Fagleg uppbygging myndlistar í forgrunni Tinna Guðmundsdóttir skrifar 13. maí 2024 10:31 Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. SÍM gegnir hlutverki sem málsvari og baráttuafl bæði fyrir myndlistarfólk jafnt og almenning í landinu. Það er nefnilega öllum landsmönnum til bóta að hagsmunamál listamanna séu í góðum farvegi, af því að framlag myndlistarmanna til samfélagsins er gríðarlega mikilvægt á mörgum sviðum. Listir auka vellíðan, listir ýta undir gagnrýna hugsun, listir stuðla að tjáningu, listir rækta samkennd, listir búa til vettvang fyrir ólíka hópa til að koma saman, ræða málin og búa til sameiginlegar minningar, reynslu og minni. Hægt er að halda áfram óendanlega að lista upp með jákvæð áhrif af því listir og menning eru ótæmandi auðlind sem eflist enn frekar þegar búið er að virkja. Það er af þessum ástæðum, og mörgum fleirum, að mjög mikilvægt er að byggja upp starfsumhverfi myndlistarmanna og fjölga leiðum til að myndlistarmenn geti aflað sér tekna. Því meir sem listamenn geta iðkað listsköpun sína því meiri ávaxta nýtur samfélagið. Fyrst og fremst þarf að efla og þróa áfram framtakið Við borgum listamönnum sem SÍM hafði frumkvæði að. Mikill ávinningur hefur áunnist í þessum málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal og halda þarf áfram að tryggja kjör listamanna. Eitt af mikilvægustu málunum um þessar mundir eru breytingar á lögum um listamannalaun. Á síðustu árum hefur farið fram vinna á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögunum og hefur þegar verið mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Þetta er tímamóta frumvarp og komu margir hagsmunaaðilar að undirbúningsvinnunni. Náist það í gegn mun fyrirkomulag á launasjóðunum breytast og það sem er mest aðkallandi, mánaðarleg starfslaun hækka og þeim verður fjölgað. Þessi uppfærsla er löngu tímabært í ljósi fólksfjölgunar og launaþróunar. Í dag eru mánaðarleg listamannalaun 538.000 kr. sem verktakagreiðsla, sem jafngildir 363.115 kr. í útborgun laun eftir að búið er að greiða launatengd gjöld. Annað mikilvægt mál er eftirfylgni með aðgerðumnýlegrar myndlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2023 en sérstaklega aðgerð 9, varðandi fyrirkomulag Listskreytingasjóðs, og aðgerð 17, varðandi gestavinnustofur. Málefni Listskreytingasjóðs er tilefni í aðra grein en það er hreyfing á því máli og nauðsynlegt að hagsmunir myndlistarmanna séu hafðir að leiðarljósi. Varðandi gestavinnustofur þá hefur SÍM í áraraðir rekið alþjóðlegar gestavinnustofur og verið fyrsta stopp á Íslandi fyrir marga erlenda listamenn. Það eru margþætt margföldunaráhrif á rekstri gestavinnustofa, ég þekki það vel á eigin raun eftir störf mín í Skaftfelli á Seyðisfirði og ég hef margoft séð íslenska listamenn fá tækifæri erlendis eftir kynni í gegnum gestalistamann. Að lokum langar mig að nefna að það er löngu tímabært að fundin verði langtímalausn á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn. Góð vinnustofa og vinnuaðstaða er þungamiðja listsköpunar. Búa þarf til aðstæður þar sem listamenn geta leigt vinnustofur til langtíma og stundað sína iðju, á eigin forsendum. Kæru kollegar, ég mun sinna ofantöldum verkefnum af mikilli staðfestu og baráttuanda hljóti ég kjör. Lykillinn í því samhengi er að vera í virku samtali við félagsmenn, hið opinbera og alþjóðlega samfélagið. Munið að kjósa rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí! Höfundur er myndlistarkona og menningarstýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Myndlist Félagasamtök Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. SÍM gegnir hlutverki sem málsvari og baráttuafl bæði fyrir myndlistarfólk jafnt og almenning í landinu. Það er nefnilega öllum landsmönnum til bóta að hagsmunamál listamanna séu í góðum farvegi, af því að framlag myndlistarmanna til samfélagsins er gríðarlega mikilvægt á mörgum sviðum. Listir auka vellíðan, listir ýta undir gagnrýna hugsun, listir stuðla að tjáningu, listir rækta samkennd, listir búa til vettvang fyrir ólíka hópa til að koma saman, ræða málin og búa til sameiginlegar minningar, reynslu og minni. Hægt er að halda áfram óendanlega að lista upp með jákvæð áhrif af því listir og menning eru ótæmandi auðlind sem eflist enn frekar þegar búið er að virkja. Það er af þessum ástæðum, og mörgum fleirum, að mjög mikilvægt er að byggja upp starfsumhverfi myndlistarmanna og fjölga leiðum til að myndlistarmenn geti aflað sér tekna. Því meir sem listamenn geta iðkað listsköpun sína því meiri ávaxta nýtur samfélagið. Fyrst og fremst þarf að efla og þróa áfram framtakið Við borgum listamönnum sem SÍM hafði frumkvæði að. Mikill ávinningur hefur áunnist í þessum málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal og halda þarf áfram að tryggja kjör listamanna. Eitt af mikilvægustu málunum um þessar mundir eru breytingar á lögum um listamannalaun. Á síðustu árum hefur farið fram vinna á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögunum og hefur þegar verið mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Þetta er tímamóta frumvarp og komu margir hagsmunaaðilar að undirbúningsvinnunni. Náist það í gegn mun fyrirkomulag á launasjóðunum breytast og það sem er mest aðkallandi, mánaðarleg starfslaun hækka og þeim verður fjölgað. Þessi uppfærsla er löngu tímabært í ljósi fólksfjölgunar og launaþróunar. Í dag eru mánaðarleg listamannalaun 538.000 kr. sem verktakagreiðsla, sem jafngildir 363.115 kr. í útborgun laun eftir að búið er að greiða launatengd gjöld. Annað mikilvægt mál er eftirfylgni með aðgerðumnýlegrar myndlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2023 en sérstaklega aðgerð 9, varðandi fyrirkomulag Listskreytingasjóðs, og aðgerð 17, varðandi gestavinnustofur. Málefni Listskreytingasjóðs er tilefni í aðra grein en það er hreyfing á því máli og nauðsynlegt að hagsmunir myndlistarmanna séu hafðir að leiðarljósi. Varðandi gestavinnustofur þá hefur SÍM í áraraðir rekið alþjóðlegar gestavinnustofur og verið fyrsta stopp á Íslandi fyrir marga erlenda listamenn. Það eru margþætt margföldunaráhrif á rekstri gestavinnustofa, ég þekki það vel á eigin raun eftir störf mín í Skaftfelli á Seyðisfirði og ég hef margoft séð íslenska listamenn fá tækifæri erlendis eftir kynni í gegnum gestalistamann. Að lokum langar mig að nefna að það er löngu tímabært að fundin verði langtímalausn á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn. Góð vinnustofa og vinnuaðstaða er þungamiðja listsköpunar. Búa þarf til aðstæður þar sem listamenn geta leigt vinnustofur til langtíma og stundað sína iðju, á eigin forsendum. Kæru kollegar, ég mun sinna ofantöldum verkefnum af mikilli staðfestu og baráttuanda hljóti ég kjör. Lykillinn í því samhengi er að vera í virku samtali við félagsmenn, hið opinbera og alþjóðlega samfélagið. Munið að kjósa rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí! Höfundur er myndlistarkona og menningarstýra.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun