TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 21:04 TikTok hefur lokað á leit notenda að hinni hættulegu Benadryl-áskorun. Samsett/Getty Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni. Á samfélagsmiðlinum TikTok er algengt að rekast á hinar ýmsu áskoranir þar sem notendur keppast við að taka þátt í furðulegustu gjörningum. Ein slík áskorun er Benadryl-áskorunin sem gekk út á að notendur innbyrtu sexfaldan ráðlagðan skammt af ofnæmislyfinu Benadryl og tækju afleiðingarnar síðan upp á myndbandi. Einn þeirra fjölmörgu notenda TikTok sem tók þátt í áskoruninni var Jacob Stevens, þrettán ára drengur í Ohio í Bandaríkjunum. Að sögn þarlendra fréttamiðla reyndi Stevens við áskorunina á meðan vinir hans tóku hann upp á myndband. Áhrifin voru fljót að gera vart við sig og var hann fluttur með hraði á spítala. Sex dögum síðar var hann látinn. Hafa lokað á leit að áskoruninni TikTok gaf út tilkynningu varðandi áskorunina í dag þar sem samfélagsmiðillinn sagðist vera búinn að loka fyrir allar mögulegar leitir notenda að áskoruninni á vefsíðu sinni. Þá sendi fyrirtækið samúðarkveðjur til fjölskyldu Stevens. Einnig lýsti fyrirtækið því yfir að allt það efni sem hvetji til hættulegrar hegðunar væri bannað á samfélagsmiðlinum. Fyrirtækið sagði að 40 þúsund manna teymi fyrirtækisins vinni stöðugt að því að halda miðlinum öruggum og lausum við hættulegt efni. Benadryl-áskorunin er hins vegar ekki fyrsta hættulega áskorunin sem verður vinsæl á miðlinum. Fyrir tveimur árum varð svokölluð „Blackout“-áskorun vinsæl meðal notenda TikTok. Hún gekk út á að fólk reyndi að ná alsælutilfinningu með því að loka fyrir öndunarveg sinn og láta líða yfir sig. Johnson & Johnson, framleiðendur Benadryl, fordæmdu einnig áskorunina sem þau sögðu hættulega. Það ætti alltaf að fylgja leiðbeiningum lyfjaframleiðenda um ráðlagðan skammt. TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Á samfélagsmiðlinum TikTok er algengt að rekast á hinar ýmsu áskoranir þar sem notendur keppast við að taka þátt í furðulegustu gjörningum. Ein slík áskorun er Benadryl-áskorunin sem gekk út á að notendur innbyrtu sexfaldan ráðlagðan skammt af ofnæmislyfinu Benadryl og tækju afleiðingarnar síðan upp á myndbandi. Einn þeirra fjölmörgu notenda TikTok sem tók þátt í áskoruninni var Jacob Stevens, þrettán ára drengur í Ohio í Bandaríkjunum. Að sögn þarlendra fréttamiðla reyndi Stevens við áskorunina á meðan vinir hans tóku hann upp á myndband. Áhrifin voru fljót að gera vart við sig og var hann fluttur með hraði á spítala. Sex dögum síðar var hann látinn. Hafa lokað á leit að áskoruninni TikTok gaf út tilkynningu varðandi áskorunina í dag þar sem samfélagsmiðillinn sagðist vera búinn að loka fyrir allar mögulegar leitir notenda að áskoruninni á vefsíðu sinni. Þá sendi fyrirtækið samúðarkveðjur til fjölskyldu Stevens. Einnig lýsti fyrirtækið því yfir að allt það efni sem hvetji til hættulegrar hegðunar væri bannað á samfélagsmiðlinum. Fyrirtækið sagði að 40 þúsund manna teymi fyrirtækisins vinni stöðugt að því að halda miðlinum öruggum og lausum við hættulegt efni. Benadryl-áskorunin er hins vegar ekki fyrsta hættulega áskorunin sem verður vinsæl á miðlinum. Fyrir tveimur árum varð svokölluð „Blackout“-áskorun vinsæl meðal notenda TikTok. Hún gekk út á að fólk reyndi að ná alsælutilfinningu með því að loka fyrir öndunarveg sinn og láta líða yfir sig. Johnson & Johnson, framleiðendur Benadryl, fordæmdu einnig áskorunina sem þau sögðu hættulega. Það ætti alltaf að fylgja leiðbeiningum lyfjaframleiðenda um ráðlagðan skammt.
TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira