Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. janúar 2025 16:30 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Húsnæði fyrst hefur reynst vel og við höfum fjölgað þeim rýmum sem og smáhýsum, nýju neyðarhúsnæði og áfangaheimili fyrir konur, svo fátt eitt sé nefnt. Neyslurými var opnað í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og heimilislaust fólk hefur nú aðgang að heimahjúkrun sem var gríðarlega stórt skref. Enn er þó mikið verk að vinna, eins og ný aðgerðaáætlun ber með sér. Við höfum fjölgað búsetukostum fyrir heimilislaust folk um 80 frá 2019 og ætlum að fjölga um 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir árið 2027, sem munu auka heildarfjölda rýma í 293. Gistiskýlin verða endurskipulögð og stöðugildum í Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar, sem veitir þjónustu á vettvangi verður fjölgað og þjónustan veitt allan sólarhringinn. Heimilislausar konur og jaðarsettir hópar Aukin áhersla er á þjónustu við konur og einstaklinga af erlendum uppruna og áfram verður haldið að efla þjónustu sem og því verkefni að þrepaskipta þjónustunni, þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum hvers og eins. Við ætlum að opna nýtt Konukot en leit að hentugu húsnæði hefur staðið yfir árum saman þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þörfin er brýn. Á grundvelli fyrri aðgerðaráætlunar skilaði starfshópur tillögum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir heimilisleysi ungmenna m.a. með gagnreyndum aðferðum og vinna er hafin við að tímasetja- og kostnaðarmeta þær tillögur. Tökum höndum saman gegn heimilisleysi Heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru mun líklegri en aðrir einstaklingar til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Þá eru þessir einstaklingar líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og ljóst er að til að árangur náist kallar það á samþættingu mismunandi þjónustukerfa, þ.e. heilbrigðis,- réttar,- og félagslega kerfisins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann af þjónustunni en nú er kominn tími til að ríkið móti stefnu í málaflokknum og að önnur sveitarfélög setji sér stefnu og viðbragðsáætlanir. Um þriðjungur þeirra sem fá þjónustu í Reykjavík eru ekki íbúar sveitarfélagsins og eru því í áhættu á að festast í þeirri aðstöðu að leita til gistiskýla í borgarinnar í stað þess að fá úrræði sem mæta þeirra þörfum í sinni heimabyggð. Í Reykjavík hefur byggst upp mikil þekking á málaflokknum og við köllum eftir auknu samstarfi þvert á sveitarfélög og þvert á kerfi, til að geta veitt viðeigandi þjónustu til hvers og eins einstaklings. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Málefni heimilislausra Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Húsnæði fyrst hefur reynst vel og við höfum fjölgað þeim rýmum sem og smáhýsum, nýju neyðarhúsnæði og áfangaheimili fyrir konur, svo fátt eitt sé nefnt. Neyslurými var opnað í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og heimilislaust fólk hefur nú aðgang að heimahjúkrun sem var gríðarlega stórt skref. Enn er þó mikið verk að vinna, eins og ný aðgerðaáætlun ber með sér. Við höfum fjölgað búsetukostum fyrir heimilislaust folk um 80 frá 2019 og ætlum að fjölga um 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir árið 2027, sem munu auka heildarfjölda rýma í 293. Gistiskýlin verða endurskipulögð og stöðugildum í Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar, sem veitir þjónustu á vettvangi verður fjölgað og þjónustan veitt allan sólarhringinn. Heimilislausar konur og jaðarsettir hópar Aukin áhersla er á þjónustu við konur og einstaklinga af erlendum uppruna og áfram verður haldið að efla þjónustu sem og því verkefni að þrepaskipta þjónustunni, þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum hvers og eins. Við ætlum að opna nýtt Konukot en leit að hentugu húsnæði hefur staðið yfir árum saman þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þörfin er brýn. Á grundvelli fyrri aðgerðaráætlunar skilaði starfshópur tillögum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir heimilisleysi ungmenna m.a. með gagnreyndum aðferðum og vinna er hafin við að tímasetja- og kostnaðarmeta þær tillögur. Tökum höndum saman gegn heimilisleysi Heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru mun líklegri en aðrir einstaklingar til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Þá eru þessir einstaklingar líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og ljóst er að til að árangur náist kallar það á samþættingu mismunandi þjónustukerfa, þ.e. heilbrigðis,- réttar,- og félagslega kerfisins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann af þjónustunni en nú er kominn tími til að ríkið móti stefnu í málaflokknum og að önnur sveitarfélög setji sér stefnu og viðbragðsáætlanir. Um þriðjungur þeirra sem fá þjónustu í Reykjavík eru ekki íbúar sveitarfélagsins og eru því í áhættu á að festast í þeirri aðstöðu að leita til gistiskýla í borgarinnar í stað þess að fá úrræði sem mæta þeirra þörfum í sinni heimabyggð. Í Reykjavík hefur byggst upp mikil þekking á málaflokknum og við köllum eftir auknu samstarfi þvert á sveitarfélög og þvert á kerfi, til að geta veitt viðeigandi þjónustu til hvers og eins einstaklings. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun