Erlent

Starmer sagður hafa látið fjar­lægja mál­verk af Thatcher

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sumir Íhaldsmenn segja ákvörðun Starmer til marks um óvild eða hefnigirni en Thatcher var afar umdeild.
Sumir Íhaldsmenn segja ákvörðun Starmer til marks um óvild eða hefnigirni en Thatcher var afar umdeild. Getty/Gamma-Rapho/Jean Guichard

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur látið fjarlægja málverk af Margaret Thatcher heitinni úr Downing-stræti 10. Þetta segir Tom Baldwin, sem skráir ævisögu Starmer.

Baldwin greindi frá því á Aye Write-bókahátíðinni í Glasgow að hann hefði setið með Starmer í svokallaðri „Thatcher-stofu“, þar sem Thatcher var með skrifstofu þegar hún var forsætisráðherra, og orðið litið á málverkið sem hékk yfir þeim.

„Það er svolítið ónotanlegt að hafa hana starandi á sig, er það ekki,“ sagði hann við Starmer, sem svaraði játandi. Baldwin spurði þá hvort Starmer hyggðist láta fjarlægja málverkið og aftur játti forsætisráðherrann.

Að sögn Baldwin hefur málverkið nú verið fjarlægt en það var pantað af Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra, og afhjúpað árið 2009. Thatcher er sögð hafa valið skartið og næluna sem hún ber á myndinni.

Ákvörðun Starmers hefur verið gagnrýnd af Íhaldsmönnum en þess ber að geta að Starmer hefur lofað Thatcher fyrir ýmsar breytingar sem hún kom til leiða á Bretlandseyjum.

Þess ber að geta að menntamálaráðherrann Jacqui Smith sagði í samtali við Sky News í morgun að málverkið hefði aðeins verið fært til en hún gat þó ekki sagt til um hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×