Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. janúar 2025 16:30 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Húsnæði fyrst hefur reynst vel og við höfum fjölgað þeim rýmum sem og smáhýsum, nýju neyðarhúsnæði og áfangaheimili fyrir konur, svo fátt eitt sé nefnt. Neyslurými var opnað í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og heimilislaust fólk hefur nú aðgang að heimahjúkrun sem var gríðarlega stórt skref. Enn er þó mikið verk að vinna, eins og ný aðgerðaáætlun ber með sér. Við höfum fjölgað búsetukostum fyrir heimilislaust folk um 80 frá 2019 og ætlum að fjölga um 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir árið 2027, sem munu auka heildarfjölda rýma í 293. Gistiskýlin verða endurskipulögð og stöðugildum í Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar, sem veitir þjónustu á vettvangi verður fjölgað og þjónustan veitt allan sólarhringinn. Heimilislausar konur og jaðarsettir hópar Aukin áhersla er á þjónustu við konur og einstaklinga af erlendum uppruna og áfram verður haldið að efla þjónustu sem og því verkefni að þrepaskipta þjónustunni, þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum hvers og eins. Við ætlum að opna nýtt Konukot en leit að hentugu húsnæði hefur staðið yfir árum saman þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þörfin er brýn. Á grundvelli fyrri aðgerðaráætlunar skilaði starfshópur tillögum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir heimilisleysi ungmenna m.a. með gagnreyndum aðferðum og vinna er hafin við að tímasetja- og kostnaðarmeta þær tillögur. Tökum höndum saman gegn heimilisleysi Heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru mun líklegri en aðrir einstaklingar til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Þá eru þessir einstaklingar líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og ljóst er að til að árangur náist kallar það á samþættingu mismunandi þjónustukerfa, þ.e. heilbrigðis,- réttar,- og félagslega kerfisins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann af þjónustunni en nú er kominn tími til að ríkið móti stefnu í málaflokknum og að önnur sveitarfélög setji sér stefnu og viðbragðsáætlanir. Um þriðjungur þeirra sem fá þjónustu í Reykjavík eru ekki íbúar sveitarfélagsins og eru því í áhættu á að festast í þeirri aðstöðu að leita til gistiskýla í borgarinnar í stað þess að fá úrræði sem mæta þeirra þörfum í sinni heimabyggð. Í Reykjavík hefur byggst upp mikil þekking á málaflokknum og við köllum eftir auknu samstarfi þvert á sveitarfélög og þvert á kerfi, til að geta veitt viðeigandi þjónustu til hvers og eins einstaklings. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Málefni heimilislausra Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Húsnæði fyrst hefur reynst vel og við höfum fjölgað þeim rýmum sem og smáhýsum, nýju neyðarhúsnæði og áfangaheimili fyrir konur, svo fátt eitt sé nefnt. Neyslurými var opnað í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og heimilislaust fólk hefur nú aðgang að heimahjúkrun sem var gríðarlega stórt skref. Enn er þó mikið verk að vinna, eins og ný aðgerðaáætlun ber með sér. Við höfum fjölgað búsetukostum fyrir heimilislaust folk um 80 frá 2019 og ætlum að fjölga um 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir árið 2027, sem munu auka heildarfjölda rýma í 293. Gistiskýlin verða endurskipulögð og stöðugildum í Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar, sem veitir þjónustu á vettvangi verður fjölgað og þjónustan veitt allan sólarhringinn. Heimilislausar konur og jaðarsettir hópar Aukin áhersla er á þjónustu við konur og einstaklinga af erlendum uppruna og áfram verður haldið að efla þjónustu sem og því verkefni að þrepaskipta þjónustunni, þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum hvers og eins. Við ætlum að opna nýtt Konukot en leit að hentugu húsnæði hefur staðið yfir árum saman þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þörfin er brýn. Á grundvelli fyrri aðgerðaráætlunar skilaði starfshópur tillögum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir heimilisleysi ungmenna m.a. með gagnreyndum aðferðum og vinna er hafin við að tímasetja- og kostnaðarmeta þær tillögur. Tökum höndum saman gegn heimilisleysi Heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru mun líklegri en aðrir einstaklingar til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Þá eru þessir einstaklingar líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og ljóst er að til að árangur náist kallar það á samþættingu mismunandi þjónustukerfa, þ.e. heilbrigðis,- réttar,- og félagslega kerfisins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann af þjónustunni en nú er kominn tími til að ríkið móti stefnu í málaflokknum og að önnur sveitarfélög setji sér stefnu og viðbragðsáætlanir. Um þriðjungur þeirra sem fá þjónustu í Reykjavík eru ekki íbúar sveitarfélagsins og eru því í áhættu á að festast í þeirri aðstöðu að leita til gistiskýla í borgarinnar í stað þess að fá úrræði sem mæta þeirra þörfum í sinni heimabyggð. Í Reykjavík hefur byggst upp mikil þekking á málaflokknum og við köllum eftir auknu samstarfi þvert á sveitarfélög og þvert á kerfi, til að geta veitt viðeigandi þjónustu til hvers og eins einstaklings. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar