. Við flytjum inn í einhvern hvítan kassa og svo formum við hann og mótum og breytum öllu. Og mig langaði að koma með innleg inn á heimilið, mér fannst það mjög spennandi,“ segir hönnuðurinn og listakonan Hanna Dís Whitehead, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning