Riddarar kærleikans Halla Tómasdóttir skrifar 27. september 2024 06:02 Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali. Sjálf hef ég ekki öll svörin en ég vil leita þeirra og eiga þetta samtal við þjóðina. Fyrir nokkrum vikum kom góður hópur saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. Saman, þvert á kyn, kynslóðir og lífsreynslu, veltum við upp þeirri spurningu hvernig gera megi kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Við deildum einlæglega tilfinningum okkar og sýn á rætur vandans. Við vorum sammála um að á tímum sítengingar hefði orðið alvarlegt tengslarof í samfélagi okkar. Úr því þarf að bæta og það byrjar með hverju og einu okkar. Við sjálf – og hver við viljum vera – er lykilþáttur í lausninni. Við höfum öll val og nú er mikilvægt að við sem þjóð veljum vel hvernig brugðist er við. Það mun skipta sköpum um það hvers konar samfélag við búum börnum okkar til framtíðar. Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar. Við trúum því að með samtakamætti getum við breytt samfélaginu til betri vegar og að fyrstu skrefin í þá átt felist í bættum tengslum, við okkur sjálf og við hvert annað. Við bjóðum þér að vera með og virkja sköpunarkraft þinn í þágu kærleikans. Við leggjum til einföld skref til að byrja með. Horfumst í augu! Tökum utan um hvert annað! Gerum kærleikann að eina vopninu! Þetta er ekki tímabundið átak. Þetta er ákvörðun. Leitum skapandi aðgerða til að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta með kærleika. Virkjum allt samfélagið til þátttöku og treystum á sköpunargáfu og samtakamátt þjóðarinnar á þeirri vegferð. Einmanaleiki og vanlíðan hefur aukist og það er staðreynd að við eigum heimsmet í notkun geðlyfja. Við verðum að ráðast að rótum þessa vanda og velja betur hver við erum og hvernig við högum okkur. Öll getum við haft jákvæð áhrif á eigin líðan, sem og á líðan annarra. Riddarar kærleikans er opin hreyfing þeirra sem eru ákveðin í að mæta fordæmalausum tímum með virku samtali um að velja kærleikann. Við hvetjum til þess að slíkt samtal eigi sér stað í skólum landsins, á vinnustöðum og á heimilum. Verið er að velta upp hugmyndum um hvernig fyrirtæki geti lagt kærleikanum lið og látið gott af sér leiða. Hvernig efla megi samstarf og samveru milli kynslóða. Hvernig lágmarka megi þann skaða sem snjallsímanotkun og samfélagsmiðlar eru að valda. Hvernig virkja megi skapandi greinar, finna tilfinningum okkar heilbrigðan farveg og bæta andlega og samfélagslega heilsu. Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða, þá eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan. Höfundur er forseti Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali. Sjálf hef ég ekki öll svörin en ég vil leita þeirra og eiga þetta samtal við þjóðina. Fyrir nokkrum vikum kom góður hópur saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. Saman, þvert á kyn, kynslóðir og lífsreynslu, veltum við upp þeirri spurningu hvernig gera megi kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Við deildum einlæglega tilfinningum okkar og sýn á rætur vandans. Við vorum sammála um að á tímum sítengingar hefði orðið alvarlegt tengslarof í samfélagi okkar. Úr því þarf að bæta og það byrjar með hverju og einu okkar. Við sjálf – og hver við viljum vera – er lykilþáttur í lausninni. Við höfum öll val og nú er mikilvægt að við sem þjóð veljum vel hvernig brugðist er við. Það mun skipta sköpum um það hvers konar samfélag við búum börnum okkar til framtíðar. Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar. Við trúum því að með samtakamætti getum við breytt samfélaginu til betri vegar og að fyrstu skrefin í þá átt felist í bættum tengslum, við okkur sjálf og við hvert annað. Við bjóðum þér að vera með og virkja sköpunarkraft þinn í þágu kærleikans. Við leggjum til einföld skref til að byrja með. Horfumst í augu! Tökum utan um hvert annað! Gerum kærleikann að eina vopninu! Þetta er ekki tímabundið átak. Þetta er ákvörðun. Leitum skapandi aðgerða til að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta með kærleika. Virkjum allt samfélagið til þátttöku og treystum á sköpunargáfu og samtakamátt þjóðarinnar á þeirri vegferð. Einmanaleiki og vanlíðan hefur aukist og það er staðreynd að við eigum heimsmet í notkun geðlyfja. Við verðum að ráðast að rótum þessa vanda og velja betur hver við erum og hvernig við högum okkur. Öll getum við haft jákvæð áhrif á eigin líðan, sem og á líðan annarra. Riddarar kærleikans er opin hreyfing þeirra sem eru ákveðin í að mæta fordæmalausum tímum með virku samtali um að velja kærleikann. Við hvetjum til þess að slíkt samtal eigi sér stað í skólum landsins, á vinnustöðum og á heimilum. Verið er að velta upp hugmyndum um hvernig fyrirtæki geti lagt kærleikanum lið og látið gott af sér leiða. Hvernig efla megi samstarf og samveru milli kynslóða. Hvernig lágmarka megi þann skaða sem snjallsímanotkun og samfélagsmiðlar eru að valda. Hvernig virkja megi skapandi greinar, finna tilfinningum okkar heilbrigðan farveg og bæta andlega og samfélagslega heilsu. Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða, þá eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan. Höfundur er forseti Íslands
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun