Forseti Íslands

Fréttamynd

Vill veita björgunarfólkinu viður­kenningu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti og prófessor við Háskólann í Bifröst, telur einsýnt að þeir sem komu að björgunarstörfum í tengslum við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum verði heiðraðir sérstaklega fyrir framgöngu sína.

Innlent
Fréttamynd

Val Vig­dísar

Sumarið 1980 var sögulegt og í stórgóðum þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur eru þessum tímamótum gerð skil. Sjálfur fylgdist ég grannt með á sínum tíma og kosninganóttina birtust tölur á skjánum. Ég man ekki hver orti eða söng en trúbador nokkur flutti lag í þættinum og eitt erindið var alveg örugglega svona:

Skoðun
Fréttamynd

Vig­dís á allra vörum og nýtt nám­skeið kynnt til sögunnar

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var langt á undan sinni samtíð með áherslu sinni á íslenska tungu og á náttúruna í forsetatíð. Þetta segir ævisöguritari Vigdísar sem hefur í tilefni af nýjum þáttum um Vigdísi, útbúið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um upphaf, mótun og áhrif hennar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég lít á það sem skref í átt til jafn­réttis“

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­ráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir

Ríkisráð mun ekki koma saman á Bessastöðum á morgun til fundar eins og hefð er fyrir á gamlársdag. Það var talið óþarfi að funda svo stuttu eftir að ný ríkisstjórn var mynduð og ríkisráð kom saman síðast 21. desember. Þing hefur ekki komið saman eftir kosningar og því engin mál til að afgreiða að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Hvað vildu Ís­lendingar vita á árinu?

Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2024. Fólk var mikið að pæla í eldgosum, vöxtum og starfsstjórn. Þá vekur athygli hve margir lásu um börn íslenskra kvenna og Tyrkjaránsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar lista­verkum eftir konur á Bessa­stöðum

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla.

Lífið
Fréttamynd

Til­kynningin sem kom af stað ó­væntri at­burða­rás

Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti þjóðinni á nýársdag að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur til embættis forseta Íslands. Tilkynning Guðna, sem kom þjóðinni í opna skjöldu, hratt svo af stað óvæntri atburðarás í pólitíkinni, sem hefur ekki verið leidd til lykta.

Lífið
Fréttamynd

„Bara á Ís­landi“

Félagarnir Björgvin Ingi Ólafsson meðeigandi Deloitte á Íslandi og Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skelltu sér í útihlaup í gær. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að í túrnum rákust þeir á Björn Skúlason forsetamaka.

Lífið
Fréttamynd

Ekki ó­næm fyrir oft ó­sann­gjarnri gagn­rýni

Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021.

Innlent
Fréttamynd

Halla á lista For­bes yfir áhrifa­mestu konur heims

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er á nýjum lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims. Hún er númer 93. Á heimasíðu Forbes segir að Halla hafi tekið við sem forseti Íslands í júní og að hún hafi sigrað fyrrverandi forsætisráðherra í kosningu, Katrínu Jakobsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Fannar og Sandra settu upp klúta og heim­sóttu Höllu

Fannar Sveinsson og Sandra Barilli, grínstjórar og kynnar í söfnunarþætti UNICEF Búðu til pláss, heimsóttu Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í innslagi þáttarins sem sýndur er í beinni útsendingu á Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Verði að virða það sem þjóðin vilji

Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur falið Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún mun boða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins á sinn fund eftir hádegi. Niðurstaðan sé skýr og þessir þrír flokkar með sterkustu kosninguna. 

Innlent
Fréttamynd

„Fullt af aug­ljósum á­rekstrum þarna“

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að ekki þurfi formlegt umboð til að fara í viðræður um stjórnarmyndun. Fullt af augljósum árekstrum megi sjá í myndun SCF-meirihluta. Í slíkum meirihluta sé lengst á milli Flokks fólksins og Viðreisnar.

Innlent
Fréttamynd

Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda

Þegar ég byrjaði fyrst að skrifa þetta í byrjun nóvember sat ég innilokaður og horfði þreytulegum augum út um gluggann. Á grámygluna úti og tréin sem sveifluðust ofsafengið í rokinu. Svona gekk þetta þá meira og minna dögum saman og eftir nokkurra daga stillingu veðurguðanna undanfarna viku segir veðurspáin segir annað eins vera framundan líka og það á kjördag.

Skoðun
Fréttamynd

Sjáðu Nínu Dögg sem Vig­dísi í fyrstu stiklunni

Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins.

Bíó og sjónvarp