Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. janúar 2025 16:30 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Húsnæði fyrst hefur reynst vel og við höfum fjölgað þeim rýmum sem og smáhýsum, nýju neyðarhúsnæði og áfangaheimili fyrir konur, svo fátt eitt sé nefnt. Neyslurými var opnað í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og heimilislaust fólk hefur nú aðgang að heimahjúkrun sem var gríðarlega stórt skref. Enn er þó mikið verk að vinna, eins og ný aðgerðaáætlun ber með sér. Við höfum fjölgað búsetukostum fyrir heimilislaust folk um 80 frá 2019 og ætlum að fjölga um 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir árið 2027, sem munu auka heildarfjölda rýma í 293. Gistiskýlin verða endurskipulögð og stöðugildum í Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar, sem veitir þjónustu á vettvangi verður fjölgað og þjónustan veitt allan sólarhringinn. Heimilislausar konur og jaðarsettir hópar Aukin áhersla er á þjónustu við konur og einstaklinga af erlendum uppruna og áfram verður haldið að efla þjónustu sem og því verkefni að þrepaskipta þjónustunni, þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum hvers og eins. Við ætlum að opna nýtt Konukot en leit að hentugu húsnæði hefur staðið yfir árum saman þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þörfin er brýn. Á grundvelli fyrri aðgerðaráætlunar skilaði starfshópur tillögum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir heimilisleysi ungmenna m.a. með gagnreyndum aðferðum og vinna er hafin við að tímasetja- og kostnaðarmeta þær tillögur. Tökum höndum saman gegn heimilisleysi Heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru mun líklegri en aðrir einstaklingar til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Þá eru þessir einstaklingar líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og ljóst er að til að árangur náist kallar það á samþættingu mismunandi þjónustukerfa, þ.e. heilbrigðis,- réttar,- og félagslega kerfisins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann af þjónustunni en nú er kominn tími til að ríkið móti stefnu í málaflokknum og að önnur sveitarfélög setji sér stefnu og viðbragðsáætlanir. Um þriðjungur þeirra sem fá þjónustu í Reykjavík eru ekki íbúar sveitarfélagsins og eru því í áhættu á að festast í þeirri aðstöðu að leita til gistiskýla í borgarinnar í stað þess að fá úrræði sem mæta þeirra þörfum í sinni heimabyggð. Í Reykjavík hefur byggst upp mikil þekking á málaflokknum og við köllum eftir auknu samstarfi þvert á sveitarfélög og þvert á kerfi, til að geta veitt viðeigandi þjónustu til hvers og eins einstaklings. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Málefni heimilislausra Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt endurskoðaða aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra, sem gildir til ársins 2027. Áætlunin byggir á stefnu borgarinnar í málaflokknum. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í þjónustu við heimilislaust fólk sem nú er veitt á grundvelli skaðaminnkandi hugmyndafræði og batamiðaðri valdeflandi þjónustu. Húsnæði fyrst hefur reynst vel og við höfum fjölgað þeim rýmum sem og smáhýsum, nýju neyðarhúsnæði og áfangaheimili fyrir konur, svo fátt eitt sé nefnt. Neyslurými var opnað í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og heimilislaust fólk hefur nú aðgang að heimahjúkrun sem var gríðarlega stórt skref. Enn er þó mikið verk að vinna, eins og ný aðgerðaáætlun ber með sér. Við höfum fjölgað búsetukostum fyrir heimilislaust folk um 80 frá 2019 og ætlum að fjölga um 106 nýjar húsnæðiseiningar fyrir árið 2027, sem munu auka heildarfjölda rýma í 293. Gistiskýlin verða endurskipulögð og stöðugildum í Vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar, sem veitir þjónustu á vettvangi verður fjölgað og þjónustan veitt allan sólarhringinn. Heimilislausar konur og jaðarsettir hópar Aukin áhersla er á þjónustu við konur og einstaklinga af erlendum uppruna og áfram verður haldið að efla þjónustu sem og því verkefni að þrepaskipta þjónustunni, þannig að eitt úrræði taki við af öðru eftir þörfum hvers og eins. Við ætlum að opna nýtt Konukot en leit að hentugu húsnæði hefur staðið yfir árum saman þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þörfin er brýn. Á grundvelli fyrri aðgerðaráætlunar skilaði starfshópur tillögum um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir heimilisleysi ungmenna m.a. með gagnreyndum aðferðum og vinna er hafin við að tímasetja- og kostnaðarmeta þær tillögur. Tökum höndum saman gegn heimilisleysi Heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru mun líklegri en aðrir einstaklingar til að glíma við geðrænar áskoranir, líkamleg veikindi, vímuefnavanda og þunga áfallasögu. Þá eru þessir einstaklingar líklegri til að eiga mál innan réttarvörslukerfisins og ljóst er að til að árangur náist kallar það á samþættingu mismunandi þjónustukerfa, þ.e. heilbrigðis,- réttar,- og félagslega kerfisins. Hingað til hefur Reykjavíkurborg borið hitann og þungann af þjónustunni en nú er kominn tími til að ríkið móti stefnu í málaflokknum og að önnur sveitarfélög setji sér stefnu og viðbragðsáætlanir. Um þriðjungur þeirra sem fá þjónustu í Reykjavík eru ekki íbúar sveitarfélagsins og eru því í áhættu á að festast í þeirri aðstöðu að leita til gistiskýla í borgarinnar í stað þess að fá úrræði sem mæta þeirra þörfum í sinni heimabyggð. Í Reykjavík hefur byggst upp mikil þekking á málaflokknum og við köllum eftir auknu samstarfi þvert á sveitarfélög og þvert á kerfi, til að geta veitt viðeigandi þjónustu til hvers og eins einstaklings. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun