Börn og uppeldi

Fréttamynd

Meirihluti barna í 91 ríki fær ekki nauðsynlega næringu

Loftslagsbreytingar, átök og kórónuveirufaraldurinn eru að valda því að fjöldi barna í heiminum býr við næringarskort. Samkvæmt Unicef er ástandið raunar svo slæmt að flest börn í 91 ríki fá ekki öll þau næringarefni sem þau þurfa á að halda.

Erlent
Fréttamynd

Sér­stakur frí­stunda­styrkur – mikil­vægt rétt­lætis­mál!

Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi.

Skoðun
Fréttamynd

Bið­listar vinna gegn far­sæld barna

Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman.

Skoðun
Fréttamynd

Þú þarft víst barna­bætur!

Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín

„Mér berast, alveg grínlaust, að meðaltali tugi spurninga á viku frá foreldrum um það hvernig best sé að ræða við börn sín um samþykki, mörk, kynfærin, líkamann og kynlíf,“ segir Sigga Dögg í viðtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

Vaxtarstyrkur fyrir þitt barn

Fjölbreytt og gott íþrótta- og tómstundastarf er okkur flestum tiltölulega aðgengilegt hér á landi. Það er eitthvað sem við sem samfélag getum státað okkur af og það sem meira er, þá getum við verið nokkuð stolt af því.

Skoðun
Fréttamynd

Veitir fjöl­skyldum lang­veikra barna að­stoð í gegnum Hjálpar­línu

„Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Næsta skref jafn­réttis

„Konur munu hafa náð fullu jafnrétti þegar karlar deila með þeim ábyrgð á því að ala upp næstu kynslóð“ svaraði bandaríski hæstaréttadómarinn Ruth Bader Ginsburg blaðamanni tímarits lögfræðingafélags New York borgar, aðspurð um stöðu jafnréttismála.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö börn á rúmlega ári og aldrei eins ástfangin

„Fyrir mér hefur faraldurinn aðallega haft góð áhrif á fæðingarorlofið en til dæmis voru engar heimsóknir leyfðar upp á deild eftir fæðingu. Persónulega finnst mér það frábært þar sem þetta er svo rosalega viðkvæmur sem og dýrmætur tími fyrir foreldra og barn að kynnast.“ Þetta segir Helga Jóhannsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

Makamál
Fréttamynd

Ekki vitað hvort og hvar 279 börn á grunnskólaaldri stunda nám

Ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá.

Innlent
Fréttamynd

„Einar Ás­kell er ein­hvern veginn erki­týpískt barn“

„Einar Áskell er einhvern veginn erkitýpískt barn. Hann er hið týpiska barn. Ég held að það sé þess vegna sem maður sem foreldri hefur svo gaman af því að lesa bækurnar um Einar Áskel. Maður kannast við svo ótrúlega margt frá þeim börnum sem maður þekkir í fari hans.“

Menning
Fréttamynd

Ekki lengur stúlka eða drengur

Börn verða ekki lengur nýskráð í þjóðskrá með eiginnafnið stúlka eða drengur. Framvegis verða þau skráð í þjóðskrá eingöngu með kenninafni þar til nafngjöf hefur farið fram.

Innlent
Fréttamynd

Nýr tíu deilda leikskóli byggður á Hvolsvelli

Um hundrað leikskólabörn á Hvolsvelli komu saman með skóflurnar sínar í vikunni og tóku fyrstu skóflustungurnar af nýjum leikskóla. Leikskólinn verður með tíu deildum og fyrir um hundrað og áttatíu börn. Kostnaðurinn við bygginguna verður um einn milljarður króna.

Innlent
Fréttamynd

Kæra barn, hvernig líður þér?

Ég held að óhætt sé að segja að flestir foreldrar óska þess að börnum þeirra líði vel, gangi vel í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur, séu heilbrigð og gangi vel félagslega. Rannsóknir sem Rannsókn og Greining gera reglulega sýna að líðan barna og ungmenna á Íslandi í dag mætti vera betri í heildina séð.

Skoðun
Fréttamynd

Gott fyrir börnin að æfa gönguleiðina í skólann

Nú eru skólarnir að fara aftur af stað og mörg börn að fara í fyrsta sinn ein út í umferðina. Hildur Guðjónsdóttir, hópstjóri í Öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir mikilvægt að æfa gönguleiðina áður en börnin byrja að ganga ein í skólann.

Lífið