

Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni.
Um 77 prósent þjóðarinnar eru hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent eru andvíg.
Formaður Félags íslenskra heimilislækna fagnar því að heilbrigðisráðherra sýni í verki vilja til að koma til móts við lækna en vill fleiri og stærri skref. Á dögunum voru drög að reglugerðarbreytum um einföldun á fyrirkomulagi tilvísana fyrir börn birtar í samráðsgátt stjórnvalda.
Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi.
Á undanförnum árum hef ég í starfi mínu sem læknir á Íslandi upplifað að víða er hægt að gera gott heilbrigðiskerfi enn betra. Læknisstarfið er einstakt og innan heilbrigðiskerfisins starfar frábært fólk, en þrátt fyrir það eru fjölmörg þekkt vandamál sem gera það að verkum að þjónusta við sjúklinga verður óskilvirk og álag oft of mikið þannig að langir biðlistar myndast.
Langvinnur sjúkdómur er, samkvæmt skilgreiningu, sjúkdómur sem varir í meira en eitt ár, felur í sér þörf fyrir viðvarandi heilbrigðisþjónustu og/eða veldur takmörkun á athafnargetu einstaklings.
Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar.
Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi.
Í gær kom inn lítill og nett tilkynning inn á vef Stjórnarráðsins frá heilbrigðisráðuneytinu. Tilkynningin fjallar um að einfalda eigi tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Það má með sanni segja að tilvísanakerfið hafi sætt nokkurri gagnrýni síðustu misseri, ekki síst frá læknum sem hafa talið það taka frá þeim dýrmætan tíma og valdi óþarfa skriffinnsku.
Helga Vala Helgadóttir, lögmaður konu sem kvartaði til Landlæknisembættisins og Persónuverndar vegna ólögmætra uppflettinga lækna í sjúkraskrá sinni, segir málinu hvergi nærri lokið.
Síðustu mánuði hafa margar jákvæðar fréttir borist frá heilbrigðisráðuneytinu. Markvisst er unnið eftir stefnunni jafnt aðgengi, óháð efnahag og búsetu, um það ríkir samstaða í samfélaginu. Það er því fagnaðarefni að nú er verið að fjölga ferðum sem fást endurgreiddar frá Sjúkratryggingum vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem sótt er utan heimabyggðar.
Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna.
Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn.
Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Sífellt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem kjósa að fæða börn án aðkomu heilbrigðiskerfisins. Ljósmóðir hjá Björkinni hefur orðið vör við slíka þróun og segist skilja konur sem taki ákvörðun um að haga fæðingunni á þennan hátt.
Kórónuveirufaraldurinn virðist smávægilegur samanborið við þær áskoranir sem mannkynið mun standa frammi fyrir ef þeim bakteríum og veirum heldur áfram að fjölga sem eru ónæmar fyrir lyfjum.
Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir, segir þar til gerða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá hafa hreinsað hann og aðra lækna af sökum að hafa flett upp upplýsingum í sjúkraskrá í andstöðu við lög. Málinu sé lokið og muni ekki hafa afleiðingar fyrir hann.
Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð.
Í umsögn LÍ kemur fram að félagið leggst eindregið gegn samþykkt þess frumvarps til laga um dánaraðstoð, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar kemur og fram að stjórn LÍ hefur falið Siðfræðiráði félagsins að efna til málþings um dánaraðstoð á næstunni og þannig beita sér fyrir umræðu um efnið meðal félagsmanna sinna.
Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár.
Sálfræðingur, sem vinnur í áfallateymi á bráðamóttöku Landspítalans, segir starfið mjög erfitt en á sama tíma gefandi því það séu forréttindi að fá að fylgja fólki í gegnum erfiðasta tíma lífsins, en að það taki á.
10. maí er alþjóðlegur dagur Lupus eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn er kallaður á íslensku.
Árum saman hefur öryrkjum verið synjað um nauðsynlegar kjarabætur og kerfisbreytingar á þeim forsendum að „heildarendurskoðun“ á örorkulífeyriskerfinu þurfi að fara fram.
Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, sinnir af og til sjúklingum á Landspítalanum.
Ungfrú Bandaríkin, Noelia Voigt, hefur ákveðið að afsala sér titlinum vegna heilsufarsástæðna. Voigt fór með sigur af hólmi þegar keppnin fór fram í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér á Instagram sagðist hún trúa á það að gera það sem er best fyrir „sjálfan sig og geðheilsuna“.
„Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby.
Valtýr Stefánsson Thors hefur verið ráðinn sem yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann.
Ásgeir Þór Árnason var einungis 35 ára gamall þegar hann fékk hjartastopp og fleiri fylgdu í kjölfarið. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og tjáðu læknar honum að það væri í raun kraftaverk að hann lifði af.
Fyrirhugaður samruni félaga sem eiga tvær af umsvifamestu læknisfræðilegu myndgreiningarþjónustufyrirtækjum landsins fær ekki að ganga í gegn eftir að Landsréttur staðfesti ógildingu Samkeppniseftirlitsins á honum í dag.
Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur.