Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. desember 2025 16:32 Gugga kíkti á körfuboltakvöld á Suðurnesjum og niður í miðborgina þar sem hún spurði fólk út í það skrítnasta sem þau hefðu séð á djamminu. Gugga í gúmmíbát kíkti á Herrakvöld á Suðurnesjum þar sem hún bauð upp notaðan brjóstahaldara áður en hún fór niður í bæ til að komast að því skrítnasta sem fólk hafði séð á djamminu. „Getiði hvar ég er, þið fáið þrjár sekúndur,“ segir Gugga í upphafi nýjasta þáttar Gugga fer á djammið. „Ég er í Keflavík, held ég, eða Reykjanesbæ, eða Sandgerði, eða Garði eða Njarðvík. Ég er ekki alveg viss, en ég er mætt á eitthvað kvöld, ég held þetta sé körfuboltakvöld. Ég elska körfuboltastráka.“ Gugga í Séð og heyrt. Andri Már, betur þekktur sem Nablinn og besti vinur Guggu þessa dagana, var þar að veislustýra og fékk Guggu til að aðstoða sig með uppboð. Gugga fékk sér skot, gekk á milli manna í leit að körfuboltamönnum og endaði svo á að bjóða upp brjóstahaldarann sinn. Förinni var síðan heitið niður í bæ. Á leiðinni drakk Gugga áfengisblandaða Orku og þuldi upp nokkur heit „take“ um yfirstandandi Wicked-æði, Neil Armstrong sem mögulegan bólfélaga og nauðsyn þess að fá Séð og heyrt aftur. Strákar að sniffa og fólk að ríða Niðri í bæ tók Gugga púlsinn á djömmurum, spurði þá út í uppáhalds skemmtistaðina sína og voru ýmsir nefndir á nafn. Stúlkurnar elskuðu American Bar en fjölmargir aðrir staðir báru á góma. Hvað er það skrítnasta sem þið hafið séð á klúbbi? „Hvað strákar eru casual að taka hvítt duft í nefið,“ sagði ein stúlka og vinur hennar sagði: „Ég hef séð live kynlíf á klúbbi á Tenerife.“ Þessi stúlka var hneyksluð með svar vinar síns. Aðrir höfðu séð poka af ofskynjunarsveppum, „gæja að hömpa annarri gellu“ og „fólk að ríða“. „Ég fór í sleik við gellu á klúbbi og hún sagði: „Shit hvað ég væri til í að þú værir bróðir þinn.“,“ sagði einn djammarinn um það skrítnasta sem hann hafði lent í. Ljóstrað upp um leyndarmál Gugga náði síðan tali af raunveruleikastjörnunni Binna Glee og bað hann um að segja áhorfendum frá einhverjum sem mamma hans vissi ekki af. „Hún veit ekki neitt, bara,“ svaraði Binni. Veit hún að þú sért á Grindr? „Mamma ég er á Grindr,“ sagði Binni þá. Aðrir ljóstruðu upp um gamla árekstra og djammsögur af yngri árum. Gugga kíkti loks inn á Auto, ræddi við tónlistarmennina Alösku og Elvar og spurði fleiri djammara út í það skrítnasta sem þeir hefðu séð. Jón Gnarr yngri hefur séð ýmislegt. „Það er voðalega mikið af fólki að taka amfetamín inni á klósetti,“ sagði Jón Gnarr yngri. „En það má,“ sagði þá vinur hans. „Ég er ekki að banna neitt!“ bætti Jón við. Þeir félagar vildu þó helst banna fólki yfir þrítugu að djamma á stöðum á borð við Auto. Þriðja þáttinn af Gugga fer á djammið má sjá hér að neðan: Gugga fer á djammið Samkvæmislífið Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Getiði hvar ég er, þið fáið þrjár sekúndur,“ segir Gugga í upphafi nýjasta þáttar Gugga fer á djammið. „Ég er í Keflavík, held ég, eða Reykjanesbæ, eða Sandgerði, eða Garði eða Njarðvík. Ég er ekki alveg viss, en ég er mætt á eitthvað kvöld, ég held þetta sé körfuboltakvöld. Ég elska körfuboltastráka.“ Gugga í Séð og heyrt. Andri Már, betur þekktur sem Nablinn og besti vinur Guggu þessa dagana, var þar að veislustýra og fékk Guggu til að aðstoða sig með uppboð. Gugga fékk sér skot, gekk á milli manna í leit að körfuboltamönnum og endaði svo á að bjóða upp brjóstahaldarann sinn. Förinni var síðan heitið niður í bæ. Á leiðinni drakk Gugga áfengisblandaða Orku og þuldi upp nokkur heit „take“ um yfirstandandi Wicked-æði, Neil Armstrong sem mögulegan bólfélaga og nauðsyn þess að fá Séð og heyrt aftur. Strákar að sniffa og fólk að ríða Niðri í bæ tók Gugga púlsinn á djömmurum, spurði þá út í uppáhalds skemmtistaðina sína og voru ýmsir nefndir á nafn. Stúlkurnar elskuðu American Bar en fjölmargir aðrir staðir báru á góma. Hvað er það skrítnasta sem þið hafið séð á klúbbi? „Hvað strákar eru casual að taka hvítt duft í nefið,“ sagði ein stúlka og vinur hennar sagði: „Ég hef séð live kynlíf á klúbbi á Tenerife.“ Þessi stúlka var hneyksluð með svar vinar síns. Aðrir höfðu séð poka af ofskynjunarsveppum, „gæja að hömpa annarri gellu“ og „fólk að ríða“. „Ég fór í sleik við gellu á klúbbi og hún sagði: „Shit hvað ég væri til í að þú værir bróðir þinn.“,“ sagði einn djammarinn um það skrítnasta sem hann hafði lent í. Ljóstrað upp um leyndarmál Gugga náði síðan tali af raunveruleikastjörnunni Binna Glee og bað hann um að segja áhorfendum frá einhverjum sem mamma hans vissi ekki af. „Hún veit ekki neitt, bara,“ svaraði Binni. Veit hún að þú sért á Grindr? „Mamma ég er á Grindr,“ sagði Binni þá. Aðrir ljóstruðu upp um gamla árekstra og djammsögur af yngri árum. Gugga kíkti loks inn á Auto, ræddi við tónlistarmennina Alösku og Elvar og spurði fleiri djammara út í það skrítnasta sem þeir hefðu séð. Jón Gnarr yngri hefur séð ýmislegt. „Það er voðalega mikið af fólki að taka amfetamín inni á klósetti,“ sagði Jón Gnarr yngri. „En það má,“ sagði þá vinur hans. „Ég er ekki að banna neitt!“ bætti Jón við. Þeir félagar vildu þó helst banna fólki yfir þrítugu að djamma á stöðum á borð við Auto. Þriðja þáttinn af Gugga fer á djammið má sjá hér að neðan:
Gugga fer á djammið Samkvæmislífið Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira