„Hluti af heild sem við skiljum ekki“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. júní 2024 10:18 Unnar Ari Baldvinsson er að opna listasýningu á Mýrargötu 18 næsta föstudag. Sunna Ben „Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum. Form og óform Verkin á sýningunni snúast um sterk og einföld form, skýra liti og tómið þar á milli. „Hvað er form ef ekkert er í kringum það? Í verkum mínum kanna ég jafnvægi neikvæðs rýmis og formanna sem það fyllir. Þetta er tilraun til að skapa einfalt en áhrifamikið samspil á milli þess sem er og það sem er ekki. Form og óform. Málverkin eru í sambandi við sjálft sig og stjórna rýminu sem þau hanga í. Það hvetur áhorfandann til þess að taka eftir tómu og föstu formunum, rýminu og plássinu sem verkið tekur. Þetta óræða form dregur mann inn, leiðir augað og býður áhorfandanum upp á nánari skoðun á verki eða rýminu sem það hangir í. Ramminn eða striginn gegnir svipuðu hlutverki og gluggi sem sýnir aðeins hluta af samsetningu alls,“ segir Unnar Ari um sýninguna. Meðal verka Unnars Ara.Unnar Ari Deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna Hið óræða er honum hugleikið og sömuleiðis tilvistarlegar spurningar. „Það er margt í gangi í alheiminum sem við erum hvorki meðvituð um né skynjum. Á hafsbotninum, í geimnum, inni í líkama okkar og í rauninni alls staðar. Orka, tíðni, efni og tómarúm. Okkar söguþráður og okkar daglega líf er auðvitað ekki allt sem er að gerast í heiminum heldur sjáum við, finnum og heyrum bara agnarsmátt brot af því. Samt er þetta allt til og við deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna. Verkin eru hluti af heild sem við skiljum ekki en við getum velt fyrir okkur því sem við ákveðum að horfa á. Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi, tengingu á milli tómleika og því áþreifanlega. Hvert verk býður áhorfandanum að staldra við, íhuga og skilgreina bæði formin og óformin og ég vil leyfa rýminu að tengja saman verkið og þann sem er að horfa.“ View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Regla í óreglu Unnar Ari hefur verið að skoða rýmið inni í rammanum í svolítinn tíma. „Ég hef líka verið að gera tilraunir með það að rugla í jafnvæginu á rammanum. Núna er ég að prófa að brjóta upp rammann og búa til fleti sem rugla í rýminu sjálfu. Þannig að það mætti segja að þessi óform séu tilraun til þess að rugla í jafnvæginu á veggnum sem ber verkið. Hringurinn hefur verið andstæða rammans en á sama tíma hefur hringurinn haldið honum uppi. Málverkið eða tilvera hringsins býr til tilfinningu um tíma inni í föstu formi. Regla í óreglu, form í óformi, eitt eða annað, bæði í einu,“ segir Unnar Ari brosandi að lokum. Sýningin opnar sem áður segir næstkomandi föstudag klukkan 17:00 og eru öll verk til sölu. Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Form og óform Verkin á sýningunni snúast um sterk og einföld form, skýra liti og tómið þar á milli. „Hvað er form ef ekkert er í kringum það? Í verkum mínum kanna ég jafnvægi neikvæðs rýmis og formanna sem það fyllir. Þetta er tilraun til að skapa einfalt en áhrifamikið samspil á milli þess sem er og það sem er ekki. Form og óform. Málverkin eru í sambandi við sjálft sig og stjórna rýminu sem þau hanga í. Það hvetur áhorfandann til þess að taka eftir tómu og föstu formunum, rýminu og plássinu sem verkið tekur. Þetta óræða form dregur mann inn, leiðir augað og býður áhorfandanum upp á nánari skoðun á verki eða rýminu sem það hangir í. Ramminn eða striginn gegnir svipuðu hlutverki og gluggi sem sýnir aðeins hluta af samsetningu alls,“ segir Unnar Ari um sýninguna. Meðal verka Unnars Ara.Unnar Ari Deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna Hið óræða er honum hugleikið og sömuleiðis tilvistarlegar spurningar. „Það er margt í gangi í alheiminum sem við erum hvorki meðvituð um né skynjum. Á hafsbotninum, í geimnum, inni í líkama okkar og í rauninni alls staðar. Orka, tíðni, efni og tómarúm. Okkar söguþráður og okkar daglega líf er auðvitað ekki allt sem er að gerast í heiminum heldur sjáum við, finnum og heyrum bara agnarsmátt brot af því. Samt er þetta allt til og við deilum tímanum með öllu sem er að gerast núna. Verkin eru hluti af heild sem við skiljum ekki en við getum velt fyrir okkur því sem við ákveðum að horfa á. Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi, tengingu á milli tómleika og því áþreifanlega. Hvert verk býður áhorfandanum að staldra við, íhuga og skilgreina bæði formin og óformin og ég vil leyfa rýminu að tengja saman verkið og þann sem er að horfa.“ View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Regla í óreglu Unnar Ari hefur verið að skoða rýmið inni í rammanum í svolítinn tíma. „Ég hef líka verið að gera tilraunir með það að rugla í jafnvæginu á rammanum. Núna er ég að prófa að brjóta upp rammann og búa til fleti sem rugla í rýminu sjálfu. Þannig að það mætti segja að þessi óform séu tilraun til þess að rugla í jafnvæginu á veggnum sem ber verkið. Hringurinn hefur verið andstæða rammans en á sama tíma hefur hringurinn haldið honum uppi. Málverkið eða tilvera hringsins býr til tilfinningu um tíma inni í föstu formi. Regla í óreglu, form í óformi, eitt eða annað, bæði í einu,“ segir Unnar Ari brosandi að lokum. Sýningin opnar sem áður segir næstkomandi föstudag klukkan 17:00 og eru öll verk til sölu.
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira