Myndlist

Fréttamynd

Stoltastur af því að hafa brugðist rétt við upp­á­tæki sonarins

„Myndin var nánast tilbúin og ég var að fara að setja hana á sýningu. Þegar ég kem út þá situr Elli á þessum háa stól, svona tveggja ára gamall, með rauðu krítina, ofboðslega ánægður, búinn að krassa yfir alla myndina,“ segir myndlistarmaðurinn Egill Eðvarðsson. Hann og sonur hans, Elli, eru viðmælendur í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Seldi fyrstu nektar­myndina sína til The We­eknd

Elli Egilsson er heillaður að kvenlíkamanum sem viðfangsefni í myndlistinni en fyrsta slíka málverkið sem hann seldi fór til ofurstjörnunnar The Weeknd. Elli er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, en þeir stóðu saman fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Port.

Menning
Fréttamynd

„Munar um hvern einasta hval“

Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Hristir upp í hefð­bundnum heimilis­stíl

„Mér finnst alltaf áhugavert að sjá hvað við setjum inn til okkar. Við flytjum inn í einhvern hvítan kassa og svo formum við hann og mótum og breytum öllu. Og mig langaði að koma með innleg inn á heimilið, mér fannst það mjög spennandi,“ segir hönnuðurinn og listakonan Hanna Dís Whitehead, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

„Svo verður maður kannski fyrir valtara og hvað gerirðu þá?“

„Ég hef rosalega gaman að því að vera á einhverjum mörkum. Með svona „questionable“ fagurfræði. Ég veit alveg að það finnst ekki öllum þetta flott og mér finnst það bara allt í lagi. Mér líður vel þar,“ segir listakonan og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Sviðs­höfundur Lor­een segist ekki hafa stolið af Sæ­­mundi

Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. 

Lífið
Fréttamynd

„Besta stöffið er að vera só­ber“

„Nánast allt hefur veitt mér gleði og það fylgir því líka að ég er sóber listamaður,“ segir Snorri Ásmundsson. Listasafn Reykjanesbæjar opnar yfirlitssýningu á verkum hans á morgun klukkan 18:00 sem stendur út sumarið. Sýningin ber heitið Boðflenna en blaðamaður heyrði í Snorra og fékk að heyra nánar frá.

Menning
Fréttamynd

Útlit Loreen sláandi líkt persónu Sæmundar Þórs

Listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason klórar sér nú í kollinum því eins og Loreen birtist á Eurovision-sviðinu í Liverpool var hún útlits nánast eins og persóna hans. Sæmundur Þór skoðar nú réttarstöðu sína.

Lífið
Fréttamynd

„Átti að hafa borðað elsk­huga í morgun­mat því hún var komin með leið á honum“

„Grýla hefur oft verið nefnd fyrsti femínisti Íslands. Hún var rosalega kraftmikil og lifandi og átti fullt af elskhugum. Þá byrjuðu þessar sögusagnir um hana,“ segir listakonan og ljósmyndarinn Berglind Rögnvalds, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind hefur meðal annars unnið listrænt verkefni um Grýlu, þar sem hún velti fyrir sér hvernig Grýla hefði verið ef hún hefði fengið að blómstra.

Menning
Fréttamynd

Þróaði með sér dellu fyrir míkra­fóna­smíði

„Sýningin tengir saman myndlist, tónlist og eðlisfræði og kjarni hennar er að fanga útlit tónbilanna tólf á sínu myndræna formi,“ segir fjöllistamaðurinn Baldvin Hlynsson, sem opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag klukkan 18:00. Sýningin er hluti af HönnunarMars og stendur til ellefta maí næstkomandi.

Menning
Fréttamynd

Hönnunar­Mars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátt­tak­endur

Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin.

Menning
Fréttamynd

„Mig langaði bara að leyfa geir­vörtunni að njóta sín“

„Ég var búin að upplifa það svolítið mikið hvað þetta var mikið tabú,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Berglind Rögnvaldsdóttir, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind notast gjarnan við viðfangsefni á borð við kvenlíkamann og náttúruna og má segja að verk hennar séu femínísk og einkennist af kvennakrafti. Um þrítugt ákvað hún að skrá sig í ljósmyndanám í Osló og átti lífið í kjölfarið eftir að gjörbreytast í listræna og ævintýralega átt.

Menning
Fréttamynd

„Ég var stundum há­skælandi að mála þessi verk“

„Ég dett bara í einhverja hugleiðslu og mála án þess að hugsa of mikið. Ég leyfi því að gerast sem vill gerast,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason. Lífið tók óvænta og kærkomna stefnu hjá honum eftir að hann fékk tækifæri hjá galleríi í Chicago en síðan þá hefur hann verið að gera öfluga hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur Helgason er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Pétur Gautur er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2023

Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2023. Pétur Gautur hefur unnið af krafti að list sinni síðan hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Portinu í Hafnarfirði árið 1993. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins.

Menning
Fréttamynd

Ferillinn fór á flug eftir ör­laga­ríka lista­sýningu vestan­hafs

„Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Al Jaffee er látinn

Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós.

Lífið
Fréttamynd

Draumurinn rættist þegar Netflix hringdi

Ljósmyndarinn Benjamin Hardman hefur verið hugfanginn af Íslandi frá því hann kom hingað í fyrsta skipti árið 2013. Tveimur árum síðar flutti hann hingað og hefur síðan þá unnið hörðum höndum að því að láta draum sinn rætast um að vinna af fullum krafti við ljósmyndun og myndbandsgerð. Hann á að baki sér áhugaverða og einstaka sögu en Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Fimmtíu ár liðin frá andláti Pablo Picasso

Þess er minnst á Spáni í dag, og reyndar víðar, að hálf öld er liðin frá andláti Pablo Picasso, mesta listmálara Spánar á 20. öldinni. Verk hans seljast sem aldrei fyrr en þó hefur fallið á glansmyndina eftir að ofbeldisfull samskipti hans við konur komust í hámæli.

Erlent
Fréttamynd

Flutti úlpu­laus til Ís­lands en fann lykilinn að list­sköpunni

Benjamin Hardman flutti úlpulaus til Íslands frá Ástralíu fyrir rúmum sjö árum með um það bil þúsund fylgjendur á Instagram og draum um að geta unnið sem ljósmyndari. Hann er nú með um 725 þúsund fylgjendur þar sem hann deilir ævintýrum sínum og sinnir ástríðu sinni á ljósmyndun og myndbandsgerð af fullum krafti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir opinskátt um lífið, listina og mikilvægi þess að elta draumana sína.

Menning