TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 21:04 TikTok hefur lokað á leit notenda að hinni hættulegu Benadryl-áskorun. Samsett/Getty Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni. Á samfélagsmiðlinum TikTok er algengt að rekast á hinar ýmsu áskoranir þar sem notendur keppast við að taka þátt í furðulegustu gjörningum. Ein slík áskorun er Benadryl-áskorunin sem gekk út á að notendur innbyrtu sexfaldan ráðlagðan skammt af ofnæmislyfinu Benadryl og tækju afleiðingarnar síðan upp á myndbandi. Einn þeirra fjölmörgu notenda TikTok sem tók þátt í áskoruninni var Jacob Stevens, þrettán ára drengur í Ohio í Bandaríkjunum. Að sögn þarlendra fréttamiðla reyndi Stevens við áskorunina á meðan vinir hans tóku hann upp á myndband. Áhrifin voru fljót að gera vart við sig og var hann fluttur með hraði á spítala. Sex dögum síðar var hann látinn. Hafa lokað á leit að áskoruninni TikTok gaf út tilkynningu varðandi áskorunina í dag þar sem samfélagsmiðillinn sagðist vera búinn að loka fyrir allar mögulegar leitir notenda að áskoruninni á vefsíðu sinni. Þá sendi fyrirtækið samúðarkveðjur til fjölskyldu Stevens. Einnig lýsti fyrirtækið því yfir að allt það efni sem hvetji til hættulegrar hegðunar væri bannað á samfélagsmiðlinum. Fyrirtækið sagði að 40 þúsund manna teymi fyrirtækisins vinni stöðugt að því að halda miðlinum öruggum og lausum við hættulegt efni. Benadryl-áskorunin er hins vegar ekki fyrsta hættulega áskorunin sem verður vinsæl á miðlinum. Fyrir tveimur árum varð svokölluð „Blackout“-áskorun vinsæl meðal notenda TikTok. Hún gekk út á að fólk reyndi að ná alsælutilfinningu með því að loka fyrir öndunarveg sinn og láta líða yfir sig. Johnson & Johnson, framleiðendur Benadryl, fordæmdu einnig áskorunina sem þau sögðu hættulega. Það ætti alltaf að fylgja leiðbeiningum lyfjaframleiðenda um ráðlagðan skammt. TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Á samfélagsmiðlinum TikTok er algengt að rekast á hinar ýmsu áskoranir þar sem notendur keppast við að taka þátt í furðulegustu gjörningum. Ein slík áskorun er Benadryl-áskorunin sem gekk út á að notendur innbyrtu sexfaldan ráðlagðan skammt af ofnæmislyfinu Benadryl og tækju afleiðingarnar síðan upp á myndbandi. Einn þeirra fjölmörgu notenda TikTok sem tók þátt í áskoruninni var Jacob Stevens, þrettán ára drengur í Ohio í Bandaríkjunum. Að sögn þarlendra fréttamiðla reyndi Stevens við áskorunina á meðan vinir hans tóku hann upp á myndband. Áhrifin voru fljót að gera vart við sig og var hann fluttur með hraði á spítala. Sex dögum síðar var hann látinn. Hafa lokað á leit að áskoruninni TikTok gaf út tilkynningu varðandi áskorunina í dag þar sem samfélagsmiðillinn sagðist vera búinn að loka fyrir allar mögulegar leitir notenda að áskoruninni á vefsíðu sinni. Þá sendi fyrirtækið samúðarkveðjur til fjölskyldu Stevens. Einnig lýsti fyrirtækið því yfir að allt það efni sem hvetji til hættulegrar hegðunar væri bannað á samfélagsmiðlinum. Fyrirtækið sagði að 40 þúsund manna teymi fyrirtækisins vinni stöðugt að því að halda miðlinum öruggum og lausum við hættulegt efni. Benadryl-áskorunin er hins vegar ekki fyrsta hættulega áskorunin sem verður vinsæl á miðlinum. Fyrir tveimur árum varð svokölluð „Blackout“-áskorun vinsæl meðal notenda TikTok. Hún gekk út á að fólk reyndi að ná alsælutilfinningu með því að loka fyrir öndunarveg sinn og láta líða yfir sig. Johnson & Johnson, framleiðendur Benadryl, fordæmdu einnig áskorunina sem þau sögðu hættulega. Það ætti alltaf að fylgja leiðbeiningum lyfjaframleiðenda um ráðlagðan skammt.
TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira