Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2025 20:03 Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni segir að taka þurfi baráttunni við sýklalyfjaónæmi alvarlega. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir brýnt að fjármagna nýlega aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi. Vísir Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu. Sýklalyfjaónæmi er einn helsti heilbrigðisvandi nútímans að mati Lancet, eins virtasta læknatímarits heims. Almennt hefur tíðni slíks ónæmis vaxið hér síðustu tíu ár og alvarlegum tilvikum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Tilvikum sýklalyfjaónæmis hefur fjölgað þó nokkuð hér á landi síðustu ár eins og kemur fram á þessari mynd frá Landlæknisembættinu.Vísir Á sama tíma er Íslands Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Samanburður á sýklalyfjaávísunum á Norðurlöndum þar sem Ísland er í efsta sæti samkvæmt Landlæknisembættinu.Vísir Alvarlegum sýkingum fjölgaði mikið Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni sem hélt erindi um efnið á Læknadögum sem standa yfir, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum. Það veldur fjölda dauðsfalla og veldur vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið hér á landi og í heiminum öllum,“ segir hún. Um tvöfalt fleiri alvarleg tilvik fjölónæmra sýkinga komu fram í fyrra samanborið við fyrra ár. „Fyrir tíu árum greindist ekkert af svokölluðum Carbaoenemase sýkingum eða alvarlegum fjölónæmum sýkingum en svo fór þetta smám saman vaxandi. Slík tilvik um tíu á árunum 2022 og 2023 en á síðasta ári greindust 18 tilvik slíkra sýkinga,“ segir Anna Margrét. Hún segir mikilvægt að draga úr sýklalyfjaávísunum. „Það þarf að hindra að sýklalyfjaónæmi nái bólfestu hér á landi og viðhalda stöðunni eins og hún er,“ segir hún. Viðamikil aðgerðaráætlun samþykkt á síðasta ári Viðamikið aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi var staðfest af stjórnvöldum í fyrra. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og formaður áætlunarinnar og eftirfylgni hennar segir mikilvægt að hún verði að veruleika. „Það er mjög brýnt að hún verði að veruleika. Þetta er mjög viðamikil áætlun og svipuð og önnur lönd hafa gert,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fjármagna áætlunina Hann segir aðgerðaleysi í málaflokknum fela í sér áhættu og aukakostnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Þá yrðum við í vandræðum með að meðhöndla ýmsar sýkingar. Við þurfum verði ekki brugðist við þurfa að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Kostnaður við að framfylgja áætluninni næstu fimm ár er metinn um einn komma átta milljarða króna. Þórólfur segir mikilvægt að stjórnvöld fjármagni hana. „Verkefnið þarfnast um þrjú hundruð milljón króna frá hinu opinbera á ári. Það hefur nú þegar komið ákveðið fjármagn en það þarf meira til. Við bindum vonir við að núverandi ríkisstjórn setji meira fé í þetta,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Lyf Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Sýklalyfjaónæmi er einn helsti heilbrigðisvandi nútímans að mati Lancet, eins virtasta læknatímarits heims. Almennt hefur tíðni slíks ónæmis vaxið hér síðustu tíu ár og alvarlegum tilvikum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Tilvikum sýklalyfjaónæmis hefur fjölgað þó nokkuð hér á landi síðustu ár eins og kemur fram á þessari mynd frá Landlæknisembættinu.Vísir Á sama tíma er Íslands Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Samanburður á sýklalyfjaávísunum á Norðurlöndum þar sem Ísland er í efsta sæti samkvæmt Landlæknisembættinu.Vísir Alvarlegum sýkingum fjölgaði mikið Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni sem hélt erindi um efnið á Læknadögum sem standa yfir, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum. Það veldur fjölda dauðsfalla og veldur vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið hér á landi og í heiminum öllum,“ segir hún. Um tvöfalt fleiri alvarleg tilvik fjölónæmra sýkinga komu fram í fyrra samanborið við fyrra ár. „Fyrir tíu árum greindist ekkert af svokölluðum Carbaoenemase sýkingum eða alvarlegum fjölónæmum sýkingum en svo fór þetta smám saman vaxandi. Slík tilvik um tíu á árunum 2022 og 2023 en á síðasta ári greindust 18 tilvik slíkra sýkinga,“ segir Anna Margrét. Hún segir mikilvægt að draga úr sýklalyfjaávísunum. „Það þarf að hindra að sýklalyfjaónæmi nái bólfestu hér á landi og viðhalda stöðunni eins og hún er,“ segir hún. Viðamikil aðgerðaráætlun samþykkt á síðasta ári Viðamikið aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi var staðfest af stjórnvöldum í fyrra. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og formaður áætlunarinnar og eftirfylgni hennar segir mikilvægt að hún verði að veruleika. „Það er mjög brýnt að hún verði að veruleika. Þetta er mjög viðamikil áætlun og svipuð og önnur lönd hafa gert,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fjármagna áætlunina Hann segir aðgerðaleysi í málaflokknum fela í sér áhættu og aukakostnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Þá yrðum við í vandræðum með að meðhöndla ýmsar sýkingar. Við þurfum verði ekki brugðist við þurfa að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Kostnaður við að framfylgja áætluninni næstu fimm ár er metinn um einn komma átta milljarða króna. Þórólfur segir mikilvægt að stjórnvöld fjármagni hana. „Verkefnið þarfnast um þrjú hundruð milljón króna frá hinu opinbera á ári. Það hefur nú þegar komið ákveðið fjármagn en það þarf meira til. Við bindum vonir við að núverandi ríkisstjórn setji meira fé í þetta,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Lyf Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira