Börn og uppeldi

Fréttamynd

Unglingar eru ekki fullorðnir

Unglingar eru hvorki fullorðið fólk né lítil börn en börn samt sem áður. Þau eru þarna einhvers staðar á milli. Á þessum dásamlega aldri þar sem þau eru að vaxa, að stálpast en hafa ekki tekið út fullan þroska. Í dag, sem og á árum áður, upplifa unglingar mikla togstreitu milli þess að vera barn og fullorðinn einstaklingur. Þetta er hins vegar ekki einungis innri togstreita. Það er líkt og samfélagið leyfi unglingum ekki að vera unglingar. En þau eru einmitt það. Unglingar.

Skoðun
Fréttamynd

Góð barna­bók er gulli betri

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar er haldinn hátíðlegur árlega í kringum 2. apríl, sem er fæðingardagur ævintýraskáldsins Hans Christian Andersen. Að þessu sinni er hann haldinn hérlendis í dag, 13. apríl. Tilgangur dagsins er að minna á mikilvægi barnabóka.

Skoðun
Fréttamynd

Á­skorun til heil­brigðis­ráð­herra

Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­varinn réttur og við­varandi of­beldi

Samþykkt var á Alþingi árið 2018 breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Í 10. gr. viðkomandi laga segir að stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns að undanskyldu hafi barnið verið getið með gjafasæði eins og lýst er í 4.mgr. 6.gr.

Skoðun
Fréttamynd

Um 70 prósent fæðinga landsins fara fram á Landspítalanum

„Það er lífstíll og list“ að vera ljósmóðir segir rúmlega þrítug ljósmóðir, sem segist vera í draumastarfinu. Um 70% allra fæðinga landsins á hverju ári fara fram á fæðingadeild Landspítalans. Við fengum að kynnast störfum ljósmæðra í þættinum „Mig langar að vita“, sem sýndur var á Stöð 2 mánudagskvöldið 10. apríl. Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+. Magnús Hlynur Hreiðarsson er umsjónarmaður þáttanna.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli“

„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli í raun og veru,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði, sem rannsakar orsakir sífellt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Á hverju ári lækkar fæðingartíðnin, með undantekingu í Covid, og eftir að hafa njósnað um óútkomnar tölur frá 2022, telur Sunna líklegt að þær verði lægri en nokkru sinni fyrr.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri höfðu kvartað eftir fræðslu frá leið­beinandanum

Fleiri grunnskólar höfðu kvartað eftir kennslustund frá leiðbeinanda í Skólabúðunum á Reykjum. Starfsmenn frá grunnskólum sem heimsækja búðirnar þurfa ekki að vera í hverri einustu kennslustund með nemendum. Leiðbeinandinn hafði kennt börnum í skólanum hvernig þau ættu að vinna sér mein.

Innlent
Fréttamynd

Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein

Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Af virðingu við leikskólakennara og foreldra

Nýlega flykktust ráðþrota foreldrar í Ráðhúsið og kröfðust tafarlausra aðgerða vegna leikskólavandans. Í kjölfarið hafa borgarfulltrúar meirihlutans ekki þorað öðru en að skoða aðrar leiðir til að bæta ástandið. Ég hef saknað þess að sjá starfsfólk leikskólanna í Ráðhúsinu, því hagsmunir þeirra eru samofnir hagsmunum foreldra. Fyrst lendir skellurinn á starfsfólkinu og þegar það getur ekki meir lendir skellurinn á foreldrum.

Skoðun
Fréttamynd

Klopp að verða afi

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verður afi á næstunni. Stjúpsonur hans á von á sínu fyrsta barni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Von­góðir um að halda tré­húsinu

Formaður heilbrigðisnefndar segist bjartsýnn á að lausn finnist á málunum þannig að sex vinir geti fengið að halda trjákofanum sínum sem þeim hafði verið fyrirskipað að rífa. Drengirnir segja verkefnið hafa styrkt vináttu sína heilmikið.

Innlent
Fréttamynd

Guði sé lof að ég er ekki ung­lingur í dag

„Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það?

Skoðun
Fréttamynd

Leikskólabörn rappa um Kjarval

Krakkar á leikskólanum Kvistaborg fóru í hljóðver í dag til að taka upp frumsamið rapplag sem fjallar um listmálarann Jóhannes Kjarval. Krakkarnir sömdu textann sjálfir og máluðu málverk úti í náttúrunni að hætti myndlistarmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Leikskóli eða gæsla, hvað vilja foreldrar?

Það eru miklar umræður um leikskólamál þessa dagana. Hún er skiljanleg og þörf en nauðsynlegt er að eiga hana á réttum forsendum. Þegar leikskólamál eru rædd, verðum við að muna að leikskólinn er fyrsta skólastigið og um hann gilda lög og reglur. Leikskóli og önnur úrræði sem myndu frekar kallast gæsa eiga því ekki heima saman.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er óskiljanleg ráðstöfun“

Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa segir veigamikið verkfæri tekið úr sambandi með lokun upplýsinga og ráðgjafavefsins Næsta skref. Ráðgjafar séu bæði ósáttir og undrandi þar sem vefurinn hafi verið mikið notaður og fallið vel í kramið. Stjórnvöld þurfi að koma að málinu, finna stað fyrir vefinn og tryggja fjármagn en arðsemi vefsins sé ekki mældur í peningum.

Innlent