Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2024 21:03 Snorri Einarsson er yfirlæknir hjá Livio. Vísir/Einar Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. Nýlega auglýsti frjósemisfyrirtækið Livio eftir íslenskum sæðisgjöfum. Karlmenn á aldrinum 23 til 45 geta sótt um og fara í gegnum umsóknarferli. Þeir sem sækja um fá ítarlega heilsufarsskoðun þar sem skimað er fyrir erfðasjúkdómum og smitsjúkdómum. Þá mega sæðisgjafar til að mynda ekki neita nikótíns í óhóflegu magni. „Það verða rosaleg afföll. Það eru margir sem hafa áhuga og vilja hjálpa til. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. En það eru fáir sem komast áfram til að verða sæðisgjafar,“ segir Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio. Notuðu áður danskt sæði Áður en Livio hóf að taka við sæði frá íslenskum karlmönnum hafði sæðisgjöf verið notuð hér með dönsku sæði. Það er mikil eftirspurn eftir sæði. „Bæði eru sjúkdómar sem valda því að það er ekki framleitt sæði, það eru pör þar sem sæðisaðila er hjá hvorugum aðilanum og stakar konur sömuleiðis. Það þarf á sæði að halda svo það geti orðið til barn,“ segir Snorri. Íslenska sæðið er notað bæði hérlendis og erlendis en Livio er stór norræn samsteypa. Fyrir hverja gjöf fá karlmenn sjö þúsund og fimm hundruð krónur. „Það getur hver gjafi ákveðið sjálfur hvort hann vilji að gjöf fari fram á Íslandi eða eingöngu erlendis. Þannig við spyrjum gjafana um það. Sumum finnst það óþægileg tilhugsun. Við bara skiljum og virðum það. Þá getur sæðisgjöf eingöngu farið fram erlendis,“ segir Snorri. Kanna sjálf ekki skyldleika Kannið þið eitthvað skyldleika sæðisgjafa og þess sem þiggur sæðið? „Við hvetjum gjafana til að segja sínum nánustu frá því að þeir séu gjafar. Þannig það sé uppi á borðinu gagnvart þeirra nánustu. Þannig að ekki verði eitthvað svona slys eins og þú gefur í skyn. Að öðru leyti gerum við það ekki enda á það ekki að þurfa. Læknisfræðin segir að það sé ekki þörf á því,“ segir Snorri. Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Nýlega auglýsti frjósemisfyrirtækið Livio eftir íslenskum sæðisgjöfum. Karlmenn á aldrinum 23 til 45 geta sótt um og fara í gegnum umsóknarferli. Þeir sem sækja um fá ítarlega heilsufarsskoðun þar sem skimað er fyrir erfðasjúkdómum og smitsjúkdómum. Þá mega sæðisgjafar til að mynda ekki neita nikótíns í óhóflegu magni. „Það verða rosaleg afföll. Það eru margir sem hafa áhuga og vilja hjálpa til. Við erum gríðarlega þakklát fyrir það. En það eru fáir sem komast áfram til að verða sæðisgjafar,“ segir Snorri Einarsson, yfirlæknir hjá Livio. Notuðu áður danskt sæði Áður en Livio hóf að taka við sæði frá íslenskum karlmönnum hafði sæðisgjöf verið notuð hér með dönsku sæði. Það er mikil eftirspurn eftir sæði. „Bæði eru sjúkdómar sem valda því að það er ekki framleitt sæði, það eru pör þar sem sæðisaðila er hjá hvorugum aðilanum og stakar konur sömuleiðis. Það þarf á sæði að halda svo það geti orðið til barn,“ segir Snorri. Íslenska sæðið er notað bæði hérlendis og erlendis en Livio er stór norræn samsteypa. Fyrir hverja gjöf fá karlmenn sjö þúsund og fimm hundruð krónur. „Það getur hver gjafi ákveðið sjálfur hvort hann vilji að gjöf fari fram á Íslandi eða eingöngu erlendis. Þannig við spyrjum gjafana um það. Sumum finnst það óþægileg tilhugsun. Við bara skiljum og virðum það. Þá getur sæðisgjöf eingöngu farið fram erlendis,“ segir Snorri. Kanna sjálf ekki skyldleika Kannið þið eitthvað skyldleika sæðisgjafa og þess sem þiggur sæðið? „Við hvetjum gjafana til að segja sínum nánustu frá því að þeir séu gjafar. Þannig það sé uppi á borðinu gagnvart þeirra nánustu. Þannig að ekki verði eitthvað svona slys eins og þú gefur í skyn. Að öðru leyti gerum við það ekki enda á það ekki að þurfa. Læknisfræðin segir að það sé ekki þörf á því,“ segir Snorri.
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira