Tjáningarfrelsið og málefni trans barna og ungmenna Helgi Áss Grétarsson skrifar 22. apríl 2023 10:00 Það má tjá skoðanir á hver sé þróun málefna trans barna og ungmenna hér á landi. Margir veigra sér þó við því. Hvers vegna? Væntanlega er ein ástæða þess að sú hætta er raunveruleg að sá sem tjái skoðanir sínar um málaflokkinn verði í framhaldinu brennimerktur á opinberum vettvangi, svo sem dæmi eru um. Þessi tilhneiging til skautunar í opinberri umræðu um málefni trans fólks er ekki einskorðuð við Ísland, sbr. t.d. skýrslu norskrar sérfræðingarnefndar um tjáningarfrelsið sem kom út 15. ágúst 2022 (NOU 2022:09, bls. 204). Eru áhrif kynhormónabælandi meðferða afturkræf? Þriðjudaginn 18. apríl sl. var birt í Morgunblaðinu grein eftir formann Trans Íslands og verkefnastjóra hjá samtökunum ’78 um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Um margt er greinin fróðleg og málefnaleg en í henni var m.a. eftirfarandi fullyrt: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Þótt ég sé ekki menntaður í læknavísindum er ástæða til að staldra hér við þar eð við könnun á nýlegum og traustum heimildum má efast um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að áhrif kynhormónabælandi meðferða við þessar aðstæður sé afturkræf. Á hverju eru efasemdirnar reistar? Svo sem rakið er í grein minni í Morgunblaðinu 7. júlí 2022 var talið í skýrslu sænskra sérfræðinga frá febrúar 2022 að áhættan af notkun kynhormónabælandi meðferða í tilviki ungmenna væri meiri en mögulegur ávinningur af slíkri meðferð. Þessi skýrsla kom út á vegum opinbers rannsóknarráðs í málefnum tengd heilsu og velferð (s. Socialstyrelsen) og sambærileg stofnun í Noregi (n. Ukom), birti skýrslu 9. mars sl. þar sem niðurstaðan um sama álitaefni var sambærileg og í sænsku skýrslunni. Mælt var með því í norsku skýrslunni (n. Pasientsikkerhet for barn og unge með kjønnsinkongruens) að hormónameðferð við þessar aðstæður væri skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf (n. utprøvende behandling). Í febrúar 2022 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld í hendur bráðabirgðaskýrslu Dr. Cass (e. The Cass Review) þar sem m.a. var lagt til að hormónabælandi meðferð fyrir börn undir 16 ára yrði skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf. Ensk heilbrigðisyfirvöld hafa á grundvelli athugasemda Dr. Cass unnið að breyttu verklagi. Lokaorð Það er fyllsta ástæða hér á landi að tryggja vandaða umgjörð um málefni transfólks. Á hinn bóginn er mikilvægt að raddir efasemda fái að komast að, ekki síst þegar kemur að viðurhlutamiklum læknisfræðilegum inngripum í líf barna og ungmenna, svo sem þeirra sem felast í notkun hormónabælandi lyfja til að halda aftur af kynþroska. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það má tjá skoðanir á hver sé þróun málefna trans barna og ungmenna hér á landi. Margir veigra sér þó við því. Hvers vegna? Væntanlega er ein ástæða þess að sú hætta er raunveruleg að sá sem tjái skoðanir sínar um málaflokkinn verði í framhaldinu brennimerktur á opinberum vettvangi, svo sem dæmi eru um. Þessi tilhneiging til skautunar í opinberri umræðu um málefni trans fólks er ekki einskorðuð við Ísland, sbr. t.d. skýrslu norskrar sérfræðingarnefndar um tjáningarfrelsið sem kom út 15. ágúst 2022 (NOU 2022:09, bls. 204). Eru áhrif kynhormónabælandi meðferða afturkræf? Þriðjudaginn 18. apríl sl. var birt í Morgunblaðinu grein eftir formann Trans Íslands og verkefnastjóra hjá samtökunum ’78 um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Um margt er greinin fróðleg og málefnaleg en í henni var m.a. eftirfarandi fullyrt: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Þótt ég sé ekki menntaður í læknavísindum er ástæða til að staldra hér við þar eð við könnun á nýlegum og traustum heimildum má efast um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að áhrif kynhormónabælandi meðferða við þessar aðstæður sé afturkræf. Á hverju eru efasemdirnar reistar? Svo sem rakið er í grein minni í Morgunblaðinu 7. júlí 2022 var talið í skýrslu sænskra sérfræðinga frá febrúar 2022 að áhættan af notkun kynhormónabælandi meðferða í tilviki ungmenna væri meiri en mögulegur ávinningur af slíkri meðferð. Þessi skýrsla kom út á vegum opinbers rannsóknarráðs í málefnum tengd heilsu og velferð (s. Socialstyrelsen) og sambærileg stofnun í Noregi (n. Ukom), birti skýrslu 9. mars sl. þar sem niðurstaðan um sama álitaefni var sambærileg og í sænsku skýrslunni. Mælt var með því í norsku skýrslunni (n. Pasientsikkerhet for barn og unge með kjønnsinkongruens) að hormónameðferð við þessar aðstæður væri skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf (n. utprøvende behandling). Í febrúar 2022 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld í hendur bráðabirgðaskýrslu Dr. Cass (e. The Cass Review) þar sem m.a. var lagt til að hormónabælandi meðferð fyrir börn undir 16 ára yrði skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf. Ensk heilbrigðisyfirvöld hafa á grundvelli athugasemda Dr. Cass unnið að breyttu verklagi. Lokaorð Það er fyllsta ástæða hér á landi að tryggja vandaða umgjörð um málefni transfólks. Á hinn bóginn er mikilvægt að raddir efasemda fái að komast að, ekki síst þegar kemur að viðurhlutamiklum læknisfræðilegum inngripum í líf barna og ungmenna, svo sem þeirra sem felast í notkun hormónabælandi lyfja til að halda aftur af kynþroska. Höfundur er lögfræðingur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun