Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 11:54 Ráðuneytið gerir athugasemdir við meðferð Hafnarfjarðarbæjar á máli níu ára barns sem lokað var inni í einveruherbergi. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. Barnið var níu ára þegar atvikið varð en það var lokað inni í einveruherberginu eftir að hafa farið inn á stjórnendaskrifstofu og velt til munum. Greint var frá úrskurði ráðuneytisins í málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina; þ.e. að brotið hefði verið gegn barninu með innilokuninni. Samhliða úrskurðinum sendi ráðuneytið Hafnarfjarðarbæ sérstakt álit en foreldrar barnsins gerðu alvarlegar athugasemdir við meðferð bæjarins á málinu og hvernig samskiptum hefði verið háttað eftir atvikið; lýstu skilningsleysi og dónaskap. Foreldrana og starfsfólk greindi til að mynda á um hvernig skólavist barnsins ætti að vera háttað eftir atvikið. Bærinn vildi að barnið færi í sérúrræði en foreldrarnir að það héldi áfram í sínum skóla. Slit hafi orðið á samskiptum, að frumkvæði foreldra, og bærinn meðal annars vísað til þess að foreldrarnir hafi „rekið mál sitt í fjölmiðlum“. Ráðuneytið telur hins vegar að meðferð bæjarins á málinu hafi ekki verið í samræmi við lög; bærinn megi ekki koma sér hjá því að finna lausn á málinu með þeim hætti sem hann gerði. Framvegis verði bærinn að gæta betur að svörum til foreldra og gæta betur að þeim farvegi sem ágreiningur um skólavist barna er lagður í hjá bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri gaf ekki kost á viðtali vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar en fréttastofa fékk senda yfirlýsingu frá bænum. Þar segir að Hafnarfjarðarbær tjái sig ekki um einstök mál nemenda. Almennt teljist líkamleg inngrip til undantekninga í skólastarfi. Skólayfirvöld leggi áherslu á að hafa farsæld og öryggi barna og starfsmanna í fyrirrúmi. Yfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar í heild: Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi. Hafnarfjörður Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Barnið var níu ára þegar atvikið varð en það var lokað inni í einveruherberginu eftir að hafa farið inn á stjórnendaskrifstofu og velt til munum. Greint var frá úrskurði ráðuneytisins í málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina; þ.e. að brotið hefði verið gegn barninu með innilokuninni. Samhliða úrskurðinum sendi ráðuneytið Hafnarfjarðarbæ sérstakt álit en foreldrar barnsins gerðu alvarlegar athugasemdir við meðferð bæjarins á málinu og hvernig samskiptum hefði verið háttað eftir atvikið; lýstu skilningsleysi og dónaskap. Foreldrana og starfsfólk greindi til að mynda á um hvernig skólavist barnsins ætti að vera háttað eftir atvikið. Bærinn vildi að barnið færi í sérúrræði en foreldrarnir að það héldi áfram í sínum skóla. Slit hafi orðið á samskiptum, að frumkvæði foreldra, og bærinn meðal annars vísað til þess að foreldrarnir hafi „rekið mál sitt í fjölmiðlum“. Ráðuneytið telur hins vegar að meðferð bæjarins á málinu hafi ekki verið í samræmi við lög; bærinn megi ekki koma sér hjá því að finna lausn á málinu með þeim hætti sem hann gerði. Framvegis verði bærinn að gæta betur að svörum til foreldra og gæta betur að þeim farvegi sem ágreiningur um skólavist barna er lagður í hjá bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri gaf ekki kost á viðtali vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar en fréttastofa fékk senda yfirlýsingu frá bænum. Þar segir að Hafnarfjarðarbær tjái sig ekki um einstök mál nemenda. Almennt teljist líkamleg inngrip til undantekninga í skólastarfi. Skólayfirvöld leggi áherslu á að hafa farsæld og öryggi barna og starfsmanna í fyrirrúmi. Yfirlýsing Hafnarfjarðarbæjar í heild: Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi.
Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki um einstök mál er varða nemendur í skólum bæjarins. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að tryggja úrræði sem setja heildarhagsmuni nemenda og skólastarfs í forgang. Í því skyni er leitað sérlausna sem sniðin eru að einstökum tilvikum, byggðum á ytri greiningum og ráðgjöf. Líkamleg inngrip teljast til undantekninga í skólastarfi og er ein vandasamasta og þungbærasta ákvörðun sem starfsmaður getur staðið frammi fyrir. Skólayfirvöld í Hafnarfirði leggja áherslu á að tryggja öruggar og uppbyggilegar aðstæður og úrræði í skólaumhverfi þar sem farsæld og öryggi allra barna og starfsmanna er í fyrirrúmi.
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00
Hafa beint því til grunnskóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum" Umboðsmaður Alþingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsissviptingu barna í grunnskólum séu flóknari og víðtækari en almennt hafi verið talið. Menntamálaráðherra segir að afstaða ráðuneytisins sé skýr; það sé ólöglegt að vera með sérstök herbergi í grunnskólum þar sem nemendur séu læstir inni. 11. nóvember 2021 07:00
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06