Um mennsku og samfélag Bolli Pétur Bollason skrifar 26. september 2024 19:31 Samfélag verður til við gagnkvæm samskipti og lifandi tengsl fólks. Það er víst ekki nýr sannleikur. Mikið hefur verið rætt um líf eða dauða slíkra samskipta með tilkomu ríkjandi tölvu- og snjallsímavæðingar. Það er eitt en síðan má sömuleiðis fjalla um einstaklingshyggju í því sambandi sem virðist vera valdur að vaxandi einsemd og einmanaleika í nútímanum. Þar á samtal og samkennd undir högg að sækja. Margt hefur þannig breyst og á margan hátt ljóst að við erum ekki að höndla hraða tækniþróun sem umbyltir samskiptum eða ná að lifa saman með þeim viðhorfum sem eru afleggjarar nefndrar hyggju. Frammi fyrir þessu stöndum við í það minnsta fremur vanmáttug að mínu mati. Samfélag þrífst best á því þegar fólk hittist og ræðir málin, að ekki sé talað um mikilvæg mál, augliti til auglitis. Þess vegna er fólk að leggja á sig jafnvel löng ferðalög til að eiga fundi og samverur vegna fjölskyldu eða starfa, eitthvað sem reynslan af covidtíma var farin að efast um að væri yfir höfuð nauðsynlegt. En ástæðan er ljós, það að hittast og fara yfir málin er enn áhrifaríkasti samskiptamátinn og sá árangursríkasti. Tölvu- og snjallsímasamskipti geta nefnilega ekki boðið upp á það sem er grundvallandi í samskiptum og það er nándin, hegðunin, svipbrigðin, áherslurnar, og ótal margt fleira í þeim dúr. Við förum þannig á mis við það allt þegar einkum er stuðst við tækni og tæki í samhengi samskipta. Stóri misskilningurinn í tölvu- og snjallsímavæðingunni er sá að hún geti komið í stað þess sem hér á undan hefur verið upp talið. Það verður aldrei og brýnt að horfast strax í augu við það. Við erum nefnilega í grunninn félagsverur hvað sem hver segir, það er frumstætt, eins og svo margt annað sem býr í okkur og margt þar sem við vitum hreinlega ekki alltaf hvað við eigum að gera með lengur. Tökum sem dæmi kvíðann sem vex í nútímanum. Hann er frumstæður varnarháttur, í dýraríkinu er hann viðvörunarbjalla gegn aðsteðjandi ógn, segir þér að forða þér, sem er kannski ekki eins tíð nauðsyn í lífi nútímamanneskjunnar sem lifir síður við lögmál frumskógarins. Eða við skulum alltént ætla það. En eftir stendur samt kvíðinn sem nútímamanneskjan veit ekki almennilega hvað skal gera við, hvernig skal tækla, og hinn breytti veruleiki, hið breytta samfélag, sem hefur breyst á ógnarhraða, ýtir undir án þess að við gerum okkur almennilega grein fyrir því. Já, við erum frumstæð og sýnum enn mjög frumstæða hegðun,helgum okkur svæði, fylgjum hjörð, myndum hópa, ráðumst á, verjum okkur og okkar, missum stjórn, höndlum ekki vald, verðum sjálflæg, tryggjum eigin hag fremur en annarra, listinn er ógnarlangur. Frumstæð hegðun, á sama tíma og við eigum að vera gædd skynsemi, veldur þversögn í tilvist okkar og það eitt veldur sömuleiðis kvíða. Nú skal því haldið til haga að þetta er alls engin réttlæting eða afsökun á því hvernig við erum, heldur einkum til að glöggva sig á því að við erum í grunninn skepnur, mannskepnur, þurfum að horfast í augu við það, viðurkenna það, og þá fyrst förum við að verða vör við siðferðislegan bata rétt eins og alkóhólistinn sem viðurkennir breyskleika sinn og vanmátt gagnvart hugbreytandi efnum. Fyrr fer landið víst ekki að rísa, fyrr hægist ekki á neyslunni sem er oftar en ekki til að fylla upp í tóm og þau atriði sem örva og næra hin huglægu gildi og veruleika sem við förum á mis við rétt eins og þegar við gefum okkur á vald tækninni. Það felst mikil sjálfsábyrgð og sjálfsskilningur í því að byggja upp gott samfélag og er sannarlega þungavigtaratriði í mannlegum samskiptum eins og þeim sem helst eiga sér stað án tölvu-og snjallsíma. Þannig að allt hefst þetta í túninu heima, það er erfitt að gefa af sér til samfélags ef við gleymum okkur sjálfum, gleymum að rækta okkur sjálf, hlúa að okkur, og vandi nútímasamfélagsins er það þegar við erum á flótta frá okkur sjálfum, neitum að líta í eigin barm, neitum að horfast í augu við, hvort sem er sæta reynslu okkar eða súra, þá er grunnt á því að hið frumstæða taki yfir með sínum afleiðingum, þeim er skapa djúpstæð áföll t.a.m. af mannavöldum og verða reiðarslag hverju samfélagi, auk þess sem þau teygja anga sína víða, koma við kauninn á flestum fjölskyldum og heimilum, valda snúnum tilfinningum á borð við skömm og sektarkennd. Þær tilfinningar eru tilkomnar vegna þess að innst inni vitum við hvað er gott og hvað er illt, hvað er rétt og hvað er rangt. Við erum t.a.m. vel meðvituð um þá staðreynd að það þarf að grípa í tauma þegar manndrápum fjölgar fram úr hófi á þessari fámennu eyju í norðri sem í langan tíma hefur alla jafna reynst fremur friðelskandi. Þá er kallað hátt eftir meiri kærleika, meiri samkennd, eftir gildum sem hafa reynst góð og gagnleg í samskiptum fólks en hafa á einhvern hátt gleymst í neyslu og kapphlaupi. Þjóðfundur fór t.a.m. fram í kjölfar fjármálahruns á Íslandi 2009, hvar fólk úr öllum áttum kom saman til að ræða lífsgildi og framtíðarsýn. Við förum einhvern veginn alltaf þangað þegar við erum erum komin í þrot með samfélagið okkar. Það er vegna þess að innst inni vitum við. Við vitum um það sem við þráum, það er dýpri huglægur veruleiki, það sem hjartað okkar þráir, það er trú, það er von, það er kærleikur, það sem veitir okkur raunverulega lífsfyllingu, það sem stendur eftir og við höldum í þegar við stöndum berskjölduð frammi fyrir tilverunni, þá riðlast allt gildismat, og þú veist þá jafnvel að það dýrmætasta sem þú átt í bland við huglægu gildin er tími. Eldri kona, lífsreynd mjög, sagði við mig lágróma í skírnarveislu að það besta sem þú gætir gefið barninu þínu væri tími. Það er í svo mörgu tilliti rétt, fátt er dýrmætara en að gefa unga fólkinu tíma, stundir fyrir samfélag og samtal, gæðastundir, tilvalið sem dæmi fyrir foreldra að fylgja unglingum vel eftir á fermingarvetri, viðkvæmur vetur þar sem börn eru að ganga inn í unglingsárin, og á þeim vetri veltum við í fermingarundirbúningi fyrir okkur augliti til auglitis, kærleika, samkennd, tilgangi, gjöfum lífs. Þar fer fram þjálfun í skoðanaskiptum, sem kann hæglega að leiða til meira hugrekkis að tjá sig í raunheimum fremur en að skýla sér sífellt á bak við skjá. Við hátíðleg tilefni er því oft haldið fram að mikilvægt sé að hlúa vel að nærsamfélaginu svo samfélagið í hinu stóra samhengi styrkist og eflist. Það er alveg rétt og við sjáum þá líka hvað það getur reynt mikið á hið svokallaða nærsamfélag þegar áföllin dynja yfir. Þá kemur líka í ljós hvar styrkur samfélagsins liggur. Stofnanir nærsamfélagsins þurfa þá að vinna náið saman, taka höndum saman, ég hef reynslu af styrk slíkrar samstöðu og samstarfs sem prestur í kirkjunni í fjölmennu og fjölmenningarlegu prestakalli. Inn í slíkar aðstæður kemur kirkjan sem skjól og athvarf, sem virkur sálgæsluaðili óháð því hvaða trúarbrögðum fólk tilheyrir eða úr hvaða menningu það er sprottið, nokkuð sem getur annars verið þekkt fyrir að mynda múra. Áföll og sorgir reynast í því ljósi djúpstætt sammannlegt viðfangsefni, nokkuð sem minnir okkur öll á að við erum úr holdi og blóði og tilfinningum, manneskjur á þessu ferðalagi lífsins hvar við verðum að sameinast í vissum aðstæðum, í voða, vanda, og þraut, og þá er það líka þess virði að hugleiða hvort við séum ekki hæf til að sameinast við aðrar og fjölbreyttari aðstæður, að samkenndin komi víðar við sögu. Hún er raunverulega mikilvæg og verður æ mikilvægari sem mótvægi við ríkjandi einstaklingshyggju, deyfandi og oft félagslega einangrandi tölvu– og snjallsímavæðingu, að ekki sé talað um hið frumstæða afl mannskepnunnar sem kraumar undir og við þurfum að skilja betur og gangast við til að hafa betri hemil á. Höfum gáning á því. Höfundur er prestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Samfélag verður til við gagnkvæm samskipti og lifandi tengsl fólks. Það er víst ekki nýr sannleikur. Mikið hefur verið rætt um líf eða dauða slíkra samskipta með tilkomu ríkjandi tölvu- og snjallsímavæðingar. Það er eitt en síðan má sömuleiðis fjalla um einstaklingshyggju í því sambandi sem virðist vera valdur að vaxandi einsemd og einmanaleika í nútímanum. Þar á samtal og samkennd undir högg að sækja. Margt hefur þannig breyst og á margan hátt ljóst að við erum ekki að höndla hraða tækniþróun sem umbyltir samskiptum eða ná að lifa saman með þeim viðhorfum sem eru afleggjarar nefndrar hyggju. Frammi fyrir þessu stöndum við í það minnsta fremur vanmáttug að mínu mati. Samfélag þrífst best á því þegar fólk hittist og ræðir málin, að ekki sé talað um mikilvæg mál, augliti til auglitis. Þess vegna er fólk að leggja á sig jafnvel löng ferðalög til að eiga fundi og samverur vegna fjölskyldu eða starfa, eitthvað sem reynslan af covidtíma var farin að efast um að væri yfir höfuð nauðsynlegt. En ástæðan er ljós, það að hittast og fara yfir málin er enn áhrifaríkasti samskiptamátinn og sá árangursríkasti. Tölvu- og snjallsímasamskipti geta nefnilega ekki boðið upp á það sem er grundvallandi í samskiptum og það er nándin, hegðunin, svipbrigðin, áherslurnar, og ótal margt fleira í þeim dúr. Við förum þannig á mis við það allt þegar einkum er stuðst við tækni og tæki í samhengi samskipta. Stóri misskilningurinn í tölvu- og snjallsímavæðingunni er sá að hún geti komið í stað þess sem hér á undan hefur verið upp talið. Það verður aldrei og brýnt að horfast strax í augu við það. Við erum nefnilega í grunninn félagsverur hvað sem hver segir, það er frumstætt, eins og svo margt annað sem býr í okkur og margt þar sem við vitum hreinlega ekki alltaf hvað við eigum að gera með lengur. Tökum sem dæmi kvíðann sem vex í nútímanum. Hann er frumstæður varnarháttur, í dýraríkinu er hann viðvörunarbjalla gegn aðsteðjandi ógn, segir þér að forða þér, sem er kannski ekki eins tíð nauðsyn í lífi nútímamanneskjunnar sem lifir síður við lögmál frumskógarins. Eða við skulum alltént ætla það. En eftir stendur samt kvíðinn sem nútímamanneskjan veit ekki almennilega hvað skal gera við, hvernig skal tækla, og hinn breytti veruleiki, hið breytta samfélag, sem hefur breyst á ógnarhraða, ýtir undir án þess að við gerum okkur almennilega grein fyrir því. Já, við erum frumstæð og sýnum enn mjög frumstæða hegðun,helgum okkur svæði, fylgjum hjörð, myndum hópa, ráðumst á, verjum okkur og okkar, missum stjórn, höndlum ekki vald, verðum sjálflæg, tryggjum eigin hag fremur en annarra, listinn er ógnarlangur. Frumstæð hegðun, á sama tíma og við eigum að vera gædd skynsemi, veldur þversögn í tilvist okkar og það eitt veldur sömuleiðis kvíða. Nú skal því haldið til haga að þetta er alls engin réttlæting eða afsökun á því hvernig við erum, heldur einkum til að glöggva sig á því að við erum í grunninn skepnur, mannskepnur, þurfum að horfast í augu við það, viðurkenna það, og þá fyrst förum við að verða vör við siðferðislegan bata rétt eins og alkóhólistinn sem viðurkennir breyskleika sinn og vanmátt gagnvart hugbreytandi efnum. Fyrr fer landið víst ekki að rísa, fyrr hægist ekki á neyslunni sem er oftar en ekki til að fylla upp í tóm og þau atriði sem örva og næra hin huglægu gildi og veruleika sem við förum á mis við rétt eins og þegar við gefum okkur á vald tækninni. Það felst mikil sjálfsábyrgð og sjálfsskilningur í því að byggja upp gott samfélag og er sannarlega þungavigtaratriði í mannlegum samskiptum eins og þeim sem helst eiga sér stað án tölvu-og snjallsíma. Þannig að allt hefst þetta í túninu heima, það er erfitt að gefa af sér til samfélags ef við gleymum okkur sjálfum, gleymum að rækta okkur sjálf, hlúa að okkur, og vandi nútímasamfélagsins er það þegar við erum á flótta frá okkur sjálfum, neitum að líta í eigin barm, neitum að horfast í augu við, hvort sem er sæta reynslu okkar eða súra, þá er grunnt á því að hið frumstæða taki yfir með sínum afleiðingum, þeim er skapa djúpstæð áföll t.a.m. af mannavöldum og verða reiðarslag hverju samfélagi, auk þess sem þau teygja anga sína víða, koma við kauninn á flestum fjölskyldum og heimilum, valda snúnum tilfinningum á borð við skömm og sektarkennd. Þær tilfinningar eru tilkomnar vegna þess að innst inni vitum við hvað er gott og hvað er illt, hvað er rétt og hvað er rangt. Við erum t.a.m. vel meðvituð um þá staðreynd að það þarf að grípa í tauma þegar manndrápum fjölgar fram úr hófi á þessari fámennu eyju í norðri sem í langan tíma hefur alla jafna reynst fremur friðelskandi. Þá er kallað hátt eftir meiri kærleika, meiri samkennd, eftir gildum sem hafa reynst góð og gagnleg í samskiptum fólks en hafa á einhvern hátt gleymst í neyslu og kapphlaupi. Þjóðfundur fór t.a.m. fram í kjölfar fjármálahruns á Íslandi 2009, hvar fólk úr öllum áttum kom saman til að ræða lífsgildi og framtíðarsýn. Við förum einhvern veginn alltaf þangað þegar við erum erum komin í þrot með samfélagið okkar. Það er vegna þess að innst inni vitum við. Við vitum um það sem við þráum, það er dýpri huglægur veruleiki, það sem hjartað okkar þráir, það er trú, það er von, það er kærleikur, það sem veitir okkur raunverulega lífsfyllingu, það sem stendur eftir og við höldum í þegar við stöndum berskjölduð frammi fyrir tilverunni, þá riðlast allt gildismat, og þú veist þá jafnvel að það dýrmætasta sem þú átt í bland við huglægu gildin er tími. Eldri kona, lífsreynd mjög, sagði við mig lágróma í skírnarveislu að það besta sem þú gætir gefið barninu þínu væri tími. Það er í svo mörgu tilliti rétt, fátt er dýrmætara en að gefa unga fólkinu tíma, stundir fyrir samfélag og samtal, gæðastundir, tilvalið sem dæmi fyrir foreldra að fylgja unglingum vel eftir á fermingarvetri, viðkvæmur vetur þar sem börn eru að ganga inn í unglingsárin, og á þeim vetri veltum við í fermingarundirbúningi fyrir okkur augliti til auglitis, kærleika, samkennd, tilgangi, gjöfum lífs. Þar fer fram þjálfun í skoðanaskiptum, sem kann hæglega að leiða til meira hugrekkis að tjá sig í raunheimum fremur en að skýla sér sífellt á bak við skjá. Við hátíðleg tilefni er því oft haldið fram að mikilvægt sé að hlúa vel að nærsamfélaginu svo samfélagið í hinu stóra samhengi styrkist og eflist. Það er alveg rétt og við sjáum þá líka hvað það getur reynt mikið á hið svokallaða nærsamfélag þegar áföllin dynja yfir. Þá kemur líka í ljós hvar styrkur samfélagsins liggur. Stofnanir nærsamfélagsins þurfa þá að vinna náið saman, taka höndum saman, ég hef reynslu af styrk slíkrar samstöðu og samstarfs sem prestur í kirkjunni í fjölmennu og fjölmenningarlegu prestakalli. Inn í slíkar aðstæður kemur kirkjan sem skjól og athvarf, sem virkur sálgæsluaðili óháð því hvaða trúarbrögðum fólk tilheyrir eða úr hvaða menningu það er sprottið, nokkuð sem getur annars verið þekkt fyrir að mynda múra. Áföll og sorgir reynast í því ljósi djúpstætt sammannlegt viðfangsefni, nokkuð sem minnir okkur öll á að við erum úr holdi og blóði og tilfinningum, manneskjur á þessu ferðalagi lífsins hvar við verðum að sameinast í vissum aðstæðum, í voða, vanda, og þraut, og þá er það líka þess virði að hugleiða hvort við séum ekki hæf til að sameinast við aðrar og fjölbreyttari aðstæður, að samkenndin komi víðar við sögu. Hún er raunverulega mikilvæg og verður æ mikilvægari sem mótvægi við ríkjandi einstaklingshyggju, deyfandi og oft félagslega einangrandi tölvu– og snjallsímavæðingu, að ekki sé talað um hið frumstæða afl mannskepnunnar sem kraumar undir og við þurfum að skilja betur og gangast við til að hafa betri hemil á. Höfum gáning á því. Höfundur er prestur
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar