„Leiðin verður að vera óviss svo vel sé“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 16:38 Guðný Rósa var að opna einkasýningu í Ásmundarsal. Olivia Houston „Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi,“ segir myndlistarkonan Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Hún opnaði einkasýninguna Hornafjöldi í hættu í Ásmundarsal á dögunum en sýningin fylgir gestum inn í sumarið og stendur til 6. ágúst næstkomandi. Í fréttatilkynningu segir: „Sýningin er unnin sérstaklega fyrir Ásmundarsal en verk Guðnýjar Rósu bera með sér ríka nánd, jafnt í efnisvali sem og vinnuaðferðum. Þau eru dæmi um listsköpun þar sem persóna og hönd listamannsins eru nálæg í hverju einasta verki, hverri einustu línu, saumspori, fláðu yfirborði og rifnu pappírsblaði, í hverju orði og setningu, hvort sem þær eru hennar hugarsmíð eða fengnar að láni.“ Guðný er búsett í Belgíu en á síðustu tveimur árum hefur hún sótt aukið heim. Hún segir: „Í þessum tíðu en stuttu heimsóknum kem ég ávallt við í Ásmundarsal og stend mig nú að því að dvelja lengur. Að skoða þá fyrst sýningarnar og svo salinn sjálfan … eða öfugt. Þá sit ég oft lengi ein og rýni í gólf og á veggi. Fylgi eftir lekandi sprungum, dvel í særðum flötum, stúdera viðgerðir … hrúðurmyndun á yfirboði. Velti fyrir mér því sem undir liggur. Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi. Að teikna aldrei fyrir fram upp sýningar. Að vita ekki hver niðurstaðan verður né hvert skal stefnt. Leiðin verður að vera óviss svo vel sé.“ Hér má sjá myndir frá opnuninni: Sýningargestir grandskoða list Guðnýjar Rósu.Olivia Houston Mikil gleði á opnun.Olivia Houston Spáð í listinni.Olivia Houston Margt var um manninn.Olivia Houston Verk Guðnýjar Rósu fela í sér ákveðna nánd.Olivia Houston Guðný Rósa var í skýjunum við opnun.Olivia Houston Listunnendur í Ásmunarsal.Olivia Houston Fjölbreytt verk erftir Guðnýju Rósu.Vigfús Birgisson Sýningar á Íslandi Menning Myndlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Sýningin er unnin sérstaklega fyrir Ásmundarsal en verk Guðnýjar Rósu bera með sér ríka nánd, jafnt í efnisvali sem og vinnuaðferðum. Þau eru dæmi um listsköpun þar sem persóna og hönd listamannsins eru nálæg í hverju einasta verki, hverri einustu línu, saumspori, fláðu yfirborði og rifnu pappírsblaði, í hverju orði og setningu, hvort sem þær eru hennar hugarsmíð eða fengnar að láni.“ Guðný er búsett í Belgíu en á síðustu tveimur árum hefur hún sótt aukið heim. Hún segir: „Í þessum tíðu en stuttu heimsóknum kem ég ávallt við í Ásmundarsal og stend mig nú að því að dvelja lengur. Að skoða þá fyrst sýningarnar og svo salinn sjálfan … eða öfugt. Þá sit ég oft lengi ein og rýni í gólf og á veggi. Fylgi eftir lekandi sprungum, dvel í særðum flötum, stúdera viðgerðir … hrúðurmyndun á yfirboði. Velti fyrir mér því sem undir liggur. Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi. Að teikna aldrei fyrir fram upp sýningar. Að vita ekki hver niðurstaðan verður né hvert skal stefnt. Leiðin verður að vera óviss svo vel sé.“ Hér má sjá myndir frá opnuninni: Sýningargestir grandskoða list Guðnýjar Rósu.Olivia Houston Mikil gleði á opnun.Olivia Houston Spáð í listinni.Olivia Houston Margt var um manninn.Olivia Houston Verk Guðnýjar Rósu fela í sér ákveðna nánd.Olivia Houston Guðný Rósa var í skýjunum við opnun.Olivia Houston Listunnendur í Ásmunarsal.Olivia Houston Fjölbreytt verk erftir Guðnýju Rósu.Vigfús Birgisson
Sýningar á Íslandi Menning Myndlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira